Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 63 Þetta HITT! Fyrir nokkru fengum við bréf og blöð frá ungum ritstjóra og útgefanda á Selfossi. Hann er aðeins 13 ára. Blaðið hans heitir Sumar og Sumarið hans Snorra, en svo heitir pilturinn, lofar svo sannarlega góðu eins og nafnið ber með sér! En lítum nú á það sem Snorri hefur að segja: - Ég heiti Snorri Örn Rafnsson og er 13 ára. Ég hef gefið út fjögur lítil blöð í sumar, blöðin heita líka öll Sumar. Eg sendi ykkur, kæru vönu menn, fyrsta blaðið og það fjórða. Ég bið ykkur að segja mér álit ykkar á blöðunum og hvernig ég get bætt þau. Ég sel blöðin á fimmtíu krónur og hef nokkra áskrifendur sem fá afslátt. Svo langar mig að biðja um pennavini, stráka og stelpur á aldrinum 12 til 14 ára. Áhugamál mín eru tón- list, siglingar, gæludýr, frimerki og margt fleira. Svara öllum bréfum. Snorri Örn Rafnsson, Hjarðarholti 13, 800 Selfossi. P.S. Barna-DV og fullorðinna DV eru frábær. Vonandi verð ég eins góður blaðamaður og þið. Mesti blaða-áhugamaður á íslandi, Snorri. I <> ■y-y//y ,Jæja, svo að þú ert nýi drengurinn i bekknum.“ „Hvað oft hef ég ekki sagt þér það? Þú mátt aldrei ganga fyrir aftan hest!“ Nokkur sýnishorn úr blaðinu hans Snorra, Sumri: Töfra- og bellibrögð Einfalt bragð og látlaust. Þú tekur glerkúlu á milli frngra þér þannig, að þú krossleggur löngutöng og vísifingur ofan á kúlunni. Nú veltir þú kúlunni fram og aftur á borðinu. Ef þú lokar augunum þá finnst þér kúlurnar vera orðnar tvær. Láttu einhvern félaga þinn gera þetta með lokuð augun, það er krossleggja fingurna á kúlunni og spyrðu hann síðan hve margar kúlurnar séu. Brandari Dauðadæmdi fanginn hafði verið spenntur fastur í rafmagnsstólinn og presturinn spurði hann hvort hann vildi ekki bera fram sína síðustu ósk. - Já, ég vil bara biðja prestinn að halda í höndina á mér. HA HA HA HA HA HA HA HA HA ,Er athyglin í lagi? Þessar tvær teikningar virðast í fljótu bragði alveg eins. En það eru þær ekki. Það eru 5 atriði sem ekki eru eins á báðum myndunum. Get- urðu fundið þau? Ef svo er, sendu þá lausnina til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Arna Rut Kristinsdóttir, 5 ára, Hlíðarvegi 3, Isafirði. Ljóð um Duran Duran Jhon er allra sætastur, alltaf sæll og kátur. Hann er mikið kvennagull; stór og lítilátur. Simon hann er annar, gengur í bláum brókum. Að taka mynd hann bannar, en samt við eina tókum. Andy er með fallegt hár, og stundum er það svart. En verst hvað hann er voða smár, og minnir á svo margt. Næstu 2 koma í næsta blaði. Þessar visur eru eftir Dísu. Reglur 1. Ónáðaðu aldrei með það, sem þú getur gert sjálfur. 2. Dragðu aldei til morguns það sem þú getur gert í dag. 3. Drambið hefir verri afleiðingar en hungur, þorsti og kuldi. 4. Eyddu aldrei peningum áður en þú eignast þá. Krakka-kynning Nafn: Anna Valdís Guðmundsdóttir. Heimili: Hafnarstræti 18, Akurevri. Fædd: 13. júlí 1975. Skóli: Þelamerkurskóli. Áhugamál: Hástökk, góð tónlist, Madonna, Bubbi Morthens. útilíf og margt fleira. Uppáhaldsmatur: Svínakjöt með kartöflum. Uppáhaldsdrykkur: Kókómjólk. Uppáhalds-eftirréttur: Is með heitri vanillusósu. Draumaprins: Ljóshærður, með blá augu, þrekvaxinn, meðalhár, þolin- móður og skilningsríkur. Uppáhaldslitur: Grænn. Bestu vinir: Ása Jóhanna Pálsdóttir er efst á blaði. Á hvað spilarðu? Tölvuspil. Systkini: Þau eru þrjú: Ólafur, Rósa og Þorgils. Besti brandari: - Hefurðu heyrt um strákinn sem fór alltaf með hundinn sinn í skólann? - Nei, hvað með það? - Hundurinn útskrifaðist. Elín Sveinsdóttir, 10 ára. þöRð Döqq DunOÍ SaITviV. þik/$ I0 3ra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.