Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 1
5. TBL. LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Elín Mamma var að gefa Sóleyju litlu að borða. Elín kom niður stigann og bað mömmu að lesa fyrir sig. En það gat mamma ekki. Þá varð Elín reið og henti bókinni niður stigann. Guðlaug Ósk Sigurðardóttir, Svalbarði, 531 Hvammstanga. Litli bróðir Einn morgun vaknaði Vala við að einhver var að gráta. Hún flýtti sér inn til mömmu og sá þá að mamma var búin að eignast lítið barn. Þá varð Vala hissa. Pabbi sagði að mamma hefði eignast lítinn strák. Næsta morgun spurði Vala hvað litli bróðir ætti að heita. Mamma sagði að hann ætti að heita Jóhann. Svo fór mamma að gefa litla bróð- ur mat og Vala horfði á. Fanney Elísabet Ragnarsdóttir, Þórsmörk 3, 810 Hveragerði. Júlía og Sindri Einu sinni var stelpa sem hét Júlía. Hún átti lítinn bróður sem hét Sindri. Þegar Sindri fæddist varð Júlía fjarska glöð, en svo þegar Sindri kom heim þá leiddist Júlíu. Mamma var alltaf upptekinn að gefa Sindra að borða og tala við hann og hafði ekki tíma til að leika eða tala við Júlíu. En þegar Sindri stækkaði urðu Júlía og Sindri bestu vinir. Gunnar Hjalti Magnússon, Víðivangi 3, 220 Hafnarfirði. Litli bróðir Síðan mamma kom heim af spítalanum var Anna öfundsjúk út í litla bróður. Mamma gerði allt fyrir hann. Hún gaf honum að borða, drekka og allt saman. Eitt sinn þegar mamma var að gefa litla bróður að borða var Anna að koma 'niður stigann. Þá henti Anna bókinni sem hún var með í hendinni. Mamma varð steinhissa og sagði: „Finnst þér ég gera allt of mikið fyrir litla bróður?“ „Já,“ svaraði Anna. Elva Ásgeirsdóttir, 9 ára, Álfaheiði 2, 200 Kópavogi. Simmi og Dísa Dísa var 7 ára og var nýbúin að eignast bróður. Hún átti heima á Reyðarfirði en mamma fór til Egilsstaða á sjúkrahús. Mamma gaf Dísu bók þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu. Litli bróðir var ekki seinn á sér og reif bókina. Þá varð Dísa reið og klagaði í mömmu. En mamma sagði við Dísu: „Ég gef þér nýja bók.“ Sigrún Birna Björnsdóttir, Hæðargerði 5 C, 730 Reyðarfirði. Karen og litla systir Þegar Karen var 4 ára eignaðist hún litla systur. Hana hafði alltaf langað í systur. Systirin var skírð Hrund. Fyrst fannst Karenu þetta æðislega spennandi. Nú var mamma hennar heima allan daginn og Karen var hætt á dagheimilinu. Karenu fannst mamma og pabbi allt- af vera að gæla við Hrund og hefðu aldrei tíma fyrir sig. Einu sinni þegar mamma var að gefa Hrund matinn sinn varð Karen svo reið að hún henti frá sér nýju bókinni sem amma hafði gefið henni í afmælisgjöf. Skarphéðinn M. Guðmundsson, 9 ára, Grundargötu 43, 350 Grundarfirði. Sigga verður reið Sigga átti lítinn bróður. Einu sinni var mamma að mata hann. Þá spurði Sigga mömmu hvort hún vildi lesa fyrir sig. Mamma sagði: „Ég hef ekki tíma til þess.“ Þá varð Sigga svo reið að hún henti bókinni frá sér og hljóp inn í herbergið sitt. Síðan tók hún eina bók og las hana bara alveg alein. Elín Hanna Elíasdóttir, í'ífubarði 3, 735 Eskifirði. Lilja og Lilla „Lilja mín,“ sagði mamma. „Nú klæðir þú þig og kemur svo til Nínu og Kára í pössun." Lilja gerði það. Svo kom mamma heim með Lillu litlu. Hún vakti svo mikla athygli að Lilja varð afbrýðisöm. Hún reyndi að kasta bók í Lillu. Lilja hitti og mamma fór og rassskellti Lilju. Hildur Ýr Ingadóttir, 8 ára, Hrauntungu 25, 200 Kópavogi. -ÓQj216bniiöTlÍ9\) 6 Ó9A1 BflLf 6ÖÍ7 í- frunI)l9iol 1h íjjcí öiv rój Móí .mu Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 8. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaunin. [ i; i:_ i >', fj #31 iÍPSlBf^tíi fiifj/íielr/Mí iílæaniv un ués nsslöí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.