Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 1988. 29 Lífsstfll Nú er nokkuð um liðið síðan nýju umferðarlögin öðluðust gildi og yfirvöld ættu að vera búin að kynna almenningi þau til fulln- ustu. Ekki er þó allt sem sýnist og almennt veit fólk frekar lítið hvað felst í nýju lögunum utan þess að það eigi að aka með beltin spennt og hafa kveikt á ljósunum. Menn hafa bent á og gagnrýnt fjöldamargt í nýju lögunum, til dæmis það að eftir sé að setja um 80 reglugerðir- svo að hægt sé að framfylgja lögunum og í þeim séu fjöldamargir óvissuþættir. Ökuskólinn hf., með Sigurð Gíslason ökukennara í broddi fylk- gildi neinar reglur um hversu marga æfingatíma þurfi að taka. Eða hvaða þekking þurfi að liggja að baki áður en sest er inn í öku- prófið. Ökukennarar hafa margoft bent á þessi atriði og vilja að skýr- ari reglur verði settar um verkleg- an þátt ökunámsins og ékki síður þann sem lýtur aö skólanáminu," segir Sigurður. Fólki er gert erfitt fyrir Fyrir landsbyggðarfólk sem sjaldan kemur til borgarinnar og þá sem búið'hafa erlendis er mjög torvelt að aka í Reykjavík, þaö er líkt og verið sé að gera fólki eins llla merktar götur Merkingar á götum eru víða vit- laust staðsettar, til dæmis er aðalbrautarmerkið lítið notað eða sett á vitlausa staði og jafnvel blas- ir það við þegar menn eru komnir yfir gatnamót. Getum viö þá ekki sagt sem svo að þeir sem settu það upp ætlist til að það gildi aftur fyr- ir sig. Biðskyldumerkið er svo stundum sett þaö langt frá gatna- mótum að enginn sér það. En samkvæmt reglunum á að staösetja það svo að það sé augsýnilegt öllum þeim sem fram hjá gatnamótunum fara. Og það mætti tína margt fleira til. Þetta eru bara tvö dæmi um það meöan merkingarnar eru ékki nógu góðar til að fójk sjái á auga- bragði hver réttur þess er. Lélagar yfirborðsmerkingar Yfirborðsmerkingar á götum eru einnig mjög slæmar og víðast hvar skortir þær algerlega. Hringtorgin eru gott dæmi um það og um hvert og eitt hringtorg í borginni gilda nánast sérstakar reglur. Fólk verð- ur bara að læra það utan að hvernig það eigi að keyra hring- torgin. Enda er það svo að margir veigra sér við að nota þau. Það eru heldur ekki málaöar neinar stýrilínur á göturnar til aö Falin biðskylda. Hvers á ökumaðurinn að gjalda sem ekur Snorrabrautina? En nánast ómögulegt er að koma auga á biðskyldumerkið á Grettis- götunni sem staðsett er á horni Grettisgötu og Snorrabrautar. ingar, hyggst á næstunni bjóða ökumönnum upp á stutt kynning- arnámskeið í nýju umferðarlögun- um og eins verður á námskeiðinu riflað upp það sem farið er að firn- ast af eldri kunnáttu. Á námskeiðinu verður meðal annars kennt að fylla út trygging- arskýrslur. Kynnt hvar hættuleg umferðarhorn í borginni eru. Götu- merkingar og brotalamir á þeim verða skoðaðar og staðir þar sem menn ættu að vera sérstaklega varkárir. Því, eins og Sigurður bendir á, skipulag umferðarmála er með þeim hætti í Reykjavík að vita verður nákvæmlega hvar hættuleg horn, götur og staði, sem eru illa merktir, er að finna. Ökuprófið „Það hefði átt aö byija á því að setja ný lög um ökunám og -próf og síðan hefði átt að setja ný um- ferðarlög. Ökuprófið, sem ungling- ar taka í dag, er allt of létt og það er margoft sem fólk kemst í gegn- um prófið án þess kunna nokkurn skapaðan hlut. Enda ekki nema von því menn eru gjarnir á að nýta sér þann möguleika að ekki eru í A horninu á Vitastig og Hverfisgötu er bifreiðum iðulega lagt svo ná- lægt horninu á Vitastígnum að ómögulegt er fyrir þann sem bíður að sjá bílana sem koma eftir Hverfisgötunni. En enginn aðhefst neitt. Við Höfðabakkaljósin verður mikill fjöldi slysa og umferðaróhappa á hverju ári. Þar þyrfti að breyta still- ingunni á Ijósunum. rfitt fýrir og mögulegt er viö að komast leiðar sinnar. Viðhorfið virðist vera að ókunnugir skuli halda sig heima hjá sér. Gatnamót eru til dæmis ýmist merkt eöa ómerkt og á ómerktu gatnamótun- um gildir hægri reglan svokallaða sem að mínu mati ætti að leggja niður. Hægri reglan er svo sem ágæt, útaf fyrir sig, en hún er mjög villandi fyrir fólk sem ekki þekkir til staðhátta. Hverju þjónar það svo, ef þú ekur einhverja ákveðna götu, að hægri reglan gildi á einum gatnamótum en á þeim næstu sé biðskylda eöa stöðvunarskylda? Það er einungis til að rugla fólk í ríminu óg auka slysahættu. að fólki sé ekki