Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1987, Side 6
28
FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1987.
Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús
Hlaðvarpiim:
Sjö spegilmyndir
- leik- og tónverk
Leik- og tónverkið Sjö spegil-
myndir eftir Messíönu Tómasdótt-
ur var frumsýnt í vikunni og verður
sýnt áfram í Hlaðvarpanum.
Sjö spegilmyndir er fyrir tvo leik-
ara, flautuleikara og segulbönd um
höfuðskepnurnar utan manneskj-
unnar og innan:
Maðurinn fæðist úr tónlistinni
inn í efnið. í efnisheiminum á sér
stað þróun er ferðast i gegnum rými
og tíma og ef til vill ferðast hann
í gegnum sinn innri mann. Á þessu
ferðalagi mætir hann höfuðskepn-
unum sem birtast honum í gegnum
tónlist, hreyfingu, liti, ljós og ást-
ina. Við ferðalok á hann þess kost
að snúa aftur til tónlistarinnar.
Verkið, sem er án orða, er samið
sem fyrr segir af Messíönu Tómas-
dóttur og finnska tónskáldinu
Patrick Kosk en unnið hefur verið
að algerum samruna tónlistar við
hinn sjónræna og leikræna þátt.
Leikarar í sýningunni eru þau
Þór Tulinius, Ása Hlín Svavars-
dóttir og Kolbeinn Bjamason
flautuleikari. Ágúst Pétursson
hannar lýsingu en aðstoðarmaður
við ljós er Patrick Drake.
Form sýningarinnar er nánast
ritúal eða helgileikur í hringformi.
Þar sem annar helmingur hrings-
ins afmarkast sitja áhorfendur í sjö
fimm manna hópnum sem leikur,
mynd og tónlist höfða til á mismun-
andi hátt.
Verkið, sem tekur eina klukku-
stund í flutningi, verður sýnt í
kvöld og á morgun og 16. til 19.
júlí en að því loknu fer hópurinn
í leikferð um Norðurlönd og sýnir
meðal annars á hinni alþjóðlegu
leiklistarhátíð í Tampere í Finn-
landi.
Form Sjö spegilmynda er nánast ritúal eða helgileikur i hringformi
Bíóborgin
Bláa-Betty (Betty Blue) er þriðja
kvikmynd leikstjórans Jean-
Jacques Beineix. Eins og i fyrri
myndum sínum, Diva og Moon In
The Gutter, fjallar Bláa-Betty um
samskipti karls og konu og konan
er sem áður dularfull en Betty er
mun jarðneskari en kvenhetjur
fyrri mynda Beineix. Önnur aðal-
persónan í Bláu-Betty er Zorg sem
hefur löngun til að verða rithöf-
undur. Viðhorf hans breytist þegar
hann kynnist hinni fögru og ungu
Betty. Bláa-Betty hefur yfirleitt
fengið góða dóma og hefur athygli
manna sérstaklega beinst að aðal-
leikkonunni, Béatrice Dalle, sem
er tuttugu og eins árs gömul stúlka
sem Beineix sá fyrst á forsíðu ljós-
myndatímarits og hreifst af.
Stjörnubíó
Tom Conti er leikari sem er í
miklu áliti hjá undirrituðum.
Stjörnubíó hefur nú hafið sýningar
á nýjustu kvikmynd hans, Krafta-
verki. Meðleikari hans er Terri
Garr sem er virkilega góð gaman-
leikkona. Myndinni er best lýst
sem spennandi gamanmynd. Emilio
Estevez er aðalleikari, handrits-
höfundur og leikstjóri Wisdom er
Stjörnubíó sýnir einnig. Fjallar
myndin um John Wisdom, saka-
mann sem er alltaf á flótta undan
lögreglunni. Við iðju sína nýtur
hann aðstoðar vinstúlku sinnar.
sem leikin er af Demi Moore.
Regnboginn
Richard Pryor er vinsæll gaman-
leikari í Bandaríkjunum en hefur
aldrei náð sömu vinsældum í Evr-
ópu. Kvikmyndir hans eru ærsla-
fullar gamanmyndir og svo er um
Allt í pati (Critical Condition).
