Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Síða 3
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. 21 Sjónvarpið laugardag kl. 22.40: Grein 22 - byggð á metsölubók Joseph Hellers Fjöldi valinkunnra leikara kemur fram í myndinni Grein 22, meðal þeirra er hinn umdeildi Orson Welles. Grein 22, eða Catch 22, bíómynd sem byggð er á samnefndri met- sölubók Joseph Hellers verður á dagskrá sjónvarpsins á laugar- dagskvöld. En sem kunnugt er sýndi sjónvarpið í vikunni heimild- arþátt um höfundinn sem hefur skrifað margar bækurnar sem selst hafa í milljónum eintaka. Myndin Grein 22 gerist á Italíu í seinni heimsstyrjöldinni og lýsir lífi bandarískra flugliða í árásar- ferðum og tómstundum. leikendur í myndinni eru Alan Arkin, Martin Balsam, Richard Benjamin, Art Garfunkel, Jack Gilford, Anthony Perkins og Orson Welles. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Stöð 2 laugardag H. 20.50: Lífið er stundum dans á þymirósum Dans á rósum er ný áströlsk sjón- varpsmynd sem greinir frá þremur kynslóðum Wilde fjölskyldunnar sem hefur það að atvinnu að skemmta almenningi. Fjölskyldan nærist á skemmtiiðnaðinum og reka þar á meðal fjölleikahús, skemmtigarða og leikhús. Fjölskyldan á glæsta framtíð fyr- ir höndum en allt kemur fyrir ekki, ýmsir óvenjulegir og dularfullir atburðir fara að eiga sér stað, elds- voði, ljón sleppur úr búri sínu og hrellir nærstadda, svo eitthvað sé nefnt. Innbyrðis erjur innan fjölskyld- unnar líta dagsins ljós, spurningin um völd og rekstur fyrirtækjanna . fer að setja svip sinn á líf íjöl- skyldumeðlimanna. Dans á rósum er ný áströlsk sjón- varpsmynd sem greinir frá þremur kynslóðum Wilde fjölskyldunnar sem hefur það að atvinnu að skemmta almenningi. Afrika verður til umfjöllunar á næstu sunnudögum i Rikisútvarpinu. Högni hrekkvísi sjarmerar að vanda allar læður upp úr skónum með uppátækjum sinum. Stöð 2 sunnudag kl. 9.00: Pjórir ævintýra- krakkar Nokkrar teiknimyndir og aðrar ævintýramyndir eru að vanda á sunnudagsmorgnum á stöð 2. Ein leiknu ævintýramyndanna er um fjóra hressa krakka sem lenda í ýmsum ævintýrum og nefnist sá þáttur Henderson-krakkarnir. Einnig eru Högni hrekkvísi og Santi snarráði alltaf að gera ein- hver prakkarastrik sem börnum á öllum aldri finnst gaman að. Fyrir þá sem vakna hressir á sunnudags- morgnum og gaman hafa af sjón- varpsteiknimvndum ætti að vera óhætt að kveikja á kassanum klukkan níu árdegis. Teiknimyndaflokkur um þrjú börn og félaga þeirra i leit að gullborg í Suður-Ameríku á tímum land- vinninga Spánverja þar í álfu. Sjónvarpið laug- ardag kl. 18.30: RUV, rás 1, sunnudag kl. 23.20: Afríka - móðir tveggja heima Þáttaröð um Afríku hefur göngu sína á sunnudagskvöid í Ríkisút- varpinu þar sem fjallað er um Afríku sem móður tveggja heima. Um efnistök sín segir umsjónar- maðurinn, Jón Gunnar Grétarsson, í inngangi meðal annars: „Þó að mikil sól skíni í Afríku hefur hún þó lengst af verið sveipuð myrkri og dulúð. Margir halda vafalaust enn að saga Afríku geti ekki verið veigamikil eða löng og vissulega hefur hún verið álitin hin myrkra heimsálfa sem einungis var lýst upp með leiftrum erlendra boðflenna." A öðrum stað segir hann: „Sam- hengið