Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Síða 8
44 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. Flugan ferlega heldur fyrsta sæt- inu en myndin um Richie Valens, La Bamba, skýst í 2. sæti og stefnir í stórræði. í 3. sæti má sjá Jón Bónda og má það sama segja um þá mynd að hún er líkleg til af- reka. Bondmyndimar hafa ávallt staðið fyrir sínu hér á klakanum' og þessi mynd verður þar án efa engin undantekning. Páskarnir eru nú framundan og miklar útgáfur fyrir þá, enda marg- ir sem hugsa gott til glóðarinnar fyrir framan skjáinn heima í stofu - það komast jú ekki allir fyrir í skíðabrekkunum. DV-LISTINN 1. (1) The Fly 2. (■) La Bamba 3. (■) The Living Daylights 4. (2) Stella í orlofi 5. (8) April Fools Day 6. (-) From The Hip 7. (-) Big Easy 8. (3) Blind Date 9. (5) Outrageous Fortune 10. (7) Lethal Weapon Grátt gaman APRIL FOOL’S DAY Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Fred Walton. Handrit: Danilo Bach. Bandarísk: 1986 - sýningartimi: 85 min. 1. apríl nálgast og eins og allir vita nota margir þennan dag til að gera grín að vinum og kunningjum. Oftast er þetta saklaust grín og eft- irleikur enginn. Saklausu gríni er þó ekki fyrir að fara í April Fool’s Day sem gerist eina helgi þegar laugardag ber upp á 1. apríl. April Fool’s Day er gerö af sömu mönnum og eru ábyrgir fyrir myndunum um föstudaginn þrett- ánda, einhverjum sóðalegustu hryllingsmyndum sem gerðar hafa verið. Og þeir kunna svo sannar- lega að fá hárin til að rísa á höfði áhorfandans. Myndin gerist eina helgi á éyju nokkurri. Ung stúlka hefur boðið nokkrum skólasystkinum að dvelja hjá sér. Þetta eru léttir krakkar sem ákveðnir eru í að skemmta sér ærlega. Allt gengur snurðulaust fyrsta kvöldið, en strax um morg- uninn vantar eitt ungmennið. Og svo fara þau að týna tölunni hvert á fætur öðru. Þau sem eftir eru telja víst að brjálaður morðingi leynist meðal þeirra og vantreysta aö sjálf- sögöu hvert öðru. Það fer svo að aðeins tvö eru eft- ir, kærustupar, og treystir hvort pn r öðru. Þau eru nú ákveðin í að kom- ast að því hver það er sem er á eftir þeim en þá tekur söguþráðurinn óvænta stefnu sem ekki er vert að fara nánar út í hér. April Fool’s day er ágæt afþrey- ing fyrir þá sem hafa taugar til og kunna að njóta spennumynda á borð við þessa. Að vísu eru nokkrir hnökrar á atburðarásinni sem er þó ekki alvarlegt því hraöinn er mikill. Sem sagt mynd sem hrærir upp í taugakerfl áhorfandans. HK Hugljúf fjölskyldumynd AMY Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Vincent McEveety. Aðalhlutverk: Jenny Agutter, Barry Newman og Nanette Fabray. Bandarísk, 1981 -Sýningartími 101 mín. Amy er kvikmynd eins og þær gerast bestar frá Walt Disney fyrir- tækinu, falleg og hugljúf. Myndin segir frá ungri konu, Amy, sem yfirgefur ríkan eiginmann í byijun aldarinnar til að geta kennt heyrn- arlausum talmál í skóla sem eingöngu er ætlaður blindum og heymarlausum. Mikil vantrú er á slíkri kennslu og mætir hún mót- byr í byrjun, en erfiðið borgar sig og fordómarnir hverfa smátt og smátt. Amy er sérlega þægileg og látlaus mynd sem lítið lætur yfir sér en veitir þess meiri ánægju. Breska leikkonan Jenny Agutter leikur erfitt hlutverk Amy og á hún auð- velt með ásamt börnunum að halda áhorfendum við efniö. HK. Nýjum Bond heilsað THE LIVING DAYLIGHT Útgefandi: Steinar Leikstjóri: John Glen. Framleiðandi: Al- bert R. Broccoli og Michael G. Wilson. Handrit: Richard Maibaum og Michael G. Wilson. Aðalhlutverk: Timothy Dal- ton, Maryam d’Abo og Jeroen Krabbe. Bresk 1987. 126 min. Bönnuö yngri en 12 ára. Það eru án efa margir sem bíða spenntir eftir þessari mynd því Jón bóndi hefur ávallt átt stóran hóp tryggra fylgismanna. Hópurinn stækkar stöðugt og nú er svo kom- ið að frumsýninga Bondmynda er beðið með óþreyju í skemmtanalíf- inu því hér er um uppákomu að ræða frekar en kvikmynd. Þessi Bondmynd markar að mörgu leyti tímamót því hér leysir Timothy Dalton sjálfan Roger Moore af hólmi en hann hefur verið ímynd Bond í liðlega 14 ár. Enn er allt á huldu með það hvort Dalton lifir skiptin af því öðru hvoru berast fréttir af því að hann sé valtur í sessi - verði jafnvel ekki látinn leika í næstu mynd og flokkist því í framtíðinni með George Lazenby hinum ástralska sem „flopp” í kvikmyndasögunni. Reyndar hef ég trú á því að Dalton eigi eftir að sjást aftur í hlutverki njósnara allra tíma. Hann ákveður þegar að reyna ekki að stæla Moore, heldur reyna eitthvaö nýtt. Hann er að vísu ekki eins sjálfsöruggur og Moore og Connery voru. Hlutverk Bond hefur þróast sér- kennilega og þá aðallega fyrir tilstilli aðalleikarans. Sean Conn- ery átti auðvitað mestan