Leikur hann Lennihan, misheppn-
aðan kaupsýslumann sem fær sér
lán hjá okurlánara. Án þess að
hann viti notar lögreglan hann sem
tálbeitu en vegna misskilnings er
Lennihan dæmdur til fangelsisvist-
ar. Þá má nefna tvær myndir með
tveimur gulldrengjum í Hollywood,
Á toppinn (Over the Top) með Syl-
vester Stallone og Gullna drenginn
með Eddie Murphy. Þetta eru tvær
myndir sem eru eingöngu fyrir
aðdáendur þeirra.
Háskólabíó
Óskarsverðlaunamyndin Her-
deildin (Platoon) hefur vakið
jafnmikla athygli hérlendis sem
erlendis, enda um sérstaklega
áhrifamikla kvikmynd að ræða.
Eins og flestum er kunnugt íjallar
myndin á raunsæjan hátt um líf
hermanna í Víetnamstríðinu.
Söguþráðurinn er byggður á atviki
úr lífi leikstjóra og handritshöf-
undar myndarinnar, Olivers Stone.
Þetta er snilldarkvikmynd sem
enginn ætti að láta fram hjá sér
fara.
Nýjasta kvikmynd Alans Park-
er, Ángel Heart, er áhrifamikil
kvikmynd sem kemur áhorfandan-
um rækilega á óvart. Aðalhlut-
verkin leika Mickey Rourke og
Robert DeNiro. Angel Heart byrjar
eins og hefðbundin sakamálamynd.
Harry Angel (Mickey Rourke) er
frekar lítilsverður einkaspæjari
sem tekur að sér hvað sem er fyrir
peninga. Hann er boðaður á fund
Louis Cypre (Rober DeNiro), dular-
fulls manns, og fær það verkefni
að hafa uppf á Johnny Favorite,
manni sem horfið hafði nokkrum
árum áður.
I leit sinni að manninum er hver
einasti er Harry yfirheyrir myrtur
á ógeðslegan hátt. Og alltaf lítur
út fyrir að hann sé morðinginn.
Eftir því sem kynni Cypre og Ang-
el aukast verður Angel óöruggari
um sjálfan sig. Hver er hann, hver
er Cypres og hver er tilgangurinn
með leitinni að Johnny Favorite?
Angel Heart hefur alls staðar
fengið lofsverða umfjöllun. Myndin
vekur margar spurningar og eyður
eru fyrir áhorfandann til að fylla
i. Mickey Rourke og Robert De-
Niro fara vel með erfið hlutverk.
-HK
Bíóborgin
Angel Heart
Kvikmyndahús
Laugarásbíó
Djöfulóður kærasti (My Demon
Lover) er gamanmynd með hroll-
vekjandi ívafi sem er um Denni,
unga konu sem er frekar óheppin
í ástamálum. Hún kynnist Kaz sem
er vægast sagt óvenjulegur maður.
Hann er gæddur þeirri ónáttúru
að hrífist hann af konu breytist
hann í dýr og auðvitað hrífst hann
af Denni. Þá má geta úrvalsmynd-
arinnar Hrun ameríska heimsveld-
isins sem er áhrifamikil kvikmynd
um samskipti kynjanna.
Bíóhöllin
Frá því Whoopi Goldberg lék í
The Color Purple hefur hún kosið
að leika i gamanmyndum og er
Innbrotsþjófurinn (Burglar) sú nýj-
asta. I byrjun myndarinnar er hún
nýsloppin úr fangelsi en henni
tekst ekki lengi að feta hinn breiða
veg réttvísinnar og þegar henni er
bent á rán, sem ætti að vera auð-
velt að framkvæma, stenst hún
ekki freistinguna. En margt fer
öðruvísi en ætlað er. Þá frumsýndi
Bíóhöllin gamanmyndina Morgan
kemur heim sem er gamanmynd um
vandræðagemlinginn Morgan sem
tollir hvergi og enginn þolir.
-HK
Sýningar
Gallerí119
v/JL húsið
Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir
þekkta listamenn. Opnunartími er mánu-
daga til föstudaga ki. 12-19, laugardaga
kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18.
Hafnargallerí,
Hafnarstræti.
