Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 1
17. TBL. LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
Anna og Snati
Einu sinni var lítil stelpa. Hún var 5 ára
og hét Anna. Hana langaði ofsalega mikið
í hund. Hún spurði mömmu og pabba hvort
hún mætti fá hund.
„Við sjáum nú til,“ sagði pabbi.
Daginn eftir fóru mamma, pabbi og Anna
á hundaheimilið og fóru að skoða hunda.
Önnu leist best á hvítan hund með svörtum
flekkjum. Pabba leist best á hvítan hund
og mömmu leist best á alveg svartan hund.
Það varð úr að þau keyptu hundinn sem
Önnu leist best á. Hann kostaði 10 þúsund
krónur. Hann var karlkyns og Anna skírði
hann Snata alveg eins og í vísunni um
Snata og Óla. Önnu fannst vísan nefnilega
svo skemmtileg.
Anna og Snati urðu bestu vinir og léku
sér oft saman. Þegar Anna fékk Snata var
hann 6 mánaða. Anna fór oft út að ganga
með Snata.
Halla Sif Guðlaugsdóttir,
Fjölnisvegi 15, 101 Reykjavík.
linda og Sámur
Linda átti afinæli í dag og mamma henn-
ar ætlaði að gefa henni hund. Þegar hún
kom í gæludýrabúðina kom hún að girðingu
og sá marga hunda en einn þeirra var hvít-
ur og svartur. Maðurinn sagði að hann
héti Sámur. Þá spurði mamma Lindu:
„Viltu fá hann?“
„Já,“ svaraði Linda. Og hún fékk Sám og
nú eru þau bestu vinir.
Ingibjörg Grettisdóttir, 11 ára,
Kóngsbakka 13, 109 Reykjavík.
..........................
Lísa litla og
hvolpurinn
Einu sinni fóru mamma, pabbi og Lísa
litla að skoða hvolpa en þau voru búin að
lofa að gefa Lísu einn hvolp. Lísa sá ósköp
sætan hvolp sem var með blett á Öðru aug-
anu og Lísu langaði í hann. Mamma og
pabbi gáfu Lísu hvolpinn og hún varð him-
inglöð. '
Helga Ámadóttir,
Heiðvangi 17, Hellu, Rangárvallasýslu.
Skemmtilegur
dagur
Einu sinni var strákur sem alltaf hafði
óskað sér að sjá hunda í gæludýrabúð.
Þennan dag sagði mamma hans: „Siggi, nú
skulum við fara og sjá hundana í gæludýra-
búðinni.“
Siggi hrópaði upp yfir sig af ánægju og
fór í úlpuna og skóna. Síðan lögðu þau af
stað. Alltaf var Siggi að spyrja: „Erum við
ekki að verða komin?“
Svo loks komust þau og Siggi flýtti sér
strax að hundunum. Hann sá svartan og
hvítan og brúnan og marga flekkótta
hunda. Þegar þau komu heim fór Siggi í
rúmið og sofnaði.
Jóna Svanlaug Þorsteinsdóttir, 7 ára,
Brekkubæ 31, 110 Reykjavík.
Lappi
Mamma, pabbi og Þórir voru á leiðinni í
gæludýrabúð eftir að hafa ákveðið að kaupa
sér hund. Þórir mátti velja. Hann valdi
hreinræktaðan hvolp, karlkyns labrador.
Þórir og hvolpurinn, sem hét Lappi, léku
sér daglega saman.
Sigurður Andrés Þorvarðarson,
Laufhaga 13, 800 Selfossi.
Guðfinna og Lotta
Guðfinnu hefur alltaf langað í eitthvert
dýr og nú rættist óskin því að hún á að fá
hund. Einu sinni spurði hún hvort hún
mætti fá kött. Það mátti hún ekki því að
pabbi hennar var með ofnæmi fyrir köttum.
Svo mátti hún ekki heldur fá páfagauk því
að mamma hennar var hrædd við páfa-
gauka. Allt í einu var kallað „Guðfinna,
ertu að fara að koma? Við verðum að drífa
okkur í hundabúðina." Það var pabbi sem
kallaði. Guðfinna þaut niður stigann og
beint í bílinn. Svo héldu þau af stað. Þegar
þau komu sá Guðfinna marga fallega
hunda. Hún var lengi að velja sér hund en
svo fann hún eina mjög fallega tík og sagð-
ist vilja eiga hana og foreldrar hennar voru
ekkert á móti því svo þau keyptu hana.
Tíkin var skírð Lotta. Lotta og Guðfinna
urðu góðir vinir. Svo eftir nokkra mánuði
eignaðist hún 5 hvolpa. Þeir voru mjög
sætir. Foreldrar Guðfinnu vildu ekki eiga
svona marga hvolpa svo að þau gáfu þá
alla nema einn. Lottu var alveg sama þótt
hún ætti bara einn. Hún hugsaði mjög vel
um hann og Guðfinna líka.
Elín Sveinsdóttir, 11 ára,
Tjamarlöndum 13, 700 Egilsstöðum
Systkinin
Einu sinni voru þrjú systkini sem hétu
Róbert, Sigrún og Heiðdís. Róbert var 15
ára, Sigrún 13 ára en Heiðdís bara 5 ára.
Þau langaði svo mikið í hvolp en amma
þeirra bjó hjá þeim og hún var með ofnæmi
fyrir hundum.
Eitt sinn sagði hún við krakkana: „Bráð-
um flyt ég í aðra íbúð og þá skal ég gefa
ykkur hund.“ Allir urðu sammála um það.
Svo var það eitt sinn þegar Róbert og Sig-
rún komu heim úr skólanum að amma var
að flytja, ekki langt, bara í næsta hús. Þeg-
ar þau komu inn sögðu mamma og amma
við þau: „Viljið þið ekki fara með Heiðdísi
og velja ykkur hund?“ Þau vildu það og
gerðu. Heiðdísi langaði svo mikið í einn
hundinn og þau tóku hann og skírðu hann
Kát því hann var svo kátur. Bömin áttu
Kát alveg þar til Heiðdís var orðin 17 ára,
en þá dó Kátur því hann varð svo veikur.
Óskar Atli Rúnarsson, 6 ára,
Laufási, 840 Laugarvatni.
Frá Bama-DV:
Margar fleiri frábærar sögur bárust en
því miður getum við ekki birt fleiri. Sérstak-
lega vom sögumar frá HAFDÍSI EYJ-
ÓLFSDÓTTUR, Stekkjarhvammi 20 í
Hafnarfirði, SIGRÍÐI ÁKADÓTTUR, Sól-
völlum 5, Selfossi, KRISTRÚNU LILJU
SÆVARSDÓTTUR, Miðnesi 1, Skaga-
strönd, og AUÐIKARENU GUNNLAUGS-
DÓTTUR, Heiðarlundi 6F, Akureyri,
skemmtilegar og vel unnar. Þið skrifið bara
aftur og vonandi verða sögumar þá birtar!
Bestu þakkir!
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 20. tbl. og
getur að sjálfsögðu hreppt verð-
launin.