Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Side 1
Nýr danskur rafbíll
Danir hafa verið seigir við að prófa sig áfram með
smíði rafbíla. Margir muna eflaust eftir tilraun
dönsku Hope-verksmiðjanna til smíði ó slíkum bíl
en sú tilraun fór að mestu út um þúfur. Nú hefur
annað fyrirtæki farið af stað með smíði lítils rafbíls
sem þeir kalla Mini-el.
Tveir fyrstu Mini-el bílarnir fóru í umferð í
heimabæ sínum, Randers á Jótlandi, fyrir nokkrum
dögum. Það er fyrirtækið El-Trans A/S í Randers sem
framleiðir bílana og þessir fyrstu tveir bílar voru
I Danmörku er Mini-el
ekki skráður sem bíll
heldursem þriggja
hjóla mótorhjól. Þar
mega þeir sem hafa
mótorhjólapróf eða
ökupróf aka um á
þessu ökutæki.
afhentir eigendunum við hátíðlega athöfn. Þeir eiga
að þjóna bæjaryfirvöldunum í Randers næsta árið
sem nokkurs konar tilraunabílar. Bæjaryfirvöld ætla
að nota þá til sendiferða og til að skjótast á fundi.
Reynslan frá þessu fyrsta ári verður síðan notuð
til að leggja grunninn að frekari framleiðslu á þess-
um bíl sem mætir vel vaxandi mengunarkröfum hjá
frændum okkar í Danmörku. Reiknað er með að
framleiðslan hefjist af fullum krafti strax næsta sum-
ar.
Bæjarstjórnin i Randers hefur sýnt málinu mikinn
áhuga og sérstaklega vegna þeirra atvinnutækifæra
sem smíði bílanna skapar. Til að sýna áhuga sinn í
verki hafa þeir komið upp fyrstu stöðumælunum þar
sem jafnframt er hægt að hlaða bílinn ókeypis á
meðan hann stendur kyrr. Fyrsta þannig bílastæðið
var vígt samtímis því að bílamir voru teknir í notk-
un.
Mini-el er ekki bíll í venjulegum skilningi heldur
er hann í Danmörku skráður sem þriggja hjóla mót-
orhjól. Til aksturs hans þurfa ökumenn annaðhvort
að hafa réttindi til aksturs mótorhjóla eða bíla.
Þetta þríhjól er mun þægilegra til aksturs en mót-
orhjól eða skellinaðra. I honum er pláss fyrir einn
fullorðinn og tvö börn og með fulla hleðslu er akst-
ursvegalengdin 70 kílómetrar áður en hlaða þarf
rafgeymana aftur. Heldur verður hægt að aka styttri
vegalengd ef mikið er um hraðabreytingar á leiðinni.
Hámarkshraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund
og það er of lítill hraði til að levfilegt sé að aka
ökutækinu á hraðbrautum. í Danmörku kostar bíll-
inn. tilbúinn á götuna, um 27.000 danskar krónur
eða um 152.200 krónur. Reiknað er með að evðslan
á kílómetra verði á milli 15 og 30 aurar íslenskir.
Framleiðendurnir, El-Trans, reikna með að bíllinn
seljist fyrst og fremst sem aukabíll í fjölskyldu og
verði notaður til aksturs til og frá vinnu þar sem
sjaldnast er nema einn í bílnum hvort eð er.
j þessum litla danska rafbil er pláss fyrir einn fullorðinn og tvö börn eða dágóðan farangur.
GÓÐIR
BÍLAR
Saab 900 turbo '84, 5 dyra, Ijósblár,
beinskiptur, 5 gira, með topplúgu,
litað gler, rafmagn I rúðum, sport-
felgur, útvarp, segulband o.fl. Mjög
fallegur og góður bill.
Saab 900 GL '84, 4 dyra, rauður,
beinskiptur, 4 gira, ekinn 74 þús. km,
bíll I algjörum sérflokki að utan sem
innan.
Saab 900 GL '82, 3 dyra, Ijósblár,
beinskiptur, 4 gira. Mjög fallegur og
góður. Gott verð og kjör.
Allar nánari
upplýsingar
í sima 72212.
NOTAÐIR BÍLAR TIL SÖLU - SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ:
Mazda 929 H/T 2000 CC, árg. 1986,
sjálfsk., 2d., hvítur, ekinn 25 þús.
Verð 780.000,-
Saab 900 2000 CC, árg. 1983,
beinsk., 5 gíra, 4d., blásans., ekinn
83 þús. Verð 420.000,-.
Mazda 626 2000 CC, árg. 1984,
beinsk., 5 gira, 2d., rauður, ekinn
40 þús. Tilboð.
Mazda 323 1300 CC, árg. 1981,
sjálfsk., 5d., rauður, ekinn 82 þús.
Verð 180.000,-
Mazda 323 st. 1300, árg. 1980,
beinsk., 5d., orange, ekinn 130 þús.
Verð 120.000,-. Skuldabréf.
Mazda 626 2000, árg. 1980, beinsk.,
5 gira, 4d., brúnn, ekinn 140 þús.
Verð 150.000,-. Skuldabréf.
Mazda 929 2000, árg. 1982, sjálfsk.,
v/s, 4d., grænn, ekinn 45 þús. Verð
330.000,-.
Mazda 323 st. 1,5 árg. 1986, sjálfsk.,
5d., grænn, ekinn 15 þús. Verö
490.000,-
Mazda 626 2,0C GLX, árg. 1984,
beinsk., 5 gíra, 2d., blásans., ekinn
42 þús. Verð 480.000,-
Mazda 323 1,5 GLX, árg. 1986,
beinsk., 5 gíra, 3d., rauður, ekinn
15 þús. Verð 410.000,-
OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 1-5.
mazoB
BtLABORG HF
FOSSHÁLSI 1,
SÍMI 68 12 99