Hafnargallerí er nýtt gallerí á efri hæð
Bókaverslunar Snæbjarnar í Hafnar-
stræti. Um þessar mundir sýna þar Daníel
Þorkell Magnússon, Sonný Þorbjörns-
dóttir og Guðrún Gröndal.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Nokkrir ungir listamenn hafa tekið hönd-
um saman og opnað sumarsýningu á
Kjarvalsstöðum. Listamennirnir sem sýna
á Kjarvalsstöðum eru ólíkir og nær list
þeirra yfir breitt svið. Þeir eru: Ivar Val-
garðsson, Erla Þórarinsdóttir, Jón Óskar,
Halldór Ásgeirsson, Kees Visser, Sverrir
Ólafsson, Hulda Hákon, Hannes Lárusson
og Birgir Andrésson.
Listasafn ASÍ,
Grensásvegi 16
Sumarsýning safnsins stendur nú yfir. Á
henni eru verk eftir 11 listamenn á sviði
glerlistar, leirlistar, fatahönnunar, málm-
smíði og vefnaðar. Leitast er við að kynna
listamenn og listgreinar sem ekki eru að-
gengilegar í öðrum söfnum í sama mæli
og t.d. málaralist og höggmyndalist eða
aðrar hefðbundnari greinar. Opið er alla
virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-22.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 10—17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn-
inu er ókeypis.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns,
Einholti 4
Opið á sunnudögum kl. 14-16.
Mokka kaffi
v/Skólavörðustíg
Michael Gunter frá Bandaríkjunum hefur
opnað sýningu á svart/hvítum ljósmynd-
um í Mokka kaffi. Á sýningunni eru 31
Ijósmynd og eru þær allar teknar á Islandi.
Nýlistasafnið,
Vatnsstíg 3
I Nýlistasafninu standa yfir þrjár sýning-
ar: Sýning á dúkskurðarmyndum eftir þrjá
unga norska myndlistarmenn en þau heita
Guttorm Nordö, Anne Kraft og Knut
Nerby. 1 miðsal safnsins sýnir Hrafnkell
Sigurðsson dúkþrykksmyndir, og Krist-
bergur Ó. Pétursson sýnir 12 grafíkverk.
Sýningarnar eru opnar alla virka daga kl.
16-22 og um helgar kl. 14-20.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Norræna húsið hefur í mörg undanfarin
ár staðið fyrir sýningum yfir sumarmánuð-
ina á verkum íslenskra listamanna til þess
að kynna norrænum ferðamönnum sem
öðrum athyglisverðar hliðar íslenskrar
listar. Að þessu sinni sýnir Jón Gunnar
Ámason vek sín í sýningarsölum og and-
dyri hússins. Sýninguna nefnir Jón „Sól,
hnífar og skip“ og þar má sjá skúlptúra
unna á árunum 1971-1987. Sumarsýningin
er opin daglega kl. 14-19 til 2. ágúst.
Stofnun Árna Magnússonar.
Handritasýning Árna Magnússonar er í
Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16
til ágústloka.
Þjóðminjasafnið
I bogasal Þjóðminjasafns Islands stendur
yfir sýningin „Hvað er á seyði? Eldhúsið
fram á okkar daga.“ Þar eru til sýnis eld-
húsáhöld frá ýmsum tímum. Opið alla daga
frá kl. 13.30-16.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
I safninu stendur yfir sýning sem byggir
á riti Lúðvíks Kristjánssonar, Islenskum
sjávarháttum, verki í 5 bindum sem nú er
komið út í heild sinni. Sýningin kallast
Árabátaöldin. Teikningar, ljósmyndir og
textar eru úr íslenskum sjávarháttum en
munir úr sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins
og frá ýmsum velunnurum safnsins.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Byggða-, lista- og dýrasafn
Árnesinga,
Tryggvagötu 23, Selfossi
Opið frá kl. 14-17 virka daga og frá kl.
14-18 um helgar á tímabilinu 17. júní til
13. september.
Sýning í Viðey
Á morgun, 11. júlí, opnar Ríkey Ingimund-
ardóttir myndhöggvari sýningu úti í
Viðey. Sýningin verður opin daglega kl.
13-19 og eru stöðugar ferðir alla daga frá
Sundahöfn. Á sýningunni eru þekktar
mannamyndir og fleira og>þelgar Ríkey
sýninguna Halldóri Kiljan Laxness. Sýn-
ingin stendur til 3. ágúst.
Málverkasýning í Menningar-
stofnun Bandaríkjanna
1 Menningarstofnun Bandaríkjanna að
Neshaga 16 stendur yfir sýning á málverk-
um Jóns Baldvinssonar. Sýningin stendur
til 19. júli.