Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 29. MAI' 1987. ** 01 Mannaþefur í hellinum Wanted Dead or Alive heldur enn velli í toppsæti DV listans, aðra vikuna í röð. ShortCircuit sækir þó verulega á enda Steve Gutten- berg, fyrrura lögregluskólanem- andi, með afbrigðum vinsæll. Aðrar hreyfingar á myndalistanum eru vart í frásögur færandi. Myndir hækka, myndir lækka, eins og gengur í hverfulum heimi vinsæld- anna. Sama er upp á teningnum á þáttalistanum þar sem þáttaröð eft- ir metsölubók Judith Kranz hefur vinninginn. í Bandaríkjunum fór mynd með unglingastirninu Matthew Brod- erick á toppinn. Af myndum sem eru á uppleið þar vestra má svo nefna Sid & Nancy, myndina um pönkarann í Sex Pistols. Umdeild mynd um umdeildan pönkara. -ÞJV DV-LISTINN _________MYNDIR__________ 1 .(1) Wanted Dead or Alive 2. (-) Short Circuit 3. (3) Extremities 4. (2) Howardthe Duck 5. (5) Enemy Mine 6. (7) A Breed Apart 7. (-) Better of Death 8. (9) Joey 9. (-) Eleni 10.(4) Pretty in Pink ÞÆTTIR 1. (1) l’ll Take Manhattan 2. (3) The Great Bookie Robbery 3. (4) Anna í Grænuhlíð 4. (2) Strong Medicine 5. (5) Pirates BANDARÍKIN 1. (2) Ferris Bueller’s Day Off 2. (3) Stand by Me 3. (1) Top Gun 4. (4) The Fly 5. (5) Legal Eagles 6. (8) Blue Velvet 7. (9) Soul Man 8. (6) Aliens 9. (7) Ruthless People 10.(10) A Room with a View THE CLAN OF THE CAVE BEAR 1 og hálf stjarna Útgefandi: Embassy/Warner. Framleiöandi: Gerald I. Isenberg. Gerö eftir sögu Jean M. Auel. Leikstjóri: Michael Chapman. Aöalhlutverk: Daryl Hannah. Bönnuö yngri en 16 ára. The Clan of The Cave Bear er nafn á metsölubók bandaríska rit- höfundarins Jean M. Auel. Þar sagði frá frumbyggjastúlkunni Aylu. Þetta var fyrsta skáldsaga höfundar. I kjölfarið fylgdu fleiri bækur um Aylu, Valley of the Hor- ses og the Mammoth Hunters. Höfundur hefur lofað að minnsta kosti þrem bókum til viðbótar. Myndin fylgir bókinni eftir í meg- inatriðum. Aula er ósköp venjuleg frumbyggjastúlka sem lendir í fóstri hjá ættflokki sem heldur til í hellum. Skyldleiki manna við apa kemur greinilega fram hjá hellis- búunum, bæði í útliti og hátterni. Aula lendir þannig upp á kant við son höfðingjans sem kemur heldur illa fram við hana. En Aulu tekst að sanna sig í hópnum, meðal ann- ars er hún ansans ári góður veiði- maður. The Clan of the Cave Bear er eins konar snyrt útgáfa af Quest for Fire. Höfundurinn Jean M. Auel lætur sér annt um aðalpersónuna Aulu. Hún er eins konar fornald- arfeministi sem veit svo sannarlega hvað hún vill. Sem betur fer enda samferðamennirnir algerir villi- menn. Daryl Hannah hefur til að bera þann fínleika sem aðgreinir Aulu frá hellisbúunum. Hún skaust upp á stjörnuhimininn í myndun- um Blade Runner, Pope of Green- wich Village og síðast en síst, Splash. I stað sporðsins, sem hún hafði þar, gengur hún nú um í druslum og talar torkennilegum tungum. Hún hefur alltént útlitið með sér. Kvikmyndaútfærsla sögunnar sleppur fyrir horn. Leikstjórinn Michael Chapman leggur til ágæta umgjörð en tekst illa. að halda spennu. Myndin endar líka í hálf- kæringi sem vissulega hefur sínar skýringar. Framhald er á næsta leiti. ■ÞJV Fornaldarfeministi í helli. Fagra draumaveröld Kraftaverk og kvensemi I LL TAKE MANHATTAN Útgefandi: Steinar ht. Gerð eftir sögu Judith Krantz. Aðalhlutverk: Valerie Bertinelli, Jack Scalia, Perry King, Barry Bostwick og Jane Kaczmarek. Bönnuð yngri en 12 ára Hér er um að ræða fjögurra spólna mini- * U i KHYHfi MVk rtm\ **m*Hi*;fc sápuóperu. i orðsins fyllstu merkingu. Þættirnir eru gerðir eftir sögu Judith Krantz sem á að baki vel heppnaðar mini- sápur eins og Dóttur málarans og Princess Daisy. Krantz þykir því örugg söluvara