Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 6
28
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987.
Bíóhöllin
Með tvær í takinu
Með tvær í takinu (Outrageus
Fortune) er meðal vinsælustu
mynda vestanhafs. Aðalhlutverkin
leika hressar leikkonur, Shelley
Long og Bette Midler. Þær kynn-
ast ó leiklistarskóla og er ekkert
vel hvorri við aðra í byrjun. Önnur
tekur námið alvarlega en hin er
kæruleysið uppmálað. Á yfirborð-
inu virðist skólinn vera ósköp
venjulegur en ekki er allt sem sýn-
ist. Menn frá KGB hafa komið sér
fyrir í skólanum og á meðal þeirra
er einn sem þær báðar falla fyrir.
Hann hverfur af sjónarsviðinu.
Þær trúa ekki að hann sé dauður
og taka sér ferð á hendur til að
hafa uppi á honum. Þó má geta
þess að í Bíóhöllinni er sýnd úr-
valsmyndin Koss köngulóarkon-
unnar. (Kiss Of The Spider
Woman). Mynd sem hefur áhrif ó
áhorfandann. William Hurt og
Raul Julia fara ó kostum í aðal-
hlutverkunum og fékk sá fyrr-
nefndi óskarsverðlaunin fyrir leik
sinn í myndinni. Koss köngulóar-
konunnar er mynd sem enginn
kvikmyndaunnandi á að láta fram
hjá sér fara.
skáldskapnum, sýnir baráttu hjón-
anna Ódyssseifs og Penelópu við
umhverfið, gjörninga og galdra og
önnur vélabrögð náttúru og
manna.
Ódysseifur myndskreyttur hefur
hvarvetna hlotið hástemmt lof
gagnrýnenda sem og frábærar við-
tökur almennings. Og raunar ekki
við öðru að búast því vel var til
verksins vandað og ýmsum brögð-
um beitt.
Ásamt Mariu Lexu er Berhard
Colin höfundur Ódysseifssýningar-
innar. Hann ferðaðist og dvaldi
lengi í Norður-Afríku og fyrir botni
Miðjarðarhafs og kynnti sér forna
frásagnalist þessara svæða. Seinna
gekk hann í kvikmyndaskóla í Par-
ís og vann árum saman við
kvikmyndir í Frakklandi. Síðan
sneri hann sér að leikhúsi og hefur
starfað við The living theatre og
Theatre du Soleil og svo við Odin-
leikhúsið danska. Nú er Berhard
Colin listrænn stjórnandi Théatre
de Folle í St. Brieuc.
Maria Lexa er ekki alls kostar
ókunnug íslendingum því árið 1983
hélt hún athyglisverða sýningu í
Félagsstofunun stúdenta og árið
eftir hélt hún tvö námskeið í Kram-
húsinu. Hún lýkur ferð sinni með
námskeiði vikuna 1. til 7. júní en
þá mun hún halda námskeið í lát-
bragði og spuna í Kramhúsinu.
Kvikmyndahús - Kvikmyndahús
Bíóborgin
Nýjasta kvikmynd Sidneys Lumet,
Morguninn eftir (The Morning Aft-
er) íjallar um drykkfellda leikkonu á
niðurleið sem morgun einn vaknar í
i ókunnri íbúð og við hliðina á henni
er maður sem hefur verið myrtur.
Hún veit ekki hvort hún hefur myrt
hann eða ekki. I örvæntir.gu flýr hún
húsið en rekst á fyrrverandi lög-
regluþjón. Fer hún aftur á morðstað-
inn, reynir að hreinsa allt sem hún
kom nálægt, finnur að einhver annar
er í íbúðinni, flýr aftur út, rekst aftur
á fyrrverandi lögreglumanninn, býð-
ur honum heim til sín, drekkur sig
fulla, vaknar timbruð morguninn eft-
ir og þegar hún opnar klæðaskápinn
dettur líkið út úr honum... Það er
sannarlega nóg um að vera í byrjun
góðs þrillers frá Lumet. Jane Fonda
leikur leikkonuna og fer á kostum.
Jeff Bridges leikur lögreglumanninn
átakalaust að vanda.
