Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Side 1
\ * 'ýj ‘ - "\ ‘‘ .
#1*1
Ai - :
11
Forráðamenn Fortuna Diisseldorf vilja með engu móti missa Pál Ólafsson:
kk
þá íhuga ég málið
„Páll besti alhliða leikmaðurinn í Þýskalandi, segir Bredemeier, þjátfari Dusseldorf
„Eg var búinn að gefa ákveðið svar um að hætta
að ieika handknattleik með Dusseldorf og halda heim
til Islands í vor að loknu þessu keppnistímabili. Ef
hins vegar forráðmenn Dusseldorf bjóða mér góðan
samning, sem erfitt væri að hafna, þá myndi ég íhuga
málið gaumgæfilega,“ sagði Páll Olafsson í samtali
við DV í gær. Vera kann að Páll Ólafsson verði áfram
hjá Dússeldorf ef marka má ummmæli Horst Brede-
meier í íþróttaþætti vestur-þýska sjónvarpsins á
laugardagskvöldið. I umræddum sjónvarpsþætti
sagoi Bredemeier að Dusseldorf mætti alls ekki við
þvi að missa Pál úr herbúðum félagsins.
• Páll Olafsson i leik með islenska landsliðinu gegn Pólverjum. Páll
segist munu ihuga málin vel fái hann girnilegt tilboð frá Diisseldorf.
Sigurður Bjömsson, DV, V->ýskalandi:
Horst Bredemeier, þjálfari
Diisseldorf, var fenginn í viðtal í
íþróttaþáttinn til aö ræða um frá-
bæra frammistöðu liðsins í Bun-
desligunni í vetur en sem stendur
er liðið í öðru sæti í deildinni. í
upphafi keppnistímabilsins var allt
á huldu með framtíð handknatt-
leiksins hjá félaginu og hefur hin
óvænta frammistaða liðsins komiö
forráðamönnum félagsins sem og
öðrum heldur betur á óvart. Hafa
áformin um að leggja handknatt-
leikinn niöur hjá féiaginu þvi farið
í ruslakörfuna.
• í viðtalinu við Bredemeier
barst í tal að Páll Ólafsson, sterk-
asti leikmaður liðsins, myndi
yflrgefa félagiö í vor og væri aöalá-
stæöan sú að Páll ætlaði af heilum
hug að taka þátt í undirbúningi ís-
lenska landsliðsins í handknattleik
fyrir ólympíuleikana í Seoul.
• „Ef Páll yrði áfrarn hjá okkur
þurftum við að fara fram á frestun
6-7 leikja meðan á þátttöku íslend-
inga á ólympíuleikunum stæði.
Framtíð Páls hjá félaginu þarf að
ræöa alveg sérstaklega á allra
næstu dögum hjá forráðmönnum
félagins þar sem Páll Ólafsson er
álbesti alhliða leikmaðurinn í Vest-
ur-Þýskalandi. Við gerum allt sem
í okkar valdi stendur til halda Páli
hjá félaginu," sagði Horst Brede-
meier í sjónvarpsþættinum.
• Bredemeier sagðist ennfremur
skilja vel áhuga Páls á undirbún-
ingi íslenska landsliðsins fyrir OL.
Viö veröum að hafa í huga að við
stöndum ekki einir frammi fyrir
þessu vandamáli. íslenskir lands-
liösmenn leika meö Essen og
Gummersbach og ég veit að þeir
standa ráðþrota gagnvart þessu
máli eins og við,“ sagði Brede-
meier.
„Skrímslið" varði allt og
Ivanescu sá rauða spjaldið"
íslensku leikmennirnir skoruðu mikið í leikjum heigarinnar í V-Þýskalandi
Siguröur Bjömsson, DV, V-Þýskalandi:
Lið Páls Ólafssonar, Dússeldorf,
tapaði á útivelli um helgina gegn
Dormagen, 17—16, í vestur-þýska
handboltanum. í hálfleik var staðan
8-7 fyrir Dormagen ■ sem var yflr
mestallan leikinn. Leikmenn
Dússeldorf voru taugaóstyrkir og
kom það talsvert niður á leik liðsins.
Markvörður Dormagen, Bardke, átti
stórleik. Bardke þessi er mikill að
vexti eða 2,16 m á hæð og er af mörg-
Sigur hjá
Arsenal
Einn leikur fór fram í gær í ensku
knattspyrnunni. Arsenal lék gegn
Tottenham og sigraði, 2-1.
