Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Síða 2
34 LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. Bflar_____________________________________________________________________dv Reynsluakstur Nissan Pathfinder SE 3000: Sportbíll fjallamannsins Nissan Pathfinder SE 3000 - með þessum bíl hefur tekist að sameina sportbilinn og jeppann í einum og sama bilnum. Fljótlega eftir að byrjað var að flytja hingað til lands frá Japan litla pallbíla með drifi á öllum hjólum var byijað að byggja farþegahús yfir pallinn og fá þannig ágæta jeppa með góðu innanrými og miklu plássi fyrir farangur. Sýndu margir bílasmiðir mikið hugvit í þessum yfirbygging- um og margir glæsivagnar litu dagsins ljós. Það hlaut aö koma að því aö bíla- verksmiðjumar í Japan færu inn á sömu braut. fyrst við hér uppi á ís- landi fundum þessa lausn. Frá Toyota kom bíll eins og 4-Runner og frá Nissan kom Pathfinder eða Terr- ano eins og hann nefnist á Evrópu- markaði. Pathfinder þýðir sá sem finnur rétta leið og það virðast þeir hjá Nissan hafa gert því bíllinn var nær samstundis kosinn fjórhjóla- drifni bíll ársins í Bandáríkjunum. þegar hann sá dagsins ljós á þeim markaði. Nú er þessi glæsilegi ,jeppi“ kom- inn hingað tfi lands og umboðsaðfii Nissan hér á landi, Ingvar Helgason hf., valdi þá leið að fá bílana frekar hingað til lands með sama búnaði og á Bandaríkjamarkaði, í stað þeirra gerða sem i boði eru í Evrópu. Þetta var gert vegna þess að á Bandaríkja- markaði eru bílarnir boðnir með betri búnaði og stærri vélum en i Evrópu. Því kallast þessi bíll Path- finder hér á landi í stað Terrano. Vel búinn og sérstætt útlit Hægt er að fá Pathfinder í mismun- andi búnaöi, allt frá grunngerðinni með fjögurra strokka vél, beinskipt- an og með litlum aukabúnaði upp í toppbílinn 3000 SE með V-6 vél og hlaðinn ýmsum aukabúnaöi. Það var einmitt 3000 SE-bíllinn sem DV-Bílar fékk tfl reynsluaksturs á dögunum og viö munum fjalla um í dag. Útlit Pathfinder er harla sérstætt og í því eiga litlir, þríhymdir gluggar aftan við hhðarhurðirnar mestan þátt. Þeir myndast af skástífunum sem eru hluti af veltigrind sem byggð er inn í yfirbygginguna. Þarna fer saman skemmtileg hönnun og jafn- framt lausn á því vandamáli að koma veltigrindinni fyrir svo vel fari. Þessi Otlu, þríhyrndu gluggar gera það að vísu að verkum að þröngt sjónarhorn myndast út til hliðanna og getur hindrað útsýni ökumannsins þegar ekið er inn á gatnamót. Vel má þó vepjast þessu. Pathfinder SE er hlaðinn ýmsum aukabúnaði sem gerir hann spenn- andi og skemmfilegan í akstri. Besti aukabúnaðurinn aö mínu mati er rafstýring á fjöðruninni. Með litlum takka á mifii sætanna getur ökumað- urinn vaOð um hvort hann vfil lungamjúka drossíufjöðrun eða stífa jeppafjöðrun. Með mýkri stfllingunni gefur Pathfinder stóru, amerísku fólksbOunum ekkert eftir í mýkt og þægindum í akstri en með stífu stíll- ingunni svara höggdeyfarnir og fjöðrunin eins vel og hægt er að kjósa sér í akstri við hnökróttar aðstæður eða torfærubrölt. Lipur og kraftmikill I akstri er þessi gerð Pathfinder lík- ari fólksbíl en jeppa. Sjálfskiptingin og V-6 vélin gera það að verkum að hann svarar mjög vel og Oður nánast hljóðlaust áfram. Sjálfskiptingin er með svoköOuðum „power“búnaði - hnappur á skiptistönginni velur á miOi þess að sjálfskiptingin skipti sér hratt og mesta fáanlegt afl náist út úr vél og skiptingu eða að skiptingin svari sem best miðað við hagstæð- asta afl og eyðslu. Með „power“stilOngunni er líkara því að ekið sé í beinskiptum bíl en með sparnaðarstiOingunni er við- bragðið hægara án þess að hægt sé að segja að bílhnn sé latur. 3000 SE-gerðin er með stórum dekkjum sem staðalbúnaði, eða 31x10,5R15, sem gefa bílnum vígalegt útíit og jafnframt aukna aksturseig- inleika. Á móti kemur að svo stór dekk takmarka beygjuradíusinn að mun. Aö þessum gaOa, hvað minni beygjur varðar, frátöldum er bfllinn mjög góöur í stýri, líkastur fólksbíl. Stýrið er með hjálparafli sem gerir það hæfilega Opurt og þótt ekið sé í grófu landslagi er það vart merkjan- legt upp í stýri. Líkt og margir fjórhjóladrifnir bfl- ar í dag er Pathfinder með sjálfstæöa sveiflufjöðrun að framan en heilan öxul að aftan. Þessi fjöðrun að fram- an á sinn þátt í góðum aksturseigin- leikum bflsins en hins veear er ekki TOYOTA BÍLASALAN Simi 687120 OPIÐ virka daga 9-19 Laugardaga 10-17 Toyota Carina Special series ’88, ekinn 15.000 km, hvítur. Verð 630.000. Tegund Verð Toyota Celica Supra ’84 790.000 Toyota Corolla LX ’86 430.000 Toyota Tercel 4x4 '85 480.000 ToyotaCamryGL’85 670.000 Toyota Tercel FWD ’83 310.000 Toyota Corolla LB ’86 450.000 Toyota Corolla LX ’84 330.000 Toyota Camry GL ’83 420.000 Toyota Tercel 4x4 '87 620.000 Toyota Cressida turbo disil '85 680.000 Toyota Celica St ’85 650.000 Toyota LandCrusier ’87 1.090.000 Toyota Carina II ’88 630.000 Toyota Corolla liftback, ’88, 5 dyra, svartur, ekinn 5.000 km. Verð 630.000. Tegund Verð Renault 9 GTL ’86 400.000 Saab 99 GL ’82 310.000 Daihatsu Charade turbo ’87 450.000 Ford Sierra Laser ’84 520.000 Lada Samara '87 210.000 Honda Civic ’83 270.000 BMW318Í ’81 370.000 Honda Civic sp ’85 450.000 Audi 100CC ’85 830.000 MMC Coltturbo ’88 710.000 MMC Galant GLS ’85 480.000 MMCPajero SW ’87 1.350.000 Mazda 626GLX’87 620.000 TOYOTA BÍLASALAN Simi 687120 SELJUM ALLAR tegundir bfla TOYOTA BÍLASALAN Skeifunni 15 - sími 687120 Pétur Pétursson sölustjóri Jón Ragnar Harðarson sölumaður Jóhann HANNÓ Jóhannsson sölumaður Geysigott úrval nýlegra bíla á góðu verði til sýnis og sölu Sýnishorn úr söluskrá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.