Regnboginn
Nýjasta mynd Johns Landis nefnist
Þrír vinir (Three Amigos). Slær hann
þar á létta strengi, enda með fræga
grínara í aðalhlutverkum. Það þarf
ekki að kynna Steve Martin og
Chevy Chase. Þeir eru í dag meðal
allra þekktustu og vinsælustu garn-
anleikara vestanhafs. Þriðji vinur-
inn er aftur á móti Martin Short,
alveg óþekktur hérlendis en þekktur
grínari vestan hafs. Þessir þrír heið-
ursmenn leika þrjár hetjur þöglu
kvikmyndanna en eru í raun hinir
mestu hrakfallabálkar. Þegar þeir
heimta launahækkun eru þeir um-
svifalaust reknir... Þá hefur Regn-
boginn hafið sýningar á gamansamri
mynd Milli vina (Just Between Fri-
ends) sem fjallar umframhjáhald.
Urvalsleikarar eru í aðalhlutverk-
um.
Bíóhúsið
Bíóhúsið hefur hafið sýningar á
mynd með Tom Cruise Á réttri leið
(All the Right Moves). Tom Cruise
er sjólfsagt í dag meðal dáðustu leik-
ara af yngri kynslóðinni. All the
Right Moves er unglingamynd í gam-
ansömum tón. Cruise leikur ungan
mann sem langar i háskóla en hefur
ekki efni á því. Þess vegna verður
hann að treysta á skólastyrk og þar
eru margir um hituna ...
Háskólabíó
Gullni drengurinn (The Golden
Child) er fyrsta mynd Eddies Murphy
eftir stórsigurinn í The Beverly Hills
Cop. Þetta er ævintýramynd þar sem
slegið er á létta strengi eins og búast
má við þegar Eddie Murphy ó í hlut.
Meðleikari Murphys er Charles
Dance og leikur hann barnaræningja
sem rænir barni með töframátt. Sam-
kvæmt spósögn getur aðeins einn
maður fundið barnið og að sjálfsögðu
er það persónan sem Eddie Murphy
leikur.
Tónabíó
Tónabíó sýnir spennumyndina
Fyrsti apríl (April Fool’s Day) sem
fjallar um átta háskólanema sem
dvelja eina helgi hjó einum þeirra.
Fljótt byrja óvæntir atburðir að ger-
ast, einn af áttmenningunum hverfur
og um leið byrjar sú sem bauð að
haga sér heldur betur undarlega ...
Stjörnubíó
Hinn þekkti leikstjóri Blake Ed-
wards er kominn með enn eina mynd
og nefnist hún einfaldlega Svona er
lífið (That’s Life). Fjallar myndin um
Harvey sem er að verða sextugur en
Jack Lemmon leikur hann. Þegar
afmælið nálgast rennur það upp fyrir
honum að hann vill ekki verða gam-
all og tekur upp á ýmsum uppátækj-
um sem ekki allir geta sætt sig við.
Þá hefur Stjörnubíó hafið sýningar
á Ógnarnótt (Night Of The Creeps)
sem fjallar um skólanemendur er
ætla sér að ræna líki. Það sem átti
að verða gaman breytist í hrylling.
Laugarásbíó
Laugarásbíó sýnir þessa dagana
kanadísk-franska verðlaunamynd,
Hrun ameríska heimsveldisins. Hef-
ur þessi mynd víðast hvað hlotið
mikla athygli og var meðal annars
tilnefnd til óskarsverðlauna. Þá eru
hafnar sýningar á gamanmyndinni
Æskuþrautir sem gerð er eftir leik-
riti eftir hinn þekkta Broadway
leikritahöfund Neil Simon. Fjallar
myndin um ungling sem á bágt með
að hugsa um annað en kvenlíkama.
-HK
Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús
„Ódysseifur
myndskreyttur“
- Maria Lexa leikur 25 hlutverk í sömu sýningurmi
Maria Lexa er bandarískur lát-
bragðsleikari, leikstjóri og kennari
sem verður á fjölum Kramhússins
við Bergstaðastræti með verkið
„Ódysseifur myndskreyttur" á
laugardags- og sunnudagskvöld kl.
21.
Undanfarin ár hefur Maria Lexa
buið í Árósum í Danmörku. Þar
hefur hún kennt við leiklistaraka-
demíuna auk þess að reka leikhús
sitt, Drekaleikhúsið.
Ódysseifur Mariu hefur farið sig-
urför um Evrópu síðastliðið ór. Þar
segir frá för kappans Ódysseifs frá
Tróju til íþöku - eins og við þekkj-
um úr söguljóði Hómers. María
leikur öll hlutverkin - er ein á svið-
inu í einn og hálfan tíma og beitir
ýmsum brögðum: notar brúður,
grímur. látbragð, rödd og tjöld.
