Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Side 5
22 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. FÖSTUDAGUR 29. MAl' 1987. 27 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 31. maí 1987 Árbæjarprestakall.Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Organ- leikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Breiðholtsprestakall.Guðsþjónusta kl. 11.00 í Bústaðakirkju. (Ath. breyttan messutíma.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja.Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson messar. Sóknarnefndin. Digranesprestakall. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Að beiðni verður endurflutt predikun frá í vet- ur um trúartáknin í Dómkirkjunni. Orgelleikarinn leikur á orgel kirkj- unnar í 20 mín. fvrir messuna. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hclakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarnefnd Hólabrekku- sóknar boðin velkomin til starfa. Meðlimir sóknarnefndanna í Fella- sókn og Hólabrekkusókn flytja ritningarlestur og bæn. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Frikirkjan í Reykjavik. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðspjallið í mvndum. Barnasálmar og smábarna- söngvar. Afmælisbörn boðin sérstak- lega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja. Safnaðarferð í Borg- arfjörð. Lagt af stað frá Grensás- kirkju kl. 09.30 árdegis. Tekið þátt í rnessu í Reykholtskirkju kl. 14.00. Skoðunarferð um héraðið með leið- sögumönnum. Komið til Revkjavík- ur kl. 18.00. Allir velkomnir með. Sóknarnefndin. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag- ur: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Organ- leikari Orthulf Prunner. Sr. Arn- grímur Jónsson. Kársnesprestakall. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Árni Páls- son. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Violetta Smidova. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja. Engin messa sunnudag. Sóknarprestur. Neskirkja. Sameiginleg guðsþjón- usta Nes- og Seltjarnarnessafnaða í Neskirkju kl. 11. Kór Seltjarnarnes- safnaðar syngur. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Seljasókn. Guðsþjónusta í Öldusels-. skólanum kl. 11 árdegis. Altaris- ganga. Aðalsafnaðarfundur Seljasóknar verður í Tindaseli 3 mánudaginn 1. júní kl. 20.30. Sóknar- prestur. Seltjarnarnesprestakall. Sameigin- leg guðsþjónusta Nes- og Seltjarnar- nessafnaðar i Neskirkju kl. 11. (Ath. breyttan messustað.) Kór Seltjarnar- nessafnaðar syngur. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. Stokkseyrarkirkja. Messa kl. 14.00. Sóknarprestur. Kirkja Oháða safnaðarins Guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Þórsteinn Ragnars- son. Tónleikar Passíukórinn í Akureyrarkirkju Passíukórinn verður með tónleika í Akur- eyrarkirkju mánudaginn 1. júní kl. 20.30. Kórinn syngur messu eftir Cesar Frank og verk eftir Hándel. Þessir tónleikar eru aðrir í röðinni hjá Passíukómum á þessu starfsári. Einsöngvarar eru Margrét Bóas- dóttir, Michael Clark og Halldór Vil- helmsson. Tónleikar í Kópavogskirkju Tónleikar skólakóranna á Kársnesi í Kópavogi verða í Kópavogskirkju sunnu- daginn 31. maí og heQast kl. 17.1 kórnum eru á annað hundrað krakkar, 8-16 ára, en stjómandi þeirra er Þómnn Björns- dóttir. Tristan og ísold nefnist þetta verk Ásmundar Sveinssonar frá 1965. Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar Um þessar mundir stendur yfir í Ásmundarsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatnslitamyndir og teikingar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaðurinn vann að óhlutlægri myndgerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis videómynd sem íjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur. kort, litskyggnur, videómyndir og afsteypur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega yfir sumarið, frá kl. 10.00 til 16.00. Lokasýning á Hallæristenór Allra síðasta tækifæri til að sjá hinn bráðskemmtilega gamanleik. Hallæristenór eftir Kenn Ludwig. í þýðingu Flosa Ólafssonar og leik- stjórn Benedikts Arnasonar. verður á laugardagskvöldið. Sem kunnugt er, er hér á ferðinni óperugrín þar sem þeir Örn Árna- son og Aðalsteinn Bergdal fara á kostum sem óperusöngvarar. annar í hlutverki hetjutenórs og hinn í hlutverki hallæristenórs. Spurin- ingin er bara hvor er hvor? Með önnur stór hlutverk fara Erlingur Gíslason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Helga E. Jóns- dóttir. Herdís Þorvaldsdóttir og Árni Tryggvason. Það sérstæða við sýninguna Frímex’87 er að í fyrsta sinn eru sýnd söfn úr svokölluðum nálarflokki en í þeim flokki eru söfn byrjenda sem fæst hafa verið sýnd áður. Frímex ’87 á Loftleiðum Félag frímerkjasafnara verður 30 ára hinn 11. júní næstkomandi og mun það vera elsta félag frímerkja- safnara sem starfar hér á landi. I tilefni afmælisins efnir félagið til allsérstæðrar sýningar, Frímex ’87, í Kristalsal Hótel Loftleiða á morgun, laugardag. Sýningunni er skipt í fjórar deildir, heiðursdeild sem inniheldur íslensk frímerkjabréf í eigu Þjóðskjalasafns Islands og hefur ekki verið sýnt hér á landi áður, sam- keppnisdeild en þar verður sýnt margvíslegt efni, sérstaða þess felst í því að í fyrsta sinn eru sýnd söfn í svokölluðum nálarflokki en í þeim flokki eru söfn byrjenda sem fæst hafa verið sýnd áður, kynningar- deild bar sem sýnd verða öll íslensk frímerki sem komið hafa út til þessa dags og bókmenntadeild sem verður undirlögð ritum um frímerki. Sýningin er opin á laugardag frá kl. 14.00 til 20.00, á sunnudag frá kl. 14.00 til 22.00 og á mánudag frá 14.00 til 20.00. Áskirkja, Norræna húsið og Hótel Borg: Tónleikar á vegum Musica Nova Tolli r i Eyjum Þorlákur Kristinsson. betur þekkt- ur sem Tolli. opnaði á dögunum sýningu í Akogeshúsinu í Vest- mannaevjum þar sem hann sýnir olíumálverk, máluð á árunum 1984-1987, 30 verk. Tolli hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga og er þetta fimmta einka- sýning hans. Síðast sýndi hann með s-kóreska myndlistarmanninum Bono Kyou- Im í kóresku menningarmiðstöð- inni í París í byrjun apríl á þessu ári. Sýning Tolla í Akógeshúsinu stendur til sunnudags, 31. maí. og er opin frá kl. 14.00 til 22.00. Þorlákur Kristinsson, Tolli, sýnir 30 olíumálverk í Vestmannaeyjum fram á sunnudag. Óperugrinið Hallæristenór verður sýnt í síðasta sinn á laugardagskvöldið. Pólskur myndlistarmaður í Gallerí Hallgerði Gítartónleikar Páls Eyjólfssonar verða í Áskirkju sunnudaginn 31. mai kl 20.30, á vegum Musica Nova. Verða þar flutt sjö verk eftir sex höfunda. Flutt verða Dans eftir Mist Þor- kelsdóttur, Preludio nr. 2, Tonada De Contrapunto frá 1984 og Impro- visacion númer 2 eftir Eyþór Þorláksson, Hommage a Béla Bart- ók frá 1972, eftir tékkneska tón- skáldið Jana Obroskva og Sarbande eftir Francis Poulenc, franskt tónskáld. Þá verður gert hlé á tónleikunum en eftir hlé verða spiluð tvö verk eftir John Spieght sem skrifaði meðal annars Bagatellurnar fyrir Símon Ivarsson fyrir ári. Verkin sem flutt verða eftir hann eru Fjórar Bagatellur og Bergmál Orfeusar. Fleira verður á dagskrá Musica Nova. Á þriðjudagskvöld verða þau Ástmar Ólafsson og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir í Norræna húsinu kl. 20.30 með píanódúó. Á miðviku- dagskvöldið verður Súld á Hótel Borg kl. 21.00. Súldin er skipuð þeim Szymon Kuran, Steingrími Guðmundssyni, Stefáni Ingólfssyni og Þorsteini Magnússyni. Páll Eyjólfsson lærði hjá Eyþóri Þorlákssyni í Gitarskólanum og lauk þaðan burtfararprófi 1982. Hann hefur síðan dvalið á Spáni um þriggja ára skeið og stundað framhaldsnám hjá Jose Luis Gonzales. Jacek Sroka. pólskur mvndlistarmaður. sýnir í Gallerí Hallgerði um þessar mundir. Stroka stundaði nám við listaakademíuna í Krakow. