Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 3
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 41 f»ETTÁ Litlir trúðar Safnaðu nokkrvim tómum tvinnakeflum. Límdu minna tvinnakefli ofan á það stærra. Þá er komin nokkurs konar beinagrind. Límdu nú pappír umhverfis keflin og límdu á hann litla efnisbúta. Teiknaðu hendur og festu á karlinn. Einnig teiknarðu andlit og notar svo garnspotta fyrir hár. Að lokum býrðu til hatt úr pappír og sömu- leiðis fætur. Hér er aðeins ein hugmynd til að koma þér af stað. Búðu nú til margar gerðir af tvinnakefliskörlum og kerlingum. Skrifaðu til Barna-DV og segðu okkur hvernig karla þú bjóst til! Láttu gjarnan teikningu fylgja með! Góða skemmtun! Felumynd ÍO 19 j .1« .5- 1> •U 7 .11 8 _ .fc /1 - . * n*5 a4 -D ’Tl *25 •Xb .2.7 3 1*2-57 *5« .Sfc S°i Tengdu punktana frá 1 til 2, 2 til 3, 3 til 4, o.s.frv. Þá kemur felumyndin í ljós! Litaðu myndina síðan vel! HITT! Hvaða leið á Búkolla að velja til að kom- ast til Skjöldu? Er það leið nr. 1, 2 eða 3? Sendið svar til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Eggjabrauð brauðsneið egg svolítið smjörlíki Fyrst lætur þú smjörlíki á pönnu og hefur hitann á hæsta stigi, gerir gat með glasi í miðju brauðsneiðar, lætur brauðsneiðina á pönnuna og brýtur eggið og setur það í gatið á brauðinu. Svo steikir þú brauðið og eggið á pönnunni og snýrð því síðan við á hina hliðina. Sif D., 10 ára, Mörk, Akureyri. Kveðjur Ég sendi kveðjur til Ingu Helmu og örnu Ingibergsdóttur. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Vesturbergi 13, 111 Reykjavík. Mig langar að senda mömmu minni af- mæliskveðju, en hún varð 30 ára 14. janúar. Mamma heitir Guðlaug. Hanna Maja, Móatúni 6, Tálknafirði. Besta Barna-DV! Ég er hér með eina gátu: - Hvert verður afkvæmi broddgaltar og slöngu? - Gaddavír! Og svo einn brandari: Það voru einu sinni tvær kindur á beit. Þá sagði önnur allt í einu „ME!“ Þá sagði hin: „Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að segja!“ Bestu kveðjur og þakkir fyrir góð blöð. Sigurlaug Hauksdóttir, 12 ára, Svarfaðarbraut 5, Dalvík. Besta Barna-DV! Ég auglýsti einu sinni í Barna-DV eftir pennavinum. Það sendu mér margir bréf, m.a. stelpa sem heitir Katrín Lilja Ólafs- dóttir. Hún gleymdi að senda mér heimilis- fangið sitt og þess vegna vona ég að hún lesi þetta. Og í leiðinni sendi ég eina gátu: - Að hverju urðu skórnir hans Óla þegar þeir höfðu verið tvo daga í ísskápnum? - Kuldaskóm! Bestu kveðjur. Svava Ólafsdóttir, Miðleiti 6, 103 Reykjavík Jóhanna Erla Guðjónsdóttir. Hún Lísa er í göngutúr í garðinum og flug- an Trippa er að fylgjast með henni. Það er mjög gott veður, sólin skín og eplin á trján- um eru orðin þroskuð. Lísa er að horfa á tréð og' langar í epli en hún nær ekki í það. Svo biður hún Trippu að ná í epli handa sér. Trippa flýgur upp og nær í eitt handa Lísu og annað handa sér. Svo setjast þær í grasið og borða eplin á meðan þær horfa á fuglana og blómin. Ólöf Guðnadóttir, 6 ára, Sólvallagötu 11 (kj.), 101 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.