Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 1
jT 12. TBL. LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. Alli og píanóið Alli var orðinn fjögurra ára. Hann hét reyndar Alfreð en var alltaf kallaður Alli. Alli var að fara í fyrsta sinn í spilatíma. Hann hlakk- aði mikið'til. Tíminn ætlaði aldrei að líða. Loksins, loksins kallaði mamma: „Alli minn, nú verðum við að fara.“ Alli spratt upp frá dótinu, klæddi sig í snatri og var tilbúinn eftir svo sem mínútu. Nú var hann kominn í spilatímann. Mamma fór. „Jæja“, sagði kennarinn. „Nú skulum við byrja. Sjáðu, svona er C dúr tónstiginn.“ „Ég veit“, sagði Alli. Og kennaranum til mikillar undrunar gat Alli spilað alla tónstigana með báðum höndum. Kannski á Alli eftir að verða píanósnillingur! Hver veit? SVANILDUR ÞORVALDSDÓTTIR, 10 ára, Blönduhlíð 10, 105 Reykjavík. Litli tónlistarmaðurinn Einu sinni var strákur sem hét Óli. Hann lærði á píanó. Einu sinni var Óli að æfa sig með mömmu sinni. Þá sagði hann: „Mig langar ekkert að æfa mig lengur á píanó. Það er svo erfitt“. Svo stóð hann upp en þá sagði mamma: „Æfingin skapar meistarann!“ Eftir þetta æfði Óli sig alltaf og var mjög duglegur að spila á píanó. SÓLVEIG KRISTÍN GUÐNADÓTTIR, 8 ára, Hjallabyggð 3, 430 Suðureyri. Stefán og píanóið Ég heiti Stefán og er níu ára. Ég er byrjaður að læra á píanó. Núna þarf ég að æfa mig vel því að ég er að fara að spila á skólaskemmtun. Ég á að spila lagið „Gamli Nói“. Ég hlakka svo til. í fyrra spilaði ég lagið „Guð á himnum". Það var gaman, nema ég ruglaðist aðeins og varð að byrja aftur upp á nýtt. Píanókennarinn minn heitir Málfríður. Hún er mjög góður kennari. Mamma og pabbi gáfu mér píanó í jólagjöf og ég er alltaf að spila á það. HJÖRDÍS RAFNSDÓTTIR, 11 ára, Skógarási 13, 110 Reykjavík. Óli á píanó. Mamma hans gaf honum það. Óli reynir píanóið. Mamma hans leyfir honum það. Hann á að fara í tónlistarskóla. Mamma hans æfir hann. Hann er bara fimm ára. ÁSLAUG ÞÓRSDÓTTIR, 6 ára, Flúðarseli 74, Reykjavík. Píanóið Einu sinni var lítill strákur, sem hét Siggi. Hann var 7 ára. Hann var að spila á píanó. Siggi ruglaðist í einu laginu og mamma hans sagði við hann: „Þú verður að fara í píanóskóla.“ Síðan fóru Siggi og mamma hans í píanóskólann og Siggi lærði að spila á píanó. Svo fóru þau heim og Siggi spilaði á píanóið. SILJA LIND ÞRASTARDÓTTIR, 6 ára, Hrísateig 10, Reykjavík. Mamma og Tumi Einu sinni var strákur. Hann hét Tumi. Tumi var nýbúinn að eiga afmæli og meðal annars bauð hann ömmu sinni og afa. En vitið þið hvað hann fékk í afmælisgjöf frá þeim? Hann fékk píanó! Benni vinur hans gaf honum blómaskreytingu og var hún látin ofan á píanóið. En þá var að læra á það. Allt í einu mundi Tumi eftir nokkru. Mamma var píanókennari og gat því kennt honum. En hann var svo lítill að hann þurfti bók undir rassinn. Og þá var bara að byrja að læra. Tumi lærði „Gamla Nóa“ og „Maja átti lítið lamb“ fyrst, en svo fóru hin lögin að koma með æfingunni. SIGRÍÐUR ÁKADÓTTIR, 11 ára, Sólvöllum 5, 800 Selfossi. Óli og píanóið Óli sagði við mömmu sína: „Viltu kenna mér á píanóið?“ „Já, já“, sagði mamma. „Ég skal kenna þér að spila.“ Eftir smátíma kunni Óli að leika á píanóið. RUT SIGURÐARDÓTTIR, 8 ára, Heiðnabergi 4, 111 Reykjavík. Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist í 15. tbl. og getur að sögðu hreppt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.