Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1987, Page 4
22
FÖSTUDAGUR 10. JÚLl 1987.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudag 12.
júlí 1987
Árbæjarprestakall. Guðsþjónustur í
Árbæjarkirkju kl. 11.00 árdegis. Org-
anleikari Jón Mýrdal. Síðasta
guðsþjónusta fyrir sumarleyfi sókn-
arprests og starfsfólks safnaðarins.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Breiðholtsprestakall. Guðsþjónusta í
Breiðholtsskóla kl. 11. Organisti
Snorri Bjarnason. Athugið að þetta
er síðasta guðsþjónusta fyrir sumar-
leyfi. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Sr. Ólafur Skúlason.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkór-
inn syngur. Organleikari Marteinn
H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmunds-
son.
Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl.
10. Sr. Gylfi Jónsson.
Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Guðný Margrét
Magnúsdóttir. Hreinn Hjartarson.
Fríkirkjan í Reykjavík. Sr. Gunnar
Björnsson fríkirkjuprestur verður í
sumarleyfi frá 12.07. Staðgengill
hans er sr. Kristinn Ágúst Friðfinns-
son í s. 21558 og s. 689095, Sr. Gunnar
Björnsson,
Hallgrimskirkja, Messa kl, 11. Sr,
Karl Sigurbjörnsson, Þriðjudagur:
Fyrirbænamessa ki. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Landspítalinn, Messa kl, 10. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja. Messa kl, 11, Sr. Tóm-
as Sveinsson.
Kópavogskirkja. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11. Dr. Bjarni
Sigurðsson annast messuna. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson.
Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands
biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Ein-
söngur Ragnheiður Fjeldsted.
Organisti Oddný Þorsteinsdóttir og
stjórnar hún kór Langholtskirkju.
Sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sókn-
arnefndin.
Laugarneskirkja. Guðsþjónusta kl.
11. Sóknarprestur.
Neskirkja. Messa kl. 11. Fermd verð-
ur Yrsa Roca Fannberg, Selvogs-
grunni 3. Orgelleikur Jakob
HaUgrímsson. Miðvikudagur 15. júlí.
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guð-
mundur Óskar ólafsson.
Seltjarnarneskirkja. Helgistund í
umsjá safnaðarins kl. 11. Hugleiðing
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir. Sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Kapella sjúkrahúss Keflavíkur.
Messa laugardag kl. 11. Fermdur
verður Ragnar Ingi Sveinbjörnsson
frá Washington, Réttarvegi 2, Höfn-
um. Kór Keflavíkurkirkju syngur.
Organisti Siguróli Gestsson.
Þingvallakirkja. Guðsþjónusta kl. 14.
Organleikari Einar Sigurðsson.
Sóknarprestur.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 12. júlí
Kl. 08. Þórsmörk, dagsferð. Verð 1000
kr. Þeir sem ætla að dvelja í Þórsmörk
ættu að nota tækifærið núna.
Kl. 10. Afmælisganga nr. 3. Leggjabrjót-
ur-Botnsdalur. Gengið frá Þingvöllum
yfir í Botnsdal. Verð kr. 800.
Kl. 13. Afmælisganga nr. 3. Brynjudal-
Jón Baldvinsson í Menningarstofnun Bandaríkjanna:
Hefur málað
Litrikar olíumyndir eru meginviðfangsefni Jóns Baldvinssonar.
Orgel- og kórtórúeikar í Skálholtskirkju:
Frumflutningur á
verki eftir Hjálmar
H. Ragnarsson
Aðra helgi sumartónleika í Skálholts-
kirkju kemur fram sönghópurinn Hljóm-
eyki ásamt orgelleikaranum Birni Steinari
Sólbergssyni. Þau munu flytja barokktón-
list og einnig samtímatónlist eftir Hjálmar
H. Ragnarsson.
Á laugardag, kl. 15, flytja Björn Steinar
og Hljómeyki efnisskrá sem helguð er J.S.
