Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 1
■ ■■i ■■mHi ■ Leikfélag Akureyrar: Fiðlarinn á þakinu frumsýndur í kvöld Theódór JúHusson (er með aðalhlutverkið i sýningu Leikfélags Akur- eyrar á Fiðlaranum á þakinu sem frumsýndur verður í kvöld. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld hinn þekkta söngleik, Fiðlar- ann á þakinu, og er þetta í þriðja skipti sem „Fiðlarinn" er settur upp hér á landi. Leikstjóri er Stefán Baldursson, Egill Bjarnason þýddi leiktexta og einnig söngtexta ásamt Þórarni Eldjárn, Ingvar Björnsson sér um lýsingu, Magnús Blöndal Jóhannsson er tónlistarstjóri, Sig- urjón Jóhannsson gerði leikmynd og haföi yfirumsjón með búningum og Juliet Naylor er höfundur dansa. Theódór leikur Tevje. Fiðlarinn á þakinu hefur tvívegis verið sýndur áöur hér á landi, í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Húsavíkur. Róbert Arnfmnsson lék aðalhlutverkið, Tevje, hjá Þjóð- leikhúsinu á eftirminnilegan hátt og Sigurður Hallmarsson á Húsa- vík. í kvöld bætist í hópinn þriðji íslenski leikarinn sem leikur þetta hlutverk en það er Theódór Júlíus- son, einn af reyndustu leikurum Leikfélags Akureyrar. Þegar DV leit inn á æíingu hjá LA í vikunni mátti glöggt sjá að Theódór kemur til meö að skapa eftirminnilegan Tevje á Akureyri. Með önnur helstu hlutverk fara Anna Sigríður Einarsdóttir sem leikur Goldu, konu Tevje. Dætur þeirra hjóna leika Arnheiður Ingi- mundardóttir, Margrét Kr. Péturs- dóttir, Erla Ruth Harðardóttir, Helga Hlín Hákonardóttir, Arn- björg Valsdóttir og Júlía Egilsdótt- ir. Sunna Borg leikur Yentu hjúskaparmiðlara, Gunnar Rafn Guðmundsson Motel klæðskera, Skúli Gautason Perchik stúdent og Þráinn Karlsson leikur Lazar Wolfe slátrara. Fjölmenn sýning Fiðlarinn á þakinu er ein fjöl- mennasta sýning sem Leikfélag Akureyrar hefur ráðist í, en á sjötta tug manna koma fram í sýning- unni, leikarar, kór, dansarar og hljómsveit. Það er því þröng á þingi í gamla Samkómuhúsinu á Akur- eyri og aö mörgu að hyggja svo sýningin geti gengið snurðulaust fyrir sig. En LÁ hefur áður ráðist í mannmörg og erfið verkefni svo ekki er ástæða til aö ætla annaö en að dæmið gangi upp nú sem ávallt áður. Höfundarnir Höfundur sagnanna um mjólkur- póstinn Tevje er Shalom Aleichem sem hét í raun og veru Salomon Rabinovitz og var fæddur 1859 í Úkraínu. Faðir hans var efnaður kaupmaður sem missti allar eigur sínar í mislukkuðum viðskiptum. Móðir hans lést úr kóleru 1872 og Shalom dvaldist hjá móðurforeld- rum sínum þar til faðir hans giftist á ný. Að loknu stúdentsprófi gerð- ist hann kennari, m.a. í rússnesku. Hann hóf ritstörf 18 ára að aldri og skrifaði fyrst ýmist á hebresku eða rússnesku, en það var ekki fyrr en hann hóf að skrifa á jiddisku að hann náði verulegum vinsældum. Hann skrifaði smásögur, leikrit og ljóð og vinsældir hans byggðust fyrst og fremst á kímni og sjálfs- háði í umfjöllun um alvöru hvers- dagslífs gyðinga í Rússlandi, lífs sem krafðist þess að kunna jafn- vægislist fiðlarans á þakinu. Shalom Aleichem hefur verið kall- aður Mark Twain Rússlands og Mark Twain verið kallaður Shalom Aleichem Bandaríkjanna. Shalom Aleichem varð efnaður af skrifum sínum en tapaði aleigu sinni í kauphallarbraski. Árin sem fylgdu í kjölfarið voru ár fátæktar og niðurlægingar og ritstörf hans drógust saman. Það var einmitt á þessum tíma sem sögurnar um mjólkurpóstinn Tevje urðu til, sög- urnar sem eru sjálfstæðar smásög- ur og eintöl sem Tevje segir höfundinum. Aleichem hélt áfram að skrifa sögur af Tevje þar til hann lést árið 1916. Joseph Stein er höfundur hand- rits. Hann fékk níu verðlaun fyrir handritið að „Fiðlaranum". Hann er einnig höfundur handrits fyrir söngleikinn Zorba. Sheldon Harnick, sem er höfund- ur söngtextanna, og Jerry Bock, sem er höfundur tónlistarinnar, störfuðu fyrst saman við söngleik- inn „The Body Beautiful“ árið 1958. Þeir störfuðu síðan saman að nokkrum verkefnum og samstarf þeirra náði hámarki í „Fiðlaran- um“. Mikill áhugi Fyrirhugað er að sýna „Fiölar- ann“ á Akureyri fram í júni og ef marka má fýrirspurnir mun ekki af veita. Pétur Einarsson leikhús- stjóri tjáði DV að mjög mikill áhugi virtist vera fyrir leikritinu og mik- ið væri t.d. um að fyrirspurnir og miðapantanir hefðu borist frá Reykjavík og öðrum stöðum á landinu. Mánaklúbbur: Kynningar- kvöld - fyrir þá sem vilja kynnast klúbbnum Um helgina verða kynningarkvöld fyrir alla þá sem hafa haft hug á að skella sér í Mánaklúbb en hafa ekki látið verða af því. Mánaklúbbur er til húsa á þriðju hæð í sama húsi og Þórscafé en inngangur er á horni Brautarholts og Nóatúns. Salarkynni staðarins eru einkar glæsileg og skiptast í setustofu með bar, danssal þar sem flutt er lifandi tónlist og veitingasal þar sem boðið er upp á sérréttamatseðil. Um helgina mun Guðmundur Haukur svo sjá um að skemmta gest- um staðarins. Guðmundur Haukur heldur uppi fjörinu í Mánaklúbbi um helglna. Beathoven á risaskjá - sjá bls. 19 Islandsmót í tví- menningi - sjá bls. 19 Pönnu- steikt stórlúða - með hvft- lauksijóma- sósu - sjá bls. 18 Hausar og skór sjá bls. 20 DV-mynd banda- listinn - sjá bls. 32 Ef þú vilt útaðborða - sjá bls. 18 Kvik- myndir helgarinnar - sjá bls. 30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.