Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Síða 8
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988.
40
Bflar
Nú nýlega var haldiö upp á þaö aö
ein öld var liðin síðan skoski dýra-
læknirinn John Boyd Dunlop
(1840-1921) fékk einkaleyfi á fyrsta
loftfyllta hjólbaröa í heimi.
Aö sögn Dunlop-verksmiðjanna
varð þessi uppfmning til nóttina 28.
til 29. febrúar 1888.
Dýralæknirinn, sem var frá Dreg-
hom í Ayrshire, haföi tekið sér
búsetu áriö 1867 í Belfast á Noröur-
írlandi, þar sem hann notaði frítím-
ann til tæknilegra athugana. Einn
daginn tók hann sig til og setti hjól-
barða fyllta með lofti á þríhjól
Johnny sonar síns - og til aö veröa
ekki aö athlægi nágrannanna fór
hann út um nóttina í hjóltúr um
steinlögð stræti Belfast.
Þetta var grunnurinn að einni af
veigameiri uppfinningum nútímans.
Bílar þess tíma voru meö jámhjól-
um, sem síðar fengu heilsteypt
gúmmí, en samt voru þessi ökutæki
harla höst í akstri.
Dunlop var ekki sá fyrsti sem fékk-
hugmyndina um loftfyllta hjólbarða.
Þegar áriö 1836 haföi Belgíumaður-
inn Dietz reynt shka uppfinningu og
síðar Englendingurinn Robert W.
Thompson. Engin þessara tilrauna
leiddi til árangurs, jafnvel þótt
Thompson heföi fengið einkaleyfi á
uppfmningu sinni þegar árið 1846.
Þaö einkaleyfi rann út og þegar
Dunlop sá árangur tilrauna sinna gaf
hann dýralækningar upp á bátinn
og fékk fyrsta einkaleyfið á uppfinn-
ingu sinni þann 7. desember 1888.
lohn Boyd Dunlop (1840-1921), dýralæknirinn sem tókst aó koma fram með
yrstu raunhæfu lausnina á því að nota loftfyllta hjólbarða.
Aldarafmæli
loftfylltra
hj ólbarða
J.B. Dunlop stendur hér við fyrsta reiðhjólið sem framleitt var með loft-
fylltum hjólbörðum.
Hann hóf þá framleiðslu hjólbarða
með gúmmísteypuaðferð sem fundin
haföi verið upp af Bandaríkjamann-
inum Goodyear.
Dekk með slöngu var síðan fundið
upp árið 1891 af Michelin- fyrirtæk-
inu sem stjómað var af bræðrunum
André og Edouard Michehn. Þetta
var algjör bylting því ef sprakk á loft-
fylltum hjólbörðum Dunlops gátu
aðeins sérfræðingar gert við dekkin
en með tilkomu slöngunnar gat nán-
ast hver sem er gert við dekkin.
Dunlop-fyrirtækið var á árinu 1984
selt og var kaupandinn japanska
stórfyrirtækið Sumitomo Rubber
Industries. Þar með var þó ekki sagt
að framleiðslan væri komin í ókunn-
ugar hendur því þessi japanska
samsteypa er sprottin upp úr jap-
önsku fyrirtæki sem John Boyd
Dunlop stofnaði árið 1909. Þessi sam-
steypa er í dag sjötti stærsti framleið-
andi hjólbarða i heiminum.
Volvo 340 GL, árg. 1987, 82 hö, 5
gira, 4ra dyra, ekinn 7.000 km,
beige/metallic, rafm. í rúðum. Verð
625.000.
Volvo 740 GL árg. 1985, 112 hö,
sjálfsk., m/OD, 4ra dyra, ekinn
26.000 km, siifur/metallic. Verð
785.000, toppeintak. Ath. skipti á
ódýrari.
Volvo 245 GL árg. 1987, 116 hö,
sjálfsk., m/OD, 5 dyra, ekinn 19.000
km, blár/metallic. Verð 990.000.
Ath. skipti á ódýrari.
Volvo 340 GL, árg. 1986, 82 hö, 5
gíra, 5 dyra, ekinn 33.000 km, Ijós-
blár. Verð 525.000.
Volvo 240 GL árg. 1984, 112 hö,
sjálfsk., m/OD, 4ra dyra, blár/
metallic, plussáklæði, centrallæs-
ingar. Verð 560.000. Ath. skipti á
Audi 100 cc, árg. 1984, 5 gira, 4ra
dyra, ekinn 96.000 km, hvítur. Verð
650.000, toppeintak. Ath. skipti.
Volvo 740 GLE árg. 1986, ekinn
12.000 km, silfur/metallic, beinsk.,
5 gira, vökvastýri, centrallæsingar,
rafdrifnar rúður og speglar, plussá-
klæði, topplúga, læst drif o.m.fl.
Verð 1.150.000. Ath. skipti á ódýrari.
Volvo 740 GL árg. 1987, 117 hö,
sjáltsk., m/OD, 4ra dyra, ekinn
16.000 km, steingrár. Verð
1.000.000. Ath. skipti á ódýrari.
Volvo 245 GL árg. 1983, ekinn
59.000 km, blár/metallic, sjálfsk.,
vökvast., eins og nýr. Verð 560.000.
Suzuki Swift árg. 1986, ekinn 20.000
km, rauður, sjálfsk., sumar- og vetr-
ardekk. Verð 330.000. Ath. skulda-
bréf.
N N
GOTT VERÐ - GÓÐ KJÖR
Allt að 18 mánaða VOLVO- kjör
NOTAÐIR BÍLAR