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim og hlotið mörg verðlaun. meðal annars á 6. Bi- ennale of Graphic Art. Mulhouse í Frakklandi árið 1984. á sýningunni Ung grafík í Gallerv Plastyka í Krakow í Póllandi 1986 og á fyrstu alþjóðlegu smá- myndasýningunni í de! Bello Gallery í Toronto í Kanada árið 1986. Sroka leggur meðal annars út af galdraofsóknum miðalda í mvndum sínum. Um leið hafa þær afar sterka skírskotun til Póllands nútímans. I fréttatilkvnningu frá Langbrækum, _sem segjast kvnna Jacek Sroka meó stolti, segir: „Áhorfandinn finnur óhugnanlega nálægð heimsks kúgunarvalds og skipulegra lyga. En þrátt fvrir ótvíræðan boðskap og magnað táknmál eru myndir Sroka aldrei einfeldn- ingslegar. Verkin eru þrungin spennu, litanotkun öguð. teikningin markvís.” Sýningin stendur til 10. júní næstkomandi. Meginviðfangsefni Pólverjans Sroka eru galdraof- sóknir miðalda. Tilkyimingar Útivistardagur aldraðra Sunnudaginn 31. maí kl. 13.30 efnir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra til útivist- ar í trjágarðinum í Laugardal. Farið verður í „ratleik”, skemmtilegan leik sem allir geta tekið þátt í. Stjórnandi er Anton Bjarnason íþróttakennari. Klæðist hlýjum fbtum og verið ! þægilegum skóm. Takið lesgleraugun með. ATH., ekið frá Suður- landsbraut niður Holtaveg eða Múlaveg. Allir velkomnir. Guðsþjónusta og kaffisala i Vindáshlíð Sumarstarf KFUK í Vindáshlíð hefst sunnudaginn 31. maí með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð í Kjós. Guðs- þjónustan hefst kl. 14.30 og mun sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir annast hana. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisala. Sumarstarf KFUK hefur rekið sumarbúðir í Vindáshlíð frá árinu 1948. A.hverju sumri dvelja um 550 stúlkurí Vindáshlíð. Auk barna- og unglingaflokka er sérstakur fjöl- skylduflokkur og kvennaflokkur. Fyrsti flokkur sumarsins fer upp í Vindáshlíð |)riðjudaginn 2. júní. Á sunnudaginn eru allir velkomnir í Vindáshlíð. eru af ýmsum toga: félagsleg og sálarleg. Rangæingafélagið í Reykjavík Laugardaginn 30. maí nk. fagnar Rangæ- ingafélagið í Ileykjavík nýju og glæsilegu orlofshúsi að Hamragörðum. Vestur-Eyja- fjallahreppi, með formlegri opnun. Vígslu- hátíðin hefst kl. 17 með stuttri athöfn við orlofshúsið með ávörpum og samsöng. Kl. 21 heldur hátíðin áfram í Félagsheimili Vestur-Eyfellinga að Heimalandi og lýkur með dansi kl. 03. Kaffihlaðhorð verður á Heimalandi frá kl. 18 til kl. 21. Kaffiveit- ingarnar annast Kvenfélagið Evgló í Vestur-Eyjafjallahreppi. Rútuferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni á vegum Austur- leiðar kl. 14.30. Rangæingafélagið væntir þess að sem flestir Rangæingar, bæði burt- fluttir og heimamenn, og aðrir velunnarar félagsins mæti á vígsluhátíðina og noti þetta einstaka tækifæri til að hittast og fagna þessum merku tímamótum í sögu Rangæingafélagsins. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laugardaginn 30. mai. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er samvera, súrefni, hreyfing. Ungir og aldnir velkomnir. Skemmtilegur félags- skapur. Nýlagað molakaffi. Flóamarkaður Uppeldis og meðferðarheimilið Sólheim- um 7 heldur hinn árlegá fióamarkað sinn sunnudaginn 31. maí kl. 15 19 í safnaðar- heimili Langholtskirkju. Flóamarkaður- inn er liður í fjáröfiun ferðasjóðs heimilisins og er stefnt að ferð til Eng- lands í sumar. Heimilið er ætlað sjö unglingum á aldrinum 12 16 ára og hefur nú verið starfrækt í tvö ár. Heimilið rekur langtímameðferð fyrir unglinga sem þurfa á aðstoð að halda. Vandamál unglinganna vimugjafar og erfiðar heimilisaðstæður. svo