og hefur ekkert verið til sparað að gera þessa þætti sem best úr garði. Hér segir frá Amberville-fjölskyldunni sem á mikið fjölmiðlaveldi er faðirinn, Zac- hary Amberville, hefur stofnað. I upphafi þáttanna er hann látinn en áhorfendur fá eigi að síður að fylgjast með uppgangi veld- is hans með aðstoð afturhvarfa (flashbacks). Þeim er beitt af mikilli hörku og með því er unnt að segja tvær sögur samtímis sem þykir mjög gott í sápum. Zachary á einn bróður, Cutter, sem er hið versta fól og svífst einskis til að koma fyrirtæki bróður síns á vonarvöl. Það hefði sjálfsagt tekist ef ekki hefði komið til skelegg dóttir, Maxi að nafni... Það hafa margir orðið til að velta fyrir sér af hverju fólk er hrifið af sápuóperum en líklega hafa þær aldrei átt eins miklum vinsældum að fagna og núna. Hver einasta þjóð, sem eitthvað má sín, keppist nú við að framleiða innihaldslausar sápur er byggja á þjóðlegum grunni. Með því ætla þjóðir heimsins að sporna við amerískri menningardrottnun! Heldur er þetta nú hæpin pólitík, þó ekki væri nema fyrir það að Ameríkumenn eru bestir allra við þessa framleiðslu á tilbúnum draumaveröldum þar sem enginn „venju- leg“ vandamál steðja að. „I’ll Take Manhattan" er dæmigerð fyrir þetta. Aðal- persónurnar eru hafðar svo ríkar og fagrar að ekki þarf framar að hafa áhyggjur af því. Það eru hins vegar ástir, hatur og fjármála- vafstur sem spila fyrstu fiðlu hér sem annars staðar. Persónusköpun er ákaflega einföld. Vondi maðurinn er svo andstyggilegur að áhorfandann langar helst til að skríða inn í sjónvarpið til að lúskra á honum. Hegðun hans er auðvitað óskiljanleg og stjórnast eingöngu af almennri mannvonsku. Svipað- ar „stereótýpur“ má finna alls staðar. Þrátt fyrir að I’ll Take Manhattan taki sex tíma í flutningi eru þættirnir sjaldnast langdregnir. Umbúðirnar eru áferðarfalleg- ar og fagmennskan er hér allsráðandi. Það bjargar þessari draumaveröld. -SMJ HEAVENLY PURSUITS Útgefandi: Warner/Tefli Framleiöandi: Michael Ralph Leikstjórn og handrit: Charles Gormley Aóalhlutverk: Tom Conti, Helen Mirren Bönnuð yngri en 12 ára Viv Mathews (Tom Conti) er kennari við skoskan skóla, kaþólskan skóla. Trúin' er nefnilega ríkjandi í öllu skólastarfi, svo ríkj- andi að leikir og lærðir trúa ótæpilega á kraftaverk. Þannig stjórnar skólaprestur- inn bænagjörðum fyrir hina og þessa sem verða til þess að viðkomandi verða alheilir. Vic er hins vegar raunsærri en svo að harn trúi á svoleiðis kerlingabækur. Hann er hrifinn af einum samkennara sinna (Helen Mirren) og reynir ýmislegt til að komast yfir hana. Þannig er söguþráðurinn hjá Charles Gormley sem skrifar handrit myndarinnar auk þess að leikstýra. Heavenly Pursuits er ósköp notaleg kómedía um trú, hræsni og samskipti manna almennt. Tom Conti er ætlað að halda öllu saman á floti ásamt Helen Mirren. Conti gat sér gott orð fyrir leik sinn í Merry Christmas Mr. Lawrence á sínum tíma og ekki síst fékk hann mikið lof fyrir fyllibytturulluna í Ruben Ruben. Conti svíkst ekki undan ábyrgð hér og nær því sem hægt er út úr hlutverki Vics kenn- @ Leikrit Hryllingsmynd ® 0 Tónlist Gamanmynd © jþróttir Barnamynd ara. Sömu sögu má segja um Helen Mirren, þá ágætu bresku leikkonu, sem sýndi ótví- ræða hæfileika sína í myndinni Cal. Annað er svo sem ósköp hversdagslegt og ekki sérlega áhugavekjandi. Vic nær í skott- ið á samkennaranum og meðbræður hans í skólanum trúa áfram á kraftaverk. Það er allt og sumt. -ÞJV Úr myndinni Merry Christmas Mr. Law- rence þar sem Tom Conti gat sér gott orð fyrir leik sinn. O Fullorðinsmynd Hasarmynd O Ástarsaga Vísinda- skáldsaga Fjölskyldumynd e Annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.