í Afríkusögunni verður athugað í nokkuð grófum dráttum. svo og tengslin milli Afríku og Evrópu annars vegar og Afríku og Bandaríkjanna hins vegar." Og í lok textans bendir hann á að í dag berjist svertingjar fyrir frelsi sínu og mannréttindum, bæði í Afríku og Bandaríkjunum. Saga þeirrar baráttur, sem nær aftur fyrir upp- haf þrælaverslunar, er mikilvæg og varpar skýrara ljósi á það við- horf sem Vesturlandabúar hafa gagnvart Afríku og afkomendum hennar. Leyndardómur Gull- borgariimar Þriðji teiknimyndaflokkur um þrjú börn og félaga þeirra í leit að gullborg í Suður-Ameríku á tímum landvinninga Spánverja þar í álfu. Myndin fjallar um ungan dreng (Esteban) sem kallaður er sólar- drengur vegna þess yfirnáttúrulega krafts sem hann býr yfir. hann get- ur alltaf beðið sólina að stöðva rigninguna hvenær sem hann vill. Esteban vissi ekkert um uppruna sinn því hann hafði verið tekinn í fóstur sem kornabarn af munki. Er munkurinn deyr vill Esteban leita uppruna síns, hver var hann? Hvaðan kom hann? I þessari leit sinni lendir Esteban í ýmsun ævin- týrum. Bruce Boxleitner og Barbara Hershey leika elskendurna í myndinni. Stöð 2 laugardag kl. 23.20: Píslarblómið - heitar ástríður Myndin gerist i Singapore og fjallar um ungan mann (Larry) sem er að hefja feril sinn i viðskiptalíf- inu. í partýi kynnist hann giftri konu og verður strax ástfanginn af henni. Upp úr því hefst ástar- samband en vandamálið er að þetta glæsikvendi (Julia) er gift. Larry kemst að því að Julia er dóttir vel- lauðugs Breta sem á mjög vafa- sama fortíð og hefur hagnast á smygli og öðrum vafasömum við- skiptaháttum. Þau feðginin virðist ekkert vera allt of sátt og Juliu finnst faðir sinn vera viss hindrun í lifi sínu. sameiginlega ákveða þau að ráða hann af dögum. Plottið virðist ætla að takast en þá kemur bobb í bátinn. það var þegar búið að drepa hann og Larry liggur und- ir grun. Sjónvarpið sunnudag kl. 20.50: Uppakýnslóðin á uppleið Þáttur um ungt fólk. sem er að hasla sér völl í atvinnulífinu. verð- ur á dagskrá sjónvarpsins á sunnudag og nefnist hann Er ný kvnslóð að taka við? Hér er um að ræða umfjöllun um fólk á uppleið og hafa þeir daglegu tali verið kall- aðir „uppar" samanber „hippar" frá blómatímanum en eru í raun þveröfugar týpur. Eitt skondið dæmi um Ameríkuuppana er á þá leið að oft á tíðum sér maður þar i landi. hlaupandi um strætin. ung- ar myndalegar konur. vel klæddar og þar fram eftir götunum. en ef litið er á skófatnaðinn koma í ljós strigaskór. Skýringin á þessum andstæðum er samt einföld. Við störf klæðast þær háhæluðum skóm en þar sem allt þarf að gerast á mettíma og erfitt er að hlaupa á háum hælum bregða þær sér í strigaskó til að vera frárri á fæti. Umsjón með þættinum hefur As- dís Loftsdóttir úr þáttunum I takt við tímann. RÚV, rás 2, sunnudag kl. 15.00: Tónlistarkrossgátan Annar hver sunnudagur er mörgum mönnum sem gaman hafa af kross- gátuleikjum tilhlökkunardagur og þennan sunnudag mun krossgátu-Jón Gröndal leggja sjötugustu og áttundu krossgátuna fyrir hlustendur. Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Revkjavík. Merkt Tónlistarkrossgátan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.