Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Side 1
Frú Emilía:
Ekki geta allir
leikið fyrstu fiðlu
í kvöld verður önnur sýning á
Kontrabassanum, leikriti eftir
Þjóðverjann Patrick Stiskind, á
Laugavegi 55b.
Kontrabassinn er gamanleikur
og fjallar um kontrabassaleikara í
sinfóníuhljómsveit, um einmana-
legt síðdegi áður en hann fer í
kjólfotin til að spila.
Kontrabassinn ijallar meðal ann-
ars um það hvemig er að lifa sem
atvinnumaður í tónlist, með stóra
drauma - og einmana.
Af skiljanlegum ástæðum geta
ekki allir leikið fyrstu fiðlu. En það
er líka hart að sætta sig við sæti á
aftasta púlti - einkum þegar stefnt
er svo miklu hærra. Einnig um
þetta fjallar Kontrabassinn.
Tilhugsun hins fastráðna kontra-
bassaleikara í sinfóníunni um þá
nauð að eyða því sem eftir er starfs-
ævinnar fjötraður við óhentugasta
og klunnalegasta hljóðfærið gerir
hann næstum vitstola. Fjötraður
við hljóðfæri sem næstum aldrei
er kaÚað fram úr öftustu röð til
einleiks. Það er þess vegna sem
hann spyr sjálfan sig hvers vegna
hann hafi ekki orðið píanóleikari?
Eða söngvari? Eða fiðluleikari?
Alla vega eitthvað sem hefði veitt
honum tækifæri til að sýna hvers
hann er megnugur.
Kontrabassaleikurinn segir frá
erfiðu samlífi með hljóðfærinu
sínu. Eintal sem er í senn fyndið
og sorglegt, jafnvel örvæntingar-
fullt.
Höfundurinn, Patrick Suskind,
er fæddur 1949 og leikritið Kontra-
bassann skrifaði hann sumarið
1980. „Það fjallar um tilveru manns
í htla herberginu sínu - auk fjölda
annarra hluta. Við samningu
verksins gat ég stuðst við eigin
reynslu að því leyti að ég hef eytt
mestum hluta lífs míns í sífellt
minni og minni herbergjum, sem
ég á sífellt erfiðara með að yfirgefa.
En ég vona að einhvern tíma finni
ég herbergi sem er svo smátt og
umlyki mig svo náið að það fylgi
mér þegar ég yfirgef það.
í svona litlu herbergi ætla ég svo
að reyna að skrifa tveggja manna
leikrit sem gerist í mörgum her-
bergjum," sagði Patrick Stiskind
um Kontrabassann ári eftir að
hann skrifaði hann.
Þátttakendur í uppfærslu leik-
hússins Frú Emilía á Kontrabass-
anum eru Árni Pétur Guðjónsson
sem leikur kontrabassaleikarann,
leiksjórn annaðist Guðjón P. Ped-
ersen og leikmynd og búninga sér
Guðný B. Richards um. Þýðingu
gerðu Hafhði Arngrímsson og
Kjartan Óskarsson. J.Mar
tal sem er í senn fyndið og sorglegt - jafnvel orvæntingarfullt. Arni
Pétur Guðjónsson fer með hlutverk kontrabassaleikarans.
DV-mynd KAE.
;j«r> VO.'."'-' ■!■ ■ i.i.i
Royal Ballet of Senegal.
„Royal Ballet of Senegal“
í kvöld, annað kvöld og á sunnu-
dagskvöld mun Royal Ballet of
Senegai skemmta gestum veitinga-
hússins Evrópu, auk þess sem
hópurinn kemur fram í veitingahús-
inu Casablanca annað kvöld.
Royal Ballet of Senegal er litríkur
danshópur með óvenjulega sýningu
og er henni ætlað að gleðja augað.
Dansarnir byggjast á trúarsiða- og
frumbyggjadönsum frá Afríku. í
hópnum eru limbódansari, eldgleyp-
ir, liðamótalaus „snákamaður“ og
töfralæknir. Tónlistin, sem hópurinn
notar, er leikin af þeim sjálfum,
mestmegnis á ásláttarhljóðfæri,
þjóðarhljóðfærið, afrísku trommuna.
-J.Mar
GaJlerí Svart á hvítu
flytur sig um set
Gallerí Svart á hvítu hefur frá fiytja starfsemina um set. þann þátt í starfsemi gallerísins.
stofnun haustið 1986 verið til húsa Nýjahúsnæöiöerátveimurhæð- Gallerí Svart á hvítu verður í
við Óðinstorg. Þótti aðstandendum um, á jaröhæð er rúmgóður framtiðinni opiö alla daga frá kl.
gallerísins orðið fullþröngt um sig sýningarsalur og á efri hæð verður 12,00-18.00 nema mánudaga.
og þegar stærri salur stóð til boða umboðssala gallerísins en ætlunin
við Laufásvegi 17 var ákveðið að er að leggja meiri áherslu en var á
Næturgalinn
Pálmi
- sjá bls. 19
Förumenn á
Kj arvalsstöðum
- sjá bls. 20
Ópera óperaima,
Don Giovanni
- sjá bls. 29
Rauðvínskraum-
aður steinbítur
- sjá bls. 18