Alan Smith skoraði fyrst fyrir
Arsenal, Clive Allen jafnaði og það
var síðan Peter Groves sem skoraði
sigurmark Arsenal. -SK
um kallaður „skrímslið" í þýskum
handknattleik.
• í síðari hálfleik var harkan í fyr-
irrúmi og var Ivanescú, þjálfara
Dormagen, sýnt rauða spjaldið. Und-
ir lok leiksins komst Dússéldorf yfir,
15-16, en Dormagen var sterkara á
lokasprettinum. Páll Ólafsson átti
mjög góðan leik með Dússeldorf og
var markahæstur með 6 mörk.
• Lemgo með Sigurð Sveinsson í
broddi fylkingar gerði 22-22 jafntefli
á heimavelli gegn Núrnberg sem
hafði forystu, 12-14, í hálfleik. Lemgo
komst yfir, 22-21, þegar skammt var
til leiksloka en Núrnberg jafnaði. Á
síðustu sekúndum leiksins tókst Sig-
urði Sveinssyni að brjótast í gegnum
vörn Núrnberg en þrumuskot hans
fór í slána. Sigurður var markahæst-
ur í liði Lemgo með 8 mörk.
• Essen var rænt sigrinum af
dómurum og tímavörðum í leiknum
gegn Hofweier. Þegar tímataflan
sýndi að 3. sekúndur væru eftir af
leiknum skoraði Essen mark og
breytti stöðunni í 16-15. Essen fagn-
aði sigri og yfirgaf völlinn og hélt til
búningsherbergis. Þá hófst mikil
rekistefna dómara og tímavarða sem
stóð yfir í hálftíma. Niðurstaðan varð
að þegar Essen skoraði 16. mark
leiksins hafi leiktíminn verið úti.
Úrslitunum var breytt í 15-15. Essen
mun kæra úrslitin.
„Ef einhvern tímann ætti að kæra
leik þá er hiklaust komið tækifæri
til aö láta verða af því að þessu
sinni,“ sagði Alfreð Gíslason eftir
leikinn í samtali við DV. Alfreð
Gíslason var tekinn úr umferð í
leiknum en skoraði samt sem áður 6
mörk og voru fjögur þeirra gert úr
vítum.
• Gummersbach og Milbertshofen
gerðu jafntefli, 17-17, á heimavelli
Milbertshofen í Múnchen.
• Kiel er efst í Bundesligunni með
29 stig eftir 19 leiki, Gummersbach
og Dússeldorf koma næst í öðru til
þriðja sæti, einnig með 29 stig en
hafa leikið einum leik fleira eða 20
talsins. .
• Wanne-Eickel, sem Bjarni Guð-
mundsson leikur með, sigraði Nett-
elstedt 20-25 á útivelli og skoraði
Bjarni sex mörk í leiknum. Wanne-
Eickel er í þriöja sæti í 2. deild.
Akureyringar unnu öruggan sigur yfir Reykvíking-
um í bæjarkeppni í íshokkíi sem fram fór á Akureyri um helgina. Úrslitin
urðu 8-2 en leikurinn var jafn framan af.
í fyrstu lotunni af þremur var jafnræði meö liðunum og staðan að henni
lokinni var 1-1. í næstu lotu fór heldur að síga á ógæfuhliðina fyrir Reykvík-
ingum en þó var staðan að henni lokinni ekki nema 3-2 Akureyri í vil. En
í lokalotunni tóku Akureyringar síðan öll völd, þeir skoruðu þá 5-0 og.unnu
því leikinn 8-2 sem fyrr sagði.
Leikurinn var ágæt skemmtun fyrir áhorfendur en aðstaða til að fylgjast
með er þó ekki nægilega góð við vallarsvæðið ennþá. í gær átti að leika ann-
an leik en honum varð að fresta vegna þess að frystibúnaður.skautasvellsins
bilaði. Mörk Akureyringa í leiknum skoruðu: Sigurgeir Haraldsson 2, Garð-
ar Jónasson 2, Kristján Öskarsson 2, Ueiðar Ágústsson 1 og Héðinn Björnsson
1. Mörk Reykvíkinga skoruðu Gunnar Richter og Þorsteinn Sæmundsson.
Myndin hér að ofan var tekin í leik Akureyringa og Reykvíkinga á laugar-
dag. DV-mynd GK Akureyri