Bach en klukkan 17 verða síðan tónleikar
sem eingöngu eru helgaðir verkum Hjálm-
ars H. Ragnarssonar. Elsta verkið á efnis-
skrá tónleikanna er frá 1980, samið við
gamla íslenska bæn sem ort er í orðastað
lítils barns. Nýjasta verkið, Credo, er hins
vegar aðeins einnar viku gamalt og samið
við hinn latneska texta trúarjátningarir
ar. Meðal annarra verka má nefna Glor
sem samin var að beiðni Dómkórsins,
Kvöldvísur um sumarmál við texta Stef';
Harðar Grímssonar en Hamrahlíðarkóri
frumflutti það verk á tónleikum sínun
síðastliðnum vetri. Tónleikunum lýkur s
með Ave Maria sem Mótettukór Hallgrír
kirkju frumflutti fyrir rúmlega ári.
sunnudag verða svo þessir tónleikar end'
teknir. Kl. 17 sama dag er síðan mes
Prestur er séra Guðmundur Óli Ólafsso
Skálholti. Orgelleikari er Björn Steir
Sólbergsson og Hljómeyki mun eini
syngja við messu.
i þrjátíu ár
ar.
Sýning á myndverkum Jóns
Baldvinssonar stendur nú yfir í
sýningarsal Menningarstofnunar
Bandaríkjanna og verður til 20.
júlí.
Jón hóf að mála árið 1957, þá
tvítugur að aldri og sjálfmenntað-
ur, og hefur þar með málað í 30 ár.
Hann hóf ekki nám fyrr en árið
1971 í Det Jydske Kunstakademi í
Danmörku og í Myndsýn í Reykja-
vík, undir leiðsögn Einars Hákon-
arsonar og Ingibergs Magnússon-
Jón Baldvinsson hefur haldið
sýningar allar götur síðan 1961 en
síðustu sýningu sína hélt hann í
Listamiðstöðinni í Reykjavík árið
1984.
Hann sýnir nú olíumyndir í
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna.
Sýningin er opin alla virka daga
nema fimmtudaga kl, 8 til 17, frá 8
til 24 á fimmtudögum og frá 14 til
22 um helgar.
Hafharborg, Hafnarfirði:
Danskar grímu-
teikningar
Á dögunum var opnuð í Hafnar-
borg við Strandgötu í Hafnarfirði
sýning á verkum dansks lista-
manns að nafni Andres Hjuler og
sýnir hann þar teikningar af grím-
um.
Andres hefur vinnustofu í Kaup-
mannahöfn. Hann stundaði nám í
listasögu við Árósaháskóla og mál-
aralist, einnig grafík við listaaka-
demíuna í sömu borg 1967-68.
Hann hefur einnig verið við nám í
Frakklandi.
Hjuler hefur haldið fjölmargar
sýningar, meðal annars í listaaka-
demíunni í Árósum, Húsinu i
Kaupmannahöfn og ennfremur
hefur hann haldið sýningar í
Grikklandi.
Sýningin í Hafharborg er opin frá
kl. 14 til 18 frá 9. til 23. júlí.
ur-Hrísháls-Botnsdalur. Ekið í Brynju-
dal og gengið þaðan yfir í Botnsdal. Verð
kr. 800. Afmælisgöngur Ferðafólagsins eru
bæði léttar og skemmtilegar.
Miðvikudagur 15. júlí kl. 20. Bláfjöli.
Farið upp með stólalyftunni. Þetta er létt
kvöldganga í fallegu umhverfi.
Laugardagurinn 18. júlí kl. 8. Hekla. Það
tekur 10 klst. að ganga upp á Heklu og
til baka og tvær klst. akstur hvora leið.
Ógleymanleg gönguferð. Brottför í ferð-
irnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt f. börn m.
fullorðnum.
ÚTIVIST
Útivistarferðir
Dagsferðir sunnudaginn 12. júlí.
Kl. 8. Þórsmörk-Goðaland. Stansað 3-4
klst. í Mörkinni. Verð kr. 1000.
Kl. 13. Sogasel-Vigdisarvellir. Létt ganga
í Reykjanesfólkvángi. Sogin skoðuð en þar
er litadýrð líkt og í Landmannalaugum.
Verð 600 kr., frítt f. börn m. fullorðnum.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Helgarferðir 10.-12. júlí.
