Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Side 8
32
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
r x
töffarinn
MALONE
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Harley Cockliss.
Aðalhiutverk: Burt Reynolds, Cliff Ro-
bertson og Lauren Hutton.
Bandarísk: 1987 - Sýningartími 92 min.
Ekki er hægt aö segja um Mal-
one, nýjustu mynd Burt Reynolds,
aö hún sé frumleg. Kappinn endur-
tekur hér enn einu sinni töffara-
hlutverkið sem hann hefur
endurtekið margoft. Leikur hans
ber þess einnig merki að hann er
farinn aö eldast, hreyfingar stirðari
en áöur.
Þrátt fyrir vanhæfni Reynolds og
stórar gloppur í handriti er hér um
sæmilegustu afþreyingu að ræða.
Keyrt er á fullu alla myndina.
Reynolds í hlutverki Malone,
fyrrverandi drápara hjá CIA, lend-
ir í því aö bíllinn hans bilar og áður
en hann veit af er hann kominn í
slag við harðsvíraða glæpamenn
sem ætla sér hvorki meira né
minna en taka völdin i Bandaríkj-
unum.
Eins og Burt Reynolds er von og
vísa sættir hann sig ekki við yfir-
gang þessara manna en hefur sig
lítt í frammi í byrjun en þegar fyrr-
verandi samstarfskona hans er
myrt á hrottalegan hátt gengur
hann berserksgang og er lítið eftir
af höfuðstöðvum glæpamannanna
í lokin.
Malone er uppfull af ofbeldi.
Vopnin eru engin smásmíði, tæta í
simdur þann sem verður fyrir skoti
og þar fram eftir götunum. Áður
ör talað um frammistöðu Reynolds.
Aðrir leikarar gera betur, sérstak-
lega Cliff Robertson og Scott
Wilson. HK.
Það er óvenjumikið af nýjum
myndum inni á listanum'að þessu
sinni en hæst ber auðvitað stökk
Eddy Murphy í lögguleik sínum.
Hann veður upp í 3. sæti og mun,
ef að líkum lætur, fara hærra.
Steve Martin er óborganlegur í
Roxanne og er ekki að undra að sú
mynd fellur videóglápurum í geð.
Stríðsmyndin um hamborgara-
hæðina skýst inn á listann og
einnig Eddy stálkrumla. Sá
óskemmtilegi náungi birtist hér í
þriðja sinn, ferskur sem endranær.
Þá tekst véllöggunni að komast í
1. sæti í fyrsta skipti eftir harðvít-
uga baráttu við aðra myndsmelli.
DV-LISTINN
1. (2) Robocop
2. (4) La Bamba
3. (-) Beverly Hills Cop II
4. (3) Jumping Jack Flash
5. (-) Roxanne
6. (1) The Living Daylight
7. (-) Nightmare on
Elm. St. III
8. (-) Hamburger Hill
9. (9) The Sicilian
10. (-) Wise Guys
Á valdi útvarpsins
RADIO DAYS
Útgefandi: Skífan
Lelkstjóri og handritshöfundur:
Woody Allen. Aðalhlutverk: Mia Farrow
og Dianne Wiest.
Bandarfsk: 1987. öllum leyfð. 80 mfn.
Einhverra hluta vegna hefur
Woody AUen ekki tekist að gera
sjálfan sig að söluvöru. Líklega
sækist hann ekki mjög eftir því eins
og sjá má af efni því sem hann tek-
ur fyrir. Líf bandarísku milhstétt-
arinnar, sérstaklega New
Yorkbúans, er hans helsta áhuga-
mál en einnig hefur áhugi hans
beinst að uppvaxtarárunum og
mörgu því sem skapað hefur
Bandaríki nútímans.
Hér tekur hann fyrir uppvaxtar-
ár ungs drengs í sjálfsævisöguleg-
um stíl. Það fer ekki á mUU mála
að þaö er ævi Allens sem hér er
lýst enda tengir hann söguna sam-
an með því að gerast sjálfur
sögumaður. Hann kýs að gera út-
varpið að miðpunkti og lýsir á
skemmtílegan hátt hvemig útvarp-
ið varð stór hluti af daglegu lífi
fólks. Minnisstæðir þættir og út-
varpsmenn fá hér skemmtilega
afgreiðslu og eru ávaUt tengdir ein-
hverri persónulegri uppUfun hjá
AUen.