eitthvað sé nefnt. Auk flóamarkaðár- ins verður tombóluborð og uppboð á gömlum munum. Fundir Ráðsfundur málfreyja Ríiðsfundur II. ráðs málfreyja verður hald- inn að Hlégarði í Mosfellssveit laugardag- inn 30. maí. Fundurinn hefst kl. 13. A fundinum flvtur Ingveldur Ingólfsdóttir. forseti landssamtakanna. fræðsluerindi urn dagskrárgerð og einnig verður emb- ættismannaþjálfun. Fundarhlé veröur kl. 17 og kvöldverður kl. 19 og innsetning nýrrar stjórnar. Aðalfundur Þjóðfræðafélagsins verður haldinn laugardaginn 30. maí í stofu 20 í Odda og hefst hann kl. 17. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Frosti Jóhannsson flvtja erindi um nýjan bóka- flokk. íslensk þjóðmenning. markmið og uppbygging. Leiklist Leikfélag Akureyrar Allra síðustu sýningar á Kabarett verða á föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Hallæristenór. Á laugardagskvöldið gefst allra síðasta tækifæri til að sjá gamanleik- inn Hallæristenór. Yerma. Á sunnudagskvöldið verður 6. sýning á spánska snilldarverkinu Yermu eftir Federico Garcia Lorca. Ferðalög Ferðafélag íslands Göngudagur Ferðafélagsins sunnudag- inn 31. maí. Helgarferð til Þórsmerkur 29.-31. maí. í Þórsmörk verða famar gönguferðir eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ. Útivistarferðir Helgarferðir 29.-31. maí. 1. Breiðafjarðareyjar-Purkey. Náttúru- paradís á Breiðafirði. Tjaldað í eyjunni. Sigling m.a. að Klakkeyjum. 2. Tindfjöll. Gist í Tindfjallaseli. Gengið á Tindfjallajökul. Góð jöklaferð. 3. Þórsmörk. Gist í Útivistarskálunum í Básum. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1. Símar 14606 og 23732. Sjáumst. Vorferðalag Gerplu Laugardaginn 30. maí verður vorferðalag Gerplu og er ferðinni heitið í Þrastaskóg þar sem grillaðar verða pyslur og farið í leiki. Á heimleiðinni verður komið við í sundlaug. Brottför verður frá íþróttahúsi Gerplu við Skemmuveg um kl. 10 f.h. og áætlað að koma í bæinn aftur um kl. 17. í júnímánuði verður boðið upp á bvrjenda- námskeið í fimleikum hjá íþróttafélaginu Gerplu. Verður kennslu þannig háttað að hvert námskeið stendur í tvær vikur og verður kennt 4 daga vikunnar. eipa klukkustund í senn. Fyrri námskeiðin standa frá 1. júní til 12. júní og þau seinni frá 15. júní til 25. júní. kl. 14-15 og 15-16. Sýningar Sýning á Selfossi Laugardaginn 30. maí kl. 14 opnar Elfar Guöni sýningu í Listasafni Árnessýslu á Selfossi. A sýningunni verða 40 oliumái- verk. Þetta er 15. einkasýning Elfars. Sýningin er opin um helgar kl. 14-22 og lýkur henni annan í hvítasunnu. 8. júní. Nýja galleríið Yikulás Sigfússon heldur sýningu á vatns- lita- og akrýlmyndum í Nýja galleríinu. Laugavegi 12. II. hæð. Sýningin verður opnuð laugardaginn 30. maí kl. 14 og verð- ur opin kl. 14-22 um helgar en 15-22 virka daga til 14. iúní. A sýningunni eru um 30 rnyndir. flestar málaðar á þessu og sl. ári. Xikulás hefur áður haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum. Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 Skólasýning Asgrímssafns hefur verið opnuð. Sýningin er opin almenningi á opnunartíma safnsins: sunnudaga. þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang- ur er ókeypis. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur yfir sýningin abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamvndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomynd sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur. kort. litskyggnur, videomyndir og afsteypur af verkum listamannsins. Safntð er opið daglega yfir sumarið kl. 10-16. FÍM-salurinn Garöastræti 6 Guðrún Svava Svavarsdóttir sýnir teikn- ingar unnar með ýmsum aðferðum. Sýningin ber yfirskriftina Land og fólk. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 til 8. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.