Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
31
Grafí k frá Frans
Soulages í listasafni Islands og safn Sorliers að Kjarvalsstöðum
Sú var tíðin að Frakkar sáu sér
hag í því að senda hingað merkar
myndlistarsýningar, aðallega á
grafíkverkum.
Síðan hafa dvalið hér nokkrir
opinberir fulltrúar Frakkaveldis,
sem verið hafa fremur áhugalitl-
ir um slíkar sendingar, því mið-
ur.
Nú virðist vera að rofa til í þess-
um málum því að um þessar
mundir er tvær franskar grafík-
sýiúngar að finna í bænum og
báðar hafa til síns ágætis nokk-
uð.
Pierre Soulages hefur lengi verið
eitt af stóru nöfnunum í franskri
myndlist á sjötta áratugnum og því
er fagnaðarefni að Listasafn ís-
lands skuh hafa fengið hingað
sýningu á úrvali grafíkmynda
hans.
í úttektum á þróun vestrænnar
myndhstar eftir síðustu heims-
styrjöld hefur Soulages yfirleitt
farið illa út úr samanburðinum við
hstrænan sálufélaga sinn og sam-
tímamann, bandaríska hstmálar-
ann Franz Kline.
Báðir sérhæfðu sig nefnhega í
gerð stórra afstraktmálverka af
dökkum sveipum eða blökkum, á
hvítum grunni, og þótti mörgum
gagnrýnendum Kline komast betur
frá þess konar málverki en Soulag-
es enda hafði bandarísk myndhst
þá mikinn meðbyr.
Með tímanum urðu menn þess
þó áskynja að markmið þessara
tveggja listamanna voru gjörólík.
Khne lagði mest upp úr átakamik-
hh myndbyggingu en Soulages er
í eðh sínu maður taktfastrar hrynj-
andi og ljósbrigða.
Forsögulegt yfirbragð
Þessir eiginleikar koma berlega
fram á sýningunni í L.í.
Listamaðurinn sker þrykkplötur
sínar niður í óreglulegar einingar
og stilhr meginformum upp þannig
að þau mynda láréttar og lóðréttar
áherslur á víxl eða þá að þau koma
saman í mikla stöpla eða strend-
inga sem hafa á sér forsögulegt
yfirbragð.
Við gerð ætinga sinna notar Sou-
lages tækni sem ég átta mig ekki á
til fuhs en virðist að einhverju leyti
ganga út á mikla sýruböðun svo
mikla að sýran fær iðulega að éta
sig gegnum þrykkplöturnar og
narta utan af þeim.
í prentuninni myndast svo
skjannahvítir reitir eða göt þar sem
áhrifa sýrunnar gætir en þeir virka
eins og ljósgjafar innan í hinum
húmdökku strendingsformum.
Grafík Soulages er mjög „frönsk“
Pierre Soulages - Æting, 1974.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
að því leyti að í henni skarast frum-
stæð kynngi og nútímaleg fágun.
Að Kjarvalsstöðum er sýnt 21
steinprent úr safni Charles Sorher
en þau tilheyra nú hstasafninu í
Sables-d Olonne.
Sorher þessi var einna fremstur
margra snihinga í vinnslu stein-
prents sem gerðu Mourlot grafík-
verkstæðið í París að stórveldi í
nútímagrafík. Á langri starfsævi
eignaðist hann yfir 500 steinþrykk
eftir helstu hstamenn í Evrópu og
gaf þau ofangreindu safni.
Lærifaðir listamanna
Segja má að Sorlier hafi bókstaf-
lega kennt ýmsum listamönnum
að nota steinþrykk auk þess sem
hann tók sjálfur af þeim ómakið
og yfírfærði málverk eða klippi-
myndir þeirra á stein og þrykkti í
takmörkuðu upplagi fyrir þá.
Á sýningunni að Kjarvalsstöðum
eru dæmi um hvorttveggja, þrykk
eftir frumteikningum listamann-
anna á stein (Masson, Tapíes) og
þrykk sem Sorlier gerði eftir mál-
verkum þeirra (Chagah, Picasso
o.íl.) og er tæplega hægt að sjá
nokkurn mun þar á.
Þótt myndirnar á sýningunni
verði tæpiega taldar th merkustu
grafíkverka þeirra listamanna sem
í hlut eiga er þó gaman að fá að
skoða þau í návígi hér uppi á sker-
inu.
Sjálfur hafði ég mesta ánægju af
því að endumýja kynnin við tvo
frumkvöðla í steinprenti, þá
Daumier og Lautrec, hverra mynd-
ir Sorlier þrykkti eftir upprunaleg-
um steinum þeirra.
-ai
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn á Hótel
Sögu föstudaginn 13. maí nk. kl. 17.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félags-
ins.
Stjórn Olíufélagsins hf.
I vörslu óskilamunadeildar
lögreglunnar
er margt óskilamuna svo sem:
reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar,
buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, gler-
augu o.fl.
Er þeim sem slíkum munum hafa glatað bent á að
spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfis-
götu 113, (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00
- 16.00 virka daga.
Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lög-
reglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í
portinu að Borgartúni 7 laugardaginn 30. apríl 1988.
Uppboðið hefst kl. 13.30.
Lögreglustjórinn i Reykjavík
27. apríl 1988
Húsmæðraskólinn
Ósk, ísafirði,
75 ára
Orðsending til nemenda nær og fiær,
yngri og eldri:
í tilefni af 75 ára afmæli skólans verður haldið af-
mælishóf laugardaginn 28. maí næstkomandi. Stefnt
er að því að gestir komi til ísafjarðar á föstudag. Gefst
þá tækifæri til að hittast og rifja upp gömul kynni.
Á laugardag verður skólinn opinn, þar verður yfirlits-
sýning á handavinnu nemenda, yngri og eldri. Gestum
verður boðið upp á kaffi í skólanum. Um kvöldið verð-
ur sameiginlegt hóf í íþróttahúsinu í Bolungarvík og
mun rúta ganga á milli staðanna. Ferðaskrifstofa Vest-
fjarða býður upp á ferðapakka, þ.e. flugfar og hótel-
pláss í 2 nætur og einnig verður veittur afsláttur af
fargjaldi hjá Flugleiðum og Flugfélagi Norðurlands.
Afmælisgestir njóta forgangs með gistingu á Hótel
Isafirði.
Fjölmennum, stelpur
Nemendasambandið
SverrirStormskerer
í Dublin með fríðu
föruneyti og ætlar
aðsigra ísöngva-
keppni sjónvarps-
stöðva hvað sem
veðbankastjórar
segja. I Dublin er
líka Elín Alberts-
dóttirsem flytur
lesendum helgar-
blaðsins nýjustu
fréttiraf víkingaferð
Stormskersins.
Bjartsýnir menn segja
að nú verði bjórfrum-
varpið loksinssam-
þykktá þingi.
Þeirsvartsýnu neita þó
að trúafyrren þeir
halda á fyrstu bjórkoll-
uni ogbendaáað á
þingi hefuralltgengið
gegn bjórnum í nærri
áttatíu ár.
I helgarblaðinu ersaga
bjórmálsins rifjuð upp.
Á Stöð 2 geisa
nú Stríðsvindar-
ein skrautlegasta
sápuópera sem
íslenskumsjón-
varpsáhorfendum
hefur lengið gef-
istkosturáaðsjá.
I helgarblaðinnu
segjum viðfrá
ástum og örlög-
umíþessutröll-
aukna verki.