Undirritaður hefur ekki farið
leynt með aðdáun sína á Allen enda
er hann án efa einn sjálfstæðasti
og merkasti kvikmyndagerðar-
maður Bandaríkjanna. Það verður
þó að segjast eins og er að þetta er
ekki besta mynd kappans og verður
síðar meir örugglega talin tíl hUð-
arspora hans. Þó ágætlega takist
við að draga upp áhrif útvarpsins
verður frásögnin dálítið sundur-
laus og Uöktandi og jafnvel snubb-
ótt.
Sviðsmynd og leikur er í góðu
lagi og húmorinn er á sínum stað.
Aðdáendur AUens geta ekki látiö
þessa mynd framhjá sér fara en
óvíst er hvort hún affar honum
nýrra.
-SMJ
!4
#1
Sjúkur Sikileyingur
THE SICILIAN
Útgefandi: JB-myndbönd
Leikstjóri: Michael Cimino. Handrit:
Michael Cimino og Joann Carell eftir
sögu Mario Puzo. Aóalhlutverk: Chri-
stopher Lambert, Terence Stamp og
John Turturro.
Bandarisk 1987.
Það var ekki laust við að beðið
væri með nokkuri eftirvæntingu
eftir þessari nýjustu stórmynd
Cimino (Deer Hunter, Heaven
Gate, Year of the Dragon). Eftir
stórgóða byrjun þessa umdeUda
leikstjóra Hjartarbanans kom eitt
mesta Uopp allra tíma, HimnahUð,
sem kostaði gjaldþrot kvikmynda-
fyrirtækis og drap vestrana í
nokkur ár.
Nú hafa margir reynt að halda
uppi vömum fyrir HimnahUðið
enda varð hún að ganga í gegn um
mikinn hreinsunareld í kUppingu.
Segja þeir jákvæðu að ef myndin
heföi haldið fjögurra tíma lengd
hefði hún komið betur út en þetta
eru auðvitað vangaveltur. Þá var
mynd Cimino um ár drekans fuU-
komlega oUofað ofbeldisdekur.
Eftir aö hafa horft á þessa mynd
er ekki nema von að menn spyrji
hvort Hjartarbaninn hafi bara ve-
rið heppni. Myndin er í raun
hvorki fugl né fiskur og sama hvar
á hana er litið. Hörmulegust er þó
líklega leikstjórn Ciminos sem er
fuUkomlega mislukkuð. Hann virð-
ist ekki hafa hugmynd um að
hverju hann stefnir og er myndin
í raun brotakennt púsluspif sem
enginn botnar í. Atriði eru bygggð
upp án þess að vera í neinu inn-
byrðis samhengi og engin leið er
að finna söguþráðinn sem þó var
víst fyrir hendi í bók Puzo.
Þá er Lambert eins og frá ann-
arri plánetu í hlutverki sínu sem
afhjúpar fullkomnlega takmarkan-
ir hans sem leikara. Þessi mynd er
því best gleymd og graffn nema
menn séu því meiri aðdáendur
Cimino.
-SMJ
★ !4
Dansað í myrkri
CAN YOU FEEL ME DANCING
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Michael Miller.
Aðalleikarar: Justine Bateman, Jason
Bateman og Michael Miller.
Bandarisk: 1986. Sýningartimi: 100 mín.
Þær eru nokkrar myndirnar sem
gerðar hafa verið um bhnt fólk sem
reypir að spjara sig á eigin vegum.
Þessum myndum er sameiginlegt
að höfðað er til tilfinninga áhorf-
andans. GaUinn við þessar myndir
er að þær líkjast hver annarri fuU-
mikið og er Can You Feel Me engin
undantekning - hvorki verri né
betri en aðrar slíkar.
Myndin er byggð á sannsögulegu
efni. Karin er nitján ára og hefur
verið blind frá fæðingu. Hún hefur
ávaUt lifað í vernd fjölskyldu
sinnar. Þegar hún kynnist ungum
manni, Ritchie, og verður ástfangin
Unnur hún að hana skortir margt
tU að geta lifaö sjálfstætt. Hún berst
samt á móti fjölskyldu sinni og Uyt-
ur að heiman.