þátt í mótuninni sem Bond I. Hann var ímynd karlmennskunnar þar sem hann skokkaði um, hálfnakinn, innan um stóð fagurra kvenna á milli þess sem hann leysti alheims- vanda. Moore var hins vegar öðruvísi í háttum; hann flutti með sér þá persónu sem hann hafði skapað sem Ðýrlingurinn í samnefndum sjónvarpsþáttum og var alls ekkert fyrir það að fækka fotum, enda sannur breskur herramaður. Hú- morinn fór nú að leika mun stærra hlutverk, þannig að sumum þótti nóg um. - Fannst njósnarinn snjalli vera orðinn hálfgerður trúður. Lík- lega hefur þetta verið rétt ákvörð- un hjá Moore og Broccoli því vinsældir myndaflokksins jukust fremur en hitt og ekki sér fyrir endann á því. Ástæðan fyrir því að fólk heillast alltaf af Bond er líklega það alvöru- leysi sem yfir myndunum hvíhr. Þá hafa þær ávaút verið framúr- skarandi skemmtilega unnar tæknilega, þannig að myndirnar eru í raun ein tæknibrellu-uppá- koma. Hér er í raun ósköp hefðbundinn söguþráður sem þarf varla að fjöl- yrða um. KGB setur í gang hræði- legt plott sem Bond verður að leysa. Leikurinn berst um viðan heim en endar samkvæmt venju í rúminu. Bond er að vísu orðinn siðsamari en hann var og heldur sig allan tím- ann við sömu stúlkuna. Glöggir menn hafa bent á að hér megi sjá áhrif frá eyðniumræðunni og má það vel vera. Myndin stendur fyllilega undir nafni og nær Bond sér aftur á strik eftir þann þreytutón sem óumræði- lega mátti greina í Víg í sjónmáli (A View to á Kill). -SMJ lifandi en samt dauð DEADLY FRIEND Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Wes Craven. Aðalhlutverk: Matthew Laborteaux, Kristy Swanson og Michael Sharrett. Bandarísk 1986 - Sýningartími: 87 min. Wes Craven er sjálfsagt þekktast- ur fyrir að hafa leikstýrt myndum um hinn ógnvekjandi Freddy Krueger sem herjar á fólk við Elm Street. í Deadly Friend er hann við sama heygarðshornið, vekur upp dáið fólk og þar eftir götunum. Deadly Friend byrjar svo sem nógu sakleysislega. Unglingur einn, Paul Conway, flyst ásamt móður sinni í nýtt hverfi. Conway þessi er snillingur, hefur háa greindarvísitölu og hefur hannað róbót sem stöðugt bætir sig og er að nálgast það að verða mannlegur. Við hliðina á honum býr ung stúlka, Samantha, sem hann hrífst af. Hún býr með brjáluðum fóður sínum sem misþyrmir henni. Aðrir nágrannar koma við sögu, sérstak- lega kona ein gömul og illgjörn sem gengur frá róbótnum, Paul til mik- illar raunar. Verra er þegar faðir Samönthu hrindir henni niður stiga svo hún hlýtur það mikil meiðsl að henni er ekki hugað líf. Paul er samt ekki á því aö láta vinkonu sína deyja. Með sömu tækni og hann bjó til róbótinn, vek- ur hann Samönthu til lífsins. En vélmenni er ekki sama og lifandi manneskja og brátt kemur í ljós að hann hefur lífgað við ófreskju sem man hverjir gerðu á hlut hennar og hefnd hennar er grimmileg. Deadly Friend er nokkurs konar Frankenstein á tölvuöld. Margt er líkt með Samönthu og ófreskjunni sem Dr. Frankenstein lífgaði við á sínum tíma. Myndin ber það aftur á móti með sér að lítið hefur veriö lagt í hana peningalega og eru því þau atriði ’sem eiga að skelfa sem mest nokkuð ódýr og leikarar standa varla undir nafni. HK. * © l í minningu brjálaða Max SPACERACE Útgefandi: JB myndbönd Leikstjóri: Conrad E. Palmisano. Hand- rit: Jim Lenahan. Aðalhlutverk: Richard Farnswourth og Michael Paré. Bandarísk 1986. 74 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Það þarf ekki að hafa mikið ímyndunarafl til að ráðast í gerð mynda um framtíðina - það sannar þessi uppsuöa úr Mad Max mynd- unum rækilega. Hugmyndaleysið er algert og í raun þaif varla að ræða mikið um myndina. Hér segir frá því þegar jarðarbú- ar eru búnir að stofna nýlendur út um allan geim. Þeir nota sumar pláneturnar sem fanganýlendur þar sem fangamir verða að vinna í námum þar til þeir deyja. Á eina slíka kemur fangi einn, Grange, sem er ákaflega vondur strákur. Hann nær fljótlega yfirráð yfir öðr- um fóngum og nýtir það til að gera uppreisn. Þá virðist aðeins vera einn maður til bjargar og mætást því stálin stinn. Eins og áður segir þá er hér um ófrumlega eftiröpun á Mad Max myndunum að ræða án þess þó aö ná þeim neista sem þar mátti finna. Paré nær allavega engan veginn að koma í stað Mel Gibson í hlut- verki Mad Max. Þá er sorglegt að sjá hinn ágæta leikara Famsworth í jafntómlegu hlutverki en karlinn á betri hlutverk skilið nú í ellinni. Ekki er miklu til kostað við gerð myndarinnar enda heppilegasta sviðið fyrir myndir sem þessar að finna í næstu eyðimörk. Þar má djöflast í sandbingjum án þess að eyða neinu sem dýrmætt er nema tíma áhorfandans. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.