Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 6
38
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988.
Bílar
Fallegustu bílar 1 heimi
Duesenberg J-129 Dual Cowl Phaeton árgerð 1929. Þessi bíll hefur unnið til verðlauna á fjölmörgum bilasýningum allt frá því að hann var smíðaður fram til dagsins í dag.
llggliP
WmBm.
Þegar við horfum á kvikmyndir frá
árunum 1920 til 1930 þá eru það oft
bílamir sem vekja meiri athygli en
annað það sem fram kemur í viðkom-
andi kvikmynd.
Ríka fólkið á þessum árum kepptist
við að eiga sem fallegustu bílana og
oftar en ekki voru þeir af einni og
sömu gerðinni: Duesenberg, Meðal
þeirra sem áttu bíla af'þessari gerð
voru olíauðjöfurinn Paul Getty, leik-
ararnir Tyrone Power, Gary Cooper
og Greta Garbo, mafíósinn A1 Capone
og hinn dularfulli Howard Huges.
En hver var þessi Duesenberg? Það
er hægt með réttu að staðhæfa að
þetta hafi verið eitt frægasta vöru-
merkið í bílaheiminum og sá bíla-
framleiðandi sem best tókst að ná til
þess hóps kaupenda sem vildu hafa
allt sem best og glæsilegast í Banda-
ríkjunum á þessum árum.
Fred og August Duesenberg komu
sem ungir drengir frá Þýskalandi
áriö 1885 og byijuðu þegar árið 1903
að smíða sinn fyrsta bíl. Það var Fred
sem var driffjöðrin í smíði bílanna,
en hann var sjálflærður í bílasmíð-
inni. Þeir byrjuðu starfsemina í
bílskúr og þremur árum síðar voru
þeir tilbúnir með kappakstursbíl.
Það var svo árið 1913 sem Duesen-
berg Motor Co. var formlega stofnað
og hóf að smíöa bíla af alvöru. Árin
eftir fyrri heimsstyijöldina unnu bíl-
ar þeirra allar þær aksturskeppnir
sem voni þess virði að vinna. Arið
1921 kom bíll þeirra fyrstur í mark í
Le Mans. Árin 1924,1925 og 1927 var
það Duesenberg sem kom fyrstur í
mark í þeim fræga 500 mílna kapp-
akstri í Indianapolis. Svo var áfram
næstu árin. Meðal annars vann
Bandaríkjamaðurinn Jimmy Murp-
hy það afrek á Duesenberg að vinna
franska Grand Prix kappaksturinn
árið 1921, eini bandariski bílhnn sem
það hefur gert.
En þeir bræður smíðuðu ekki bara
kappakstursbíla heldur einnig
venjulega fólksbfía hlaðna þeirri
bestu tækni sem tækni þess tíma gat
státað af, eins og yfirliggjandi knast-
ásum og vökvahemlum.
Duesenberg Model A, sem kom á
tnarkað 1920 og byggður var á kapp-
ikstursbílunum, var með 90 hestafla
/él og vakti þegar mikla athygli.
Mikil notkun á áli í smíði bílsins og
vökvahemlar á öllum íjórum hjólum,
nokkuð sem Duesenberg var fyrstur
til að nota, var nýjung sem markað-
urinn átti ekki að venjast. Þrátt fyrir
að þessi bíll væri ekki ýkja dýr, 6.500
dollarar, þá gekk hann ekki vel í sölu.
Þeir bræður Fred og August voru
ekki eins góðir í viðskiptum eins og
þeir voru góðir í bílasmíðinni. Árið
1926 gengu þeir tfí samstarfs við Err-
et Loban Cord og frá þeim tíma hófst
hið fræga „Duesy“ tímabil með smíði
bestu bíla i heimi.
E.L. Cord var stórtækur kauphall-
arjöfur og átti bílafyrirtækið Au-
burn-Cord. Hann gekk til liðs við
Duesenberg, hreinlega keypti þá upp,
og þá fóru hjólin fyrst að snúast og
fyrsti Duesenberg J-bíllinn sá dags-
ins ljós. Auk Auburn átti E.L. Cord
einnig Lycoming Motors, verksmiðj-
ur sem framleiddu flugvélamótora
sem enn eru þekktir í dag.
Hlaðnir tækni og þægindum
Bílamir frá DueSenberg skyldu
vera faUegri, stærri, þægilegri og
með meiri tækni en nokkur annar
sá bOl sem fáanlegur væri á markaði.
Þessir bílar veittu eigendum sínum
þægindi og glæsOeika á við bíla eins
og Rolls-Royce eöa Isotta-Fraschini
og afl og hraða eins og Bugatti. Bræð-
umir hönnuðu bO með V-8 vél sem
var með rúmtak sem nam 6,9 lítrum
og gaf frá sér 265 hestöfl. Tveir yfir-
Uggjandi knastásar sáu um að opna
og loka fjórum ventlum á hveijum
strokki - sem sagt 32 ventla bOl.
Hver segir svo að fjölventlavélin sé
ný uppfmning!
Það er greinOega ekkert nýtt undir
sólinni.
Þessi sjö lítra vél var línuvél, þ.e.
alUr strokkamir átta vom í beinni
Unu. Þetta skýrir hve langt vélar-
húsið var á öUum Duesenberg-bílun-
um. Ventlunum fjóram á hveijum
strokki var stýrt af tveimur keðju-
drifnum yfirUggjandi knastásum.
