Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Page 1
31
19. TBL. LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988.
17. jum
Það var kominn 17. júní og Palli hafði feng-
ið að leika með hljómsveitinni. Allir voru
að hlusta á hann: amma, afi, mamma, pabbi,
Sigga systir, frændi, frænka, Siggi bróðir
og vinir hans og margir aðrir. Kalli var
fimmti í röðinni. Þegar þeir voru búnir að
spila kom skrúðganga sem gekk í tvo og
hálfan klukkutíma.
Þegar þau komu heim töluðu þau um
skrúðgönguna og hvað það hefði verið gam-
an. Allir vinir og ættingjar fengu svo að
borða heima hjá Kalla því 17. júní er jú
auðvitað hátíðisdagur!
Svava Ólafsdóttir,
Miðleiti 6, Reykjavík
■■ • F F
17. jum
Einu sinni var lítill strákur, sem hét Siggi.
Hann spurði mömmu sína hvort hann gæti
fengið að spila á trommur 17. júní. Mamma
sagðist ætla að spyrja hljómsveitarmennina
hvort hann mætti vera með. Hún sagði þeim
að Siggi litli væri í Tónlistarskólanum að
læra á trommur. Kalli litli fékk að vera
með að spila 17. júní og þá varð hann glað-
ur.
Líney Rakel Jónsdóttir,
11 ára, Reykjavík
(Líney, þú gleymdir að skrifa heimilisfang-
ið!)
Frá Bama-DV:
Því miður berast mörg bréfin allt of seint
til birtingar í réttu blaði! Margar ágætar
sögur er því ekki hægt að birta. Vinsamleg-
ast munið að póstleggja bréfin strax á
mánudegi. Svona til undantekingar birtum
við nú nokkrar sögur sem því miður bárust
of seint í síðasta blað!
Bíllinn
Einu sinni voru fjórir krakkar sem hétu
Gunna, Jón, Páll og Vilborg. Þessir krakk-
ar voru vinir og áttu heima í sömu blokk.
Á bak við hana var autt svæði. Þar léku
þau sér alltaf saman.
Dag einn er þau voru að leika sér í París,
sáu þau fjarskalega flottan bíl koma þar
að. Maðurinn, sem átti bílinn, spurði böm-
in hvar Skúlagata 20 væri. Krakkamir
svöruðu að hún væri hinum megin við göt-
una. Maðurinn þakkaði fyrir og fór burt
en skildi bílinn eftir.
Allt í einu segir Jón: „Lyklarnir eru í.
Eigum við að prófa?“ Hin börnin vom ekk-
ert á móti því og hoppuðu inn í bílinn.
„Ég vil fá að keyra fyrstur af því að ég
er elstur,“ sagði Jón sem var 14 ára. „Allt
í lagi,“ sögðu hin bömin og Jón setti í gang.
í sömu svifum kom maðurinn handan við
hornið og sá að það var búið að setja bílinn
í gang. Hann hljóp því að næsta síma og
kallaði á lögregluna.
„Það eru bílaþjófar hér á Skúlagötu 20.
Bíllinn, sem rænt var, er svartur Camaró
Z-28.“
„Allt í lagi,“ sagði lögregluþjónninn og
skaust upp í lögreglubílinn og ók af stað í
hvelli.
Nú hófst mikill eltingaleikur. Krakkarnir
óku upp Klapparstíg og niður Bjarnhóla-
stíg. En allt í einu stöðvaðist Camaró-bíll-
inn af því að hann varð bensínlaus!
Lögregluþjónninn náði krökkunum og fór
með þá niður á lögreglustöð og síðan heim.
Upp frá þessu fengu krakkamir aldrei að
leika sér á auðu svæðinu.
Ragnar Fjalar Þrastarson,
Furugrund 64, Kópavogi
Nýi bíllinn
Einu sinni vom fjögur böm sem áttu heima
hjá mömmu sinni og pabba. Pabbinn var í
útlöndum. Á sunnudaginn kom hann heim
með nýjan bíl. Allir urðu svo ánægðir með
nýja bílinn.
E.Þ.I.
Skagfirðingabraut 10, 550 Sauðárkróki
Dísa, Jakob, Óli og
Anna Lilja
Pabbi hennar Dísu átti nýjan bíl og Óli
sagði: „Mig langar að bruna út um allan
bæ á honum.“ Þá sagði Jakob: „Eigum við
ekki heldur að fara að leika okkur í skott-
inu?“ Anna Lilja sagði: „Leikvun okkur
frekar úti um allt í bílnum, það er miklu
skemmtilegra.“
Þá sagði Dísa: „Nei, ég vil þetta ekki.
Pabbi minn vill ekki láta skemma nýja bíl-
inn sinn.“ Svo hrópuðu allir krakkarnir:
„Leikum okkur í mömmó í kofanum.“
„Já, það skulum við gera og keyra bara
bílinn í þykjustunni.“
Pabbi kom og sagði: „Hvað viljið þið?“
„Við viljum gjarnan fá frostpinna og keyra
um í nýja bílnum,“ sögðu bömin. Svo fóru
þau út að keyra og fengu frostpinna.
Þegar þau komu heim, sagði mamma:
„Guð minn góður, pabbi, það er ekki
nammidagur í dag! Hann er á morgun!“
Krakkamir fóru að skellihlæja og skríkja.
„Ég var alveg búinn að gleyma því,“ sagði
pabbi.
Þá sagði mamma: „Krakkaskammirnar
ykkar, að plata pabba svo til að kaupa frost-
pinna handa ykkur!“ Svo lokaði hún þau
inni í herbergi.
„Það var Dísa sem plataði pabba,“ sögðu
krakkarnir.
Þá fengu börnin að fara út á leikvöll en
mamma kom með kúst og rassskellti pabba!
Köttur úti í mýri
setti upp á sér stýri
úti er ævintýri.
Björk Viggósdóttir, 6 ára,
Njálsgötu 59, 101 Reykjavík
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 22. tbl.
og getur að sjálfsögðu hreppt
verðlaun.
■
.
. ■:
■