Ódysseifskviða er sígild - og
Maria Lexa notfærir sér þá al-
mennu höfðun og útleggingu á
„Ódysseifur" Mariu Lexu hefurfarið sigurför um Evrópu síðastliðið ár.
Sýningar
GalleriBorg
Pósthússtræti 9
I Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, stendur
nú yfir sýning Vignis Jóhannssonar á olíu-
myndum og kolateikningum. I nýja sal
Galierí Borgar, Austurstræti 10, II. hæð,
sýnir Edda Jónsdóttir vatnslitaþrykk og
ætingar. Báðir salirnir eru opnir um helg-
ar kl. 14-18 og virka daga kl. 10-18 nema
mánudaga kl. 12-18.
Gallerí Gangskör
v/Lækjargötu
Þar stendur yfir sýning á klippimyndum,
silkiþrykki og gvassmyndum eftir Guð-
rúnu Sigurðardóttur Urup listmálara.
, Guðrún, sem er búsett í Danmörku, hefur
tekið þátt í sýningum í Danmörku en ekki
sýnt hérlendis fyrr en nú. Sýningin er
opin kl. 12-18 virka daga en kl. 14-18 um
helgar.
Gallerí Svart á hvítu
viö Óðinstorg
Þar stendur yfir sýning á keramikskúlp-
túrum Borghildar Óskarsdóttur. Sýningin
er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18
og lýkur henni 8. júní.
Gallerí 119
v/JL húsið
Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir
þekkta listamenn. Opnunartími er mánu-
daga til föstudaga kl. 12-19, laugardaga
kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18.
Gallerí Hallgerðar
Pólski myndlistarmaðurinn Jacek Sroka
sýnir verk sín í Gallerí Hallgerði. Mynd-
imar eru til sölu.
Gallerí Langbrók, textíl
Bókhlöðustig 2
Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður,
tauþrykk, myndverk, fatnaður og ýmiss
konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu-
daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Fimm listamenn sýna nú á Kjarvalsstöð-
um. Það eru þeir ívar Valgarðsson og
Níels Hafstein sem sýna skúlptúra í Kjar-
valssal. í austurforsal sýnir Ingibjörg
Styrgerður Haraldsdóttir 10 veggteppi, en
hún hefur sjálf litað ullina í teppunum.
Þá er Gunnsteinn Gíslason myndhöggvari
með sýningu á múrristum. 1 vestursal sýn-
ir svo Einar Hákonarson 77 olíumálverk.
Opið er daglega kl. 14-22 til 10. júní
Listasafn ASÍ
Grensásvegi 16
Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ norræn
heimilisiðnaðarsýning, sem hefur yfir-
skriftina Vöruþróun í heimilisiðnaði - frá
hugmynd til fullmótaðs hlutar. Sýningin
er mjög fjölbreytt að efni, allt frá textíl-
vinnu af ýmsum toga til málm- og bein-
smíði. Sýningin er opin virka daga kl.
14-20 og um helgar kl. 14-22. Sýningunni
lýkur sunnudaginn 31. maí.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 10-17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn-
inu er ókeypis.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns
Einholti 4
Opið á sunnudögum kl. 14-16.
Mokka kaffi
v/Skólavörðustíg
Sænski listamaðurinn Magnus Svartvall
sýnir verk sín á Mokkakaffi.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Norski myndlistarmaðurinn Yngve Zakar-
ias sýnir málverk og grafík.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3b
1 Nýlistasafninu stendur yfir norsk sýn-
ing, sem er liður í skiptisýningaáætlun
milli Islands, Svíðþjóðar og Noregs. Á sýn-
ingunni eru málverk, skúlptúrar, mynd-
bond, grafík, hljóðverk, gerningur, bækur
og fl. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20
og um helgar kl. 14-20. Sýningin stendur
til 7. júní.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning opin á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-
16.
Þjóðminjasafnið
í Bogasal Þjóðminjasafns íslands stendur
yfir sýningin „Hvað er á seyði? Eldhúsið
fram á okkar daga“. Þar eru til sýnis eld-
húsáhöld frá ýmsum tímum. Opið alla daga
frá kl. 13.30-16.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
Lokað vegna breytinga fram í júlí.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Akureyri
Sýning í Gamla Lundi
Ingvar Þorvaldsson sýnir 36 vatnslita-
myndir málaðar á þessu og síðasta ári í
Gamla Lundi, Akureyri. Sýningin er opin
kl. 14-22 um helgar og kl. 17-22 virka
daga og lýkur henni mánudaginn 8. júní.