Stimplamir vom úr áli og sömuleiðis
stipmOstangimar. Sveifarásinn var
úr nikkel-krómstáli með fimm höfuð-
legum og þær voru engin smásmíði,
eða sjö sentímetrar í þvermál.
Þótt sveifarásinn hefði verið ná-
kvæmlega jafnvægisstOltur í verk-
smiðjunni þá voru samt settir á hann
nokkurs konar höggdeyfar á mUli
fyrsta og annars strokks. Þessir
höggdeyfar vom tvö hylki, sitt hvor-
um megin á sveifarásnum, og voru
þau 94% fyllt af kvikasilfri. Þegar
kvikasilfrið þeyttist til og frá inni í
hylkjunum þá gleypti það allan
aukatitring sem snúningur sveifa-
rássins orsakaði.
Þessi risastóra vél náði hámarks-
afli sínu við 4:200 snúninga á mínútu,
sem var mjög hár snúningshraði á
þessum tíma, og ekki síður miðað við
það hve alUr hreyfanlegir hlutar vél-
arinnar voru þungir. Þá var slag-
lengd stimplanna frekar mikO, eða
rúmir 9,5 sentímetrar. Til marks um
aflið þá komst SJ-bOlinn frá 0 upp í
100 mOna (160 km) hraða á aðeins 17
sekúndum. En þessar Duesenberg-
vélar voru smíðaðar tO að endast, því
margar þeirra snúast jafn mjúklega
enn þann í dag Ukt og þegar þær
voru smíöaðar fyrir sextíu árum.
Það var þriggja hraða gírkassi sem
sá um að flytja aflið til afturöxulsins
sem var með hálffljótandi öxlum í
hásingu úr áU. Afturöxlarnir voru
sæmUega sverir og greirúlega byggð-
ir tíl að endast, því þeir voru 5,55
sentímetrar í þvermál, en til þess að
spara þyngd þá voru þeir boraðir út.
Reynt var að spara þyngd þar sem
það var hægt án þess að veikja styrk-
leflca. Hins vegar var grindin í
bUnum engin smásmíði, því grindar-
bitarnir voru rúmlega 20 sentímetra
þykkir og grindin var meö sex
þverslám. Líkt og Bugatti þá vissu
þeir Duesenbergbræður að styrkleiki
þýddi betri aksturseiginleika.
Mælaborð sem átti ekki sinn
líka
Duesenberg hafði meiri háttar
mælaborð. TO viðbótar þeim mæl-
um, sem búast mátti við í bO þess
tíma, mátti þar finna hæðarmæli,
snúningshraðamæU, klukku með
innbyggðri skeiöklukku og mæU sem
sýndi þrýsting hemlavökvans.
Þá var þar að flnna fjögur viövör-
unarljós sem tengd voru nokkurs
konar vélrænum heila. Eitt þessara
ljósa kviknaði eftir 750 mOna akstur
tO að minna ökumanninn á að skipta
um olíu á vélinni. Annað ljós kvikn-
aði eftir 1.500 mílna akstur til að
minna á að bæta vatni á rafgeyminn.
Hin tvö voru tengd smurkerfi bíls-
ins, sem knúiö var af vélinni. Þetta
smurkerfi sendi olíu út á þá staöi í
bílnum sem þörfnuðust smurnings,
eins og fjaðraboltar og kúplingsleg-
umar. Ef aUt var í lagi þá logaði rautt
ljós. Ef hins vegar vantaði olíu á kerf-
ið kviknaði grænt ljós. Öfugt við það
sem við mætti búast í bO í dag.
Þessi búnaður þykir harla merki-
legur enn þann dag í dag þegar annar
hver bOl byggir á einhverri örtölvu-
tækni.
Síðar smíðuðu þeir svonefnda SJ-
gerð af þessum bíl og þá var komin
nokkurs konar forþjappa á vélina og
þá gaf hún frá sér 320 hestöfl og kom
bílnum á aUt að 185 kílómetra hraða
og í einstaka tilfellum yfir 200 kíló-
metra hraða. SlOcur hraði var nánast
ótrúlegur á þeim tíma þegar 100 hest-
öfl og 150 kílómetra hraöi þóttu vera
í efri mörkum þess sem mögulegt var
í bílaheiminum.
Þessi forþjappa var miðflóttaafls-
blásari sem vann á sexfóldum
snúningshraða vélarinnar. Við 4.000
snúninga hraða vélarinnar gaf hún
fimm punda loftþrýsting inn á vélina
en snerist sjálf á 24.000 snúninga
hraða á mínútu. Þessi vél kom bíln-
um á 150 kílómetra hraða í öðrum
gír, svo dæmi sé tekið.
Fyrstu bOarnir frá Duesenberg
kostuðu á biUnu 14.000 til 30.000 doll-
ara, en síðar varð verðið nánast án
takmarkana, því þeir bræöur héldu
áfram aö hlaða lúxus í draumabílana
sem þeir smíöuðu.
Góðending
Sérstaklega eftirsóttir urðu bílar
sem teiknaðir voru af Gorden Bue-
hrig sem í dag er 84 ára gamall og
Duesenberg J-295 Town Car frá árinu 1934. Hér sat ökumaðurinn undir berum himni og gat talað við farþegana
afturí í gegnum „rörsima".