ætlaö að keyra um borgina nema það gjörþekki gatna- Tíðarandi kerfið. Þetta kemur illa við alla, til dæmis keyrir fólk mikið sömu leiö- irnar en þegar það bregöur sér í borgarhverfi, sem það þekkir lítið sem ekkert, þáTendir þaö í vand- ræðum. Veit ekki nákvæmlega hvernig það á að haga sér. Eina ráðið sem hægt er að gefa er að reikna alltaf með hægri reglunni á sýna mönnum hvernig þeir eigi að aka. Það eru ekki einu sinni til teikningar hjá gatnamálastjóra yfir hvernig merkja eigi gatnamót. Það er ekki svo að starfsmenn gatna- málastjórnar, sem eiga að annast merkingarnar, geti flett upp í bók og séð hvernig línurnar eigi aö liggja heldur verða þeir að mála línurnar eins og þeir halda að þær eigi að vera. En ef málaðar eru stýrilínur á götur er yfirleitt látiö nægja að mála þær einu sinni eða á margra mánaða fresti. Þær mást eðlilega út og eftir skamman tíma eru þær horfnar en ekkert er gert til úrbóta. Skoðun ökutækja sýndar- mennska Gatnakerfið er illa hannað, ófull- nægjandi merkingar, beygjur víðast hvar allt of krappar og svona má lengi telja. Menn hafa komist upp með að brjóta af sér í umferð- inni, hvort sem um er aö kenna allt of fáliðaðri lögreglu eða ein- • hverju öðru. Margar brotalamir eru á skoöun ökutækja og raunar er hún einung- is til að sýnast. Einu sinni vann ég á bifreiöaverkstæði og vann við að • gera viö ákveðna bílategund. Eitt sinn fékk ég sendan bíl frá bifreiða- eftirlitinu með grænan miða. Á miðanum stóð að gera þyrfti við rúðuþurrkur og handhemil. Þar sem ég var búinn að vinna lengi við viðgerðir á þessari bílategund vissi ég nokkurn veginn hvar skór- inn kreppti að. Þegar ég fór að skoöa bílinn betur kom í ljós að hann var gjörsamlega bremsulaus Skipulag umferðarmála er slæmt i Reykjavik, segir Sigurður Gísla- son ökukennari. DV-myndir Brynjar Gauti. á afturhjólum. En Bifreiöaeftirlitiö fór einungis fram á aö handhem- ilhnn væri athugaöur. Þetta er glöggt dæmi um það hvernig málin hafa þróast í gegnum árin og það er án efa mikill fjöldi af ökutækjum í slæmu ásigkomulagi sem aka um göturnar en ættu ekki að sjást þar. Skoðun ökutækja hér á landi er því miður hálfgerð-sýndarmennska og þáð gleymist iðulega aö athuga þætti eins og ryð, hemla, stýrisút- búnað og höggdeyfa. Hverjum er hægt að kenna um slysin? Svo verða slysin og það er alltaf talað um að það sé ökumaðurinn sem bregst en raunar vitum við harla lítið um orsakir umferðar- slysa hér á landi. Bílar eru skoðaðir af Bifreiðaeftirlitinu hafi orðið slys á fólki viö árekstur. En sú skoðun er ófullnægjandi að mínu mati. Bíl- ar eru hins vegar ekki skoöaðir eftir umferðaróhöpp til að athuga hvort bilun í þeim sé um að kenna. Yfirleitt er það svo að skuldinni er skellt á ökuþórana. En gæti ekki verið að þau atriði sem ég hef týnt til hér að ofan hafi eitthvað að segja? Það þarf að rannsaka slysin miklu betur og skoða ofan í kjölinn hvað olli hverju og einu. Með þvi gætum við komist aö rótum vand- ans og brugðist viö honum sem skyldi. Það dugar ekki alltaf að kenna ökumanninum um. Aukna fræðslu Það er hægt aö gera fjöldamargt til úrbóta í umferðarmálum. Til dæmis væri hægt að nota sjón- varpið miklu meira í fræðsluskyni. Það ætti einnig hiklaust að senda menn á endurmenntunarnámskeið með ákveðnu árabili til að kynna þeim þær breytingar sem hafa orð; ið á umferðariöggjöfinni síðan þeir fóru síðast á námskeið. Og vel mætti hugsa sér að menn fengju úthlutað ákveðnum punktaijölda þegar þeir fengju ökuprófið og síö- an töpuðu menn stigum þegar þeir lentu í óhöppum og á endanum væri kvótinn tæmdur og þeir þyrftu að taka ökuprófiö upp á nýtt. Það .er út í hött, eins og nú er, að menn fái fyrst ökuskírteini til tveggja ára og síöan fái þeir öku- skírteini sem gildir þangað til þeir verða sjötugir. Það.ber altént ekki vott um að löggjafinn álíti sem svo að menn þurfi á mikilli uppriíjun að halda. Að lokum vil ég svo segja að þaö er ekki von á góöu í umferðarmál- um okkar þegar það, sem við ökukennarar erum aö reyna að kenna nemendum okkar um um- ferðina, stangast á við raunveru- leikann þegar út í umferðina er komið,“ sagði Sigurður -J.Mar I ** * Akreinamerking sem er alitof ná- lægt gatnamótum og þjónar því litlum tilgangk Erfitt að komast leiðar sinnar - segir Sigurður Gíslason LZ7. mmJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.