Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 35 Hér eru fleiri myndir ’-H-v- úr teiknimyndasamkeppninni! K HITT! GARÐAR FINNSSON, Lynghrauni 5, Reykjahlíð. RÚNA ÁSMUNDSDÓTTIR, 7 ára, Helgamagrastræti 48, Akureyri. ÞÓRÓLFUR, Birkimel 10B, Reykjavík. JÓNÍNA OG BJÖRG, Teigaseli 11, Reykjavík. Fleiri andlit verða birt í næsta BARNA-DV! Sagan af Peðringi, Putta og Patta Texti: Ronald Kristjánsson. Mynd: Ellen MjöU Ronaldsdóttir. Einu sinni voru þrír kettlingar sem hétu Peðringur, Putti og Patti. Þeir voru litlir ólátabelgir sem áttu heima í litlum pappakassa inni í herberginu hennar Ellenar á Rauðalæknum. Einu sinni, þegar Ellen var í skólanum, voru Peðringur, Putti og Patti að reyna að fínna eitthvað skemmtilegt að gera. Hvað átti það nú að vera? Þeir voru búnir að leika sér svo oft að boltanum og kúlun- um sínum að þeir voru búnir að fá svo mikinn leiða á því. Þá langaði að reyna eitthvað nýtt. Skyndilega birtist Tóta tyrðiltappi á herbergisgólfinu. En hún er litla hvíta músin sem býr í búrinu inni í eldhúsi. Hvemig hafði hún nú sloppið út? Ætli Ellen hafi gleymt að loka búrinu þegar hún var búin að gefa henni matinn? „Getið ekki náð mér, getið ekki náð mér,“ tísti Tóta litla tyrðiltappi og hljóp undir rúmið. „Náum henni, strákar,“ hrópaði Putti og spratt á fætur. „Já, gerum það. Eltum hana.“ sögðu Peðringur og Patti í einum kór. Svo hlupu þeir í einum græmun undir rúm Tótu. Gólfið var svo sleipt að þeir runnu eins og beljur á svelli og skullu á vegginn. En sem betur fer meiddu þeir sig ekki. Tóta tyrðiltappi skellihló og stökk upp á skrifborðið. „Þarna fer hún,“ kallaði Peðringur og spólaði af stað. Putti og Patti spóluðu líka. Það fannst þeim voða gaman. Þeir ímynduðu sér að þeir væru torfærujeppar í torfærukeppni. Svo þustu þeir af stað eins og elding og stukku upp á skrifborð þar sem Tóta dansaði af monti. Þegar hún sá þá koma stökk hún niður á gólf en Peðringur, Putti og Patti lentu ofan á stóru litabókinni hennar Ellenar og runnu á henni fram af borðinu og niður á gólf. Þessu fannst Tótu tyrðiltappa gaman að. Tóta tók nú til fótanna og stökk upp á hillu þar sem plötuspilar- inn var. En það hefði hún ekki átt að gera því Patti var svo snöggur að hann stökk líka upp á hillu þar sem Tóta var og nú komst hún ekki neitt. Peðringur og Putti fóru einnig upp á hillu og settu þeir hana á plötu- spilarann, en Patti setti hann í gang og nú fór Tóta að snúast. Hún snerist marga hringi. Hring eftir hring. Patti lét hana snúast enn hrað- ar og nú snerist Tóta litla tyrðiltappi svo hratt að hún flaug af plötuspilaranum eins og trítiltoppur fram á gang. Peðringur, Putti og Patti kútveltust af hlátri. Tóta labbaði reikul í spori, alveg kolring- luð, inn í búrið sitt og sofnaði skjótt. Hún var sko búin að fá nóg af þessum ærslagangi í dag. Allt í einu heyrðist hurð skellast og lítil snör fótatök átta ára telpu bergmála í húsinu. Það var Ellen, komin heim úr skólanum. „Ég er komin heim úr skólanum,“ kallaði Ellen hátt og snjallt. Peðr- ingur, Putti og Patti stukku inn í pappakassann sinn, þóttust vera sofandi og möluðu eins og litlir saklausir kettlingar gera þegar þeim líður vel. „Ósköp er gaman að sjá ykkur, kisurnar mínar,“ sagði Ellen. „Eruð þið búnir að vera sofandi í allan dag. . . ?“ Afmælissalat 1 appelsína (stór) 1-2 bananar 1 epli (stórt) Skorið í bita. Öllu blandað í skál og hrært. Gott er að bera þeyttan rjóma með salatinu. ANNA H. EINARSDÓTTIR, Borgarv. 26, Njarðvík. Jarðarberjaís 1 stór bikar jarðaberjajógúrt 2 msk. jarðarberjamauk 1 dl rjómi Þeyttu rjómann. Hrærðu saman jógúrt og jarðarberjamauki. Blandaðu rjómanum saman við (geymdu svolítið af rjó- manum til að skreyta með). Helltu þessu í 4 há glös. Láttu glösin í frystikistuna í 1 klukkustund. Skreyttu með rjómanum áður en þú berð ísinn fram. KRISTÍN GUÐMUNDSD. Einholti 40, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.