1. Þórsmörk-Goðaland. Góð gisting í
Útivistarskélunum Básum. Gönguferðir
við allra hæfi. M.a. verða Teigstungur
skoðaðar en það svæði hefur opnast með
tilkomu göngubrúar Útivistar á Hruná.
2. Veiðivötn. Gengið verður að útilegu-
mannahreysinu við Snjóöldufjailgarð,
skoðuð falleg gígvötn, farið að Hraun-
vötnum og víðar. Tjöld. Einstök ferð.
Sumarleyfi í Básum, Þórsmörk. Ferðir
alla miðvikudaga kl. 8, sunnudaga kl. 8
og föstudaga kl. 20. Heimkoma sömu daga.
Pantið tímanlega. Ilagsferðir í Þórsmörk
alla sunnudaga.
Sumarleyfisferð 9.-12. júlí.
Sprengisandur-Drangey-Kjölur. Brott-
för fimmtud. kl. 8. Örfá sæti laus. Miðviku-
dagsferð í Þórsmörk 15. júlí kl. 8. Dagsferð
og fyrir sumarleyfisgesti. Uppl. og farm. á
skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732.
Leikhús
Ferðaleikhúsið - Light Nights
Sýrtingar Ferðaleikhússins á Light Nights
eru hafnar í Tjarnarbíói við Tjörnina í
Reykjavík. Sýningarkvöld eru íjögur í
viku, á fimmtudags-, föstudags-, laugar-
Alþýðuleikhúsið á leikferð
Já, Alþýðuleikhúsið skeiðar enn um
landið með sýninguna „Eru tígrisdýr í
Kongó?“ og núna sest það að á landsmót-
inu á Húsavík. Sýnt verður í samkomu-
húsinu þar í dag kl. 15,17 og 19, á morgun,
laugardag, kl. 15 og 19 og á sunnudag kl.
14.30. Að loknu landsmóti verður „Eru
tígrisdýr í Kongó?“ sýnt á Akureyri í
Mánasal Sjallans, sunnudagskvöld 12. júlí
kl. 20 og síðan verður sýnt í Víkurröst,
Dalvík, mánudaginn 13. júlí kl. 21.
dags- og sunnudagskvöldum og hefjast
sýningar kl. 21. Light Nights sýningar eru
sérstaklega færðar upp til skemmtunar og
fróðleiks enskumælandi ferðamönnum.
Efnið er allt íslenskt en flutt á ensku.
Tilkyniúngar
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps-
ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun,
laugardaginn 11. júlí. Lagt verður af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10. Takið þátt í
einföldu og skemmtilegu frístundagamni í
góðum félagsskap. Markmið göngunnar
er: samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagað
molakaffi.
Endurnýjun og stækkun síma-
kerfisins í Borgarfirði og á
sunnanverðu Snæfellsnesi
Verið er að ljúka við uppsetningu á nýrri
stafrænni símstöð í Borgarnesi.
Á sama tíma er verið að setja upp nýtt
stafrænt radíósamband milli Reykjavíkur
og Akraness og leggja ljósleiðarastreng
milli Akraness og Borgarness.
Með tilkomu þessara nýju stafrænu kerfa
eykst símaumferðargetan á Borgarfjarðar-
svæðinu og mun auðveldara verður að ná
sambandi við Reykjavíkursvæðið og aðra
landshluta.
Gæði símakerfa og þjónustukostir aukast
verulega með stafrænu símasambandi og
truflanir minnka.
Ljósleiðarinn sem verið er að leggja milli
Akraness og Borgarness er fyrsti áfangi í
nýju stafrænu sambandi milli Reykjavíkur
og Akureyrar. Næsti áfangi, sem einnig
verður lagður í sumar, nær frá Blönduósi
til Sauðárkróks og fæst að honum loknum
varaleið fyrir Skagafjarðarsvæðið.
Stefnt er að því að ljúka við leiðina
Reykjavík- Akureyri f lok ársins 1988.
Á þessu ári verður einnig hafin lagning
Ijósleiðara frá Egilsstöðum til Reyðar-
fjarðar og áfram þaðan til Eskifjarðar og
Neskaupsstaðar. Milli þessara staða vant-
ar varaleið.