AUt gengur vel til að byrja með
en vandamáUn í sambúðinni skjóta
upp kolUnum hvert á fætur öðru.
Ritchie reynist Karin þó mjög vel.
Hann getur samt ekki neitað sér
um að hrósa blindu stúlkunni í
návist annarra og það þolir Karin
ekki. Hún ákveður því að yíirgefa
Ritchie þrátt fyrir að hún elski
hann.
Can You Feel Me Dancing er hug-
ljúf mynd, óvenjuleg ástarsaga sem
krydduð er léttri tónlist og dansi.
Justine Bateman, sem aðaUega er
þekkt úr sjónvarpsþáttunum Fam-
Uy Ties, hagar sér kannski ekki
alltaf eins og blind stúlka mundi
gera en þar fyrir utan sýnir hún
ágætan leik. Þessi kvikmynd spUar
um of á tilfmningar áhorfandans
eins og flestar bandarískar vanda-
málamyndir sem gerðar eru fyrir
sjónvarp. Þá breytast sannsöguleg-
ar persónur myndarinnar úr
venjulegu fólki í skáldsagnaper-
sónur.
HK.
★★!4
íi
Gluggagæir af verstu
SOMEONE WATCHING ME
Útgefandi: Steinar.
Leikstjóri: John Carpenter.
Aðalhlutverk: Lauren Hutton, David Bir-
ney og Adrianne Barbeau.
Bandarfsk: 1978. - Sýningartími 90 mín.
John Carpenter á að baki margar
ágætar hrollvekjur og er taUnn
meðal meistara á því sviði. Hann
fæst þó ekki eingöngu við hroU-
vekjur og er Someone Watching
Me þriUer þar sem ofbeldið er frem-
ur andlegt en líkamlegt. Að nokkru
leyti minnir Someone Watching
Me á annan þekktari þrUler,
Gluggann á bakhUðinni eftir Alfred
Hitchcock. Hér snýst dæmið að
vísu við. Ógnin kemur frá þeim
sem vaktar gluggann.
Aðalpersónan er Leigh Michaels
(Laureen Hutton) sem nýflutt er frá
New York til Los Angeles. Hún er
ekki fyrr flutt inn í nýja íbúð en
hún fer að fá torkennilegar sím-
hringingar og póstsendingar. Hún
tekur þessu með ró í fyrstu en brátt
veröur ljóst að sá sem hringir tU
hennar fylgist nákvæmlega með
öllu sem hún gerir.
Ónæði þetta fer brátt að hafa
áhrif á taugar Leigh og verður hún
uppstökk og bitnar það á vinum
hennar. Sakleysislegar símhring-
ingarnar breytast í hótanir og
stendur Leigh ráðþrota ásamt vin-
um sínum. Lögreglan gétur ekkert
gert meðan sá sem hótar gerir ekk-
ert af sér...
Someone Watching Me ber það
með sér að hún er gerð fyrir sjón-
varp. Sögusviðið er þröngt, fáar
persónur og handritið er nokkuð
laust í reipunum. John Carpenter
gerði þessa mynd 1978 þegar hann
var á mikilli uppleið og bera mörg
atriði með sér að bak við kvik-
myndavéUna er maður sem kann
sitt verk. Ekki verður samt Some-
one Watching Me talin með betri
verkum Carpenters.
Nokkur galli á myndinni er slak-
ur leikur aðalleikaranna. Nokkuð
vantar upp á að Laureen Hutton
nái tökum á hlutverki sínu. Afleið-
ingin er sú að áhorfandinn fær
aldrei samúð með henni. Hún er
samt hátíð á móti David Birney.
Sá leikari sannar enn einu sinni
að hann er á rangri hiUu í líflnu.
Someone Watching Me er þrátt
fyrir ýmsa gaUa ágæt afþreying.
Áhorfandinn missir aldrei þráðinn
og eins og áður sagði fá nokkur
atriði myndarinnar hárin til að
rísa.
HK