Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Blaðsíða 1
Nafnlausa sagan Dag einn sagði Lísa við pabba sinn: „Viltu kaupa handa mér litabók og liti fyrir útileguna í næstu viku?“ „Já, ef ég má skoða í veiðibúðina,“ svaraði pabbi. Þegar Lísa var aft- ur komin inn í bílinn eftir að hafa keypt dótið sagði pabbi: „Jæja, nú fer ég og skoða í veiðibúðina.“ „Vertu ekki lengi,“ sagði Lísa. Svo hvarf hann fyrir næsta götuhorn. Lísa tók fram litina og litabókina og byrjaði strax að lita. Svo gafst hún upp á því og beið og beið. Hún var farin að gráta þegar pabbi kom loksins. (En þetta voru bara 5 mínútur.) Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri. Úti er ævintýri. Friðfinnur Gunnarsson Frostaskjóli 14, Reykjavík Týndi liturinn Hulda átti afmæli en ætlaði að halda upp á það daginn eftir. Hún fékk litabók frá foreldrum sínum og liti frá bróður sínum. Hulda byrj- aði strax að lita. Allt í einu fann hún ekki flottasta litinn sinn. Hún fór að gráta. Þá koma mamma hennar og spurði hvað væri að. „Ég finn ekki litinn minn.“ Þá leit mamma í vasann hjá Huldu og liturinn var þar. Oddlaug Sjöfn Árnadóttir, 11, ára, Brekkulæk 6, Reykjavík Vettlingurinn Einu sinni var stelpa sem hér Dagný. Einu sinni fékk hún að fara út með nýja vettlinga sem mamma hafði keypt. Þegar Dagný kom inn aftur grét hún. Hún hafði týnt vettlingunum og líka húfunni sinni. En þegar hún fór út daginn eftir lágu vettlingarnir og húfan á tröppun- um. Hrönn Jónsdóttir Lækjarhvammi 9, 370 Búðardal Iilla eyðileggur allt Ég heiti Rósa. Ég á lítinn bróður og litla systur. Litla systir er eins árs og litli bróðir er fjögurra ára. Ég er átta ára. Ég vil skipta á litlu systur en mamma leyfir mér það ekki. Mér finnst litlar systur frekar. Litla systir er alltaf að krassa í gömlu litabókina mína en hún má ekki krassa í nýju litabókina mína. Einu sinni átti ég að passa litlu systur. Þegar mamma koma heim var ég að gráta. „Af hverju ertu að gráta?“ spurði mamma. „Lilla reif nýju litabókina mína,“ svaraði ég. „Við förum bara og kaupum nýja litabók,“ sagði mamma. Ég var dálít- ið hnuggin og mamma sá strax hvað ég var leið. Hún sagði: „Við skulum líka kaupa ís.“ Við fórum og keyptum þetta og svo fórum við heim að sofa. „Góða nótt.“ Hildur Þóra Magnúsdóttir, 8 ára, Eyjabakka 12, Reykjavík Nýja blokkin Það var komið kvöld. Sif hafði fengið teikniblokk um daginn og var að teikna í hana. Hún var fyrst að teikna með blýanti en fór svo ofan í með tússlitum. En nú hafði oddurinn á blýantinum stungist í hönd- ina á Sif. Hún fór að gráta og fór til mömmu sinnar. Mamma hennar hét Rán og hún lét plástur á höndina á Sif og sagði að þetta hefði sem betur fer ekki verið blýeitrun. Svava Ólafsdóttir Miðleiti 6, 103 Reykjavík Dísa litla Einu sinni var lítil stelpa sem hét Dísa. Hún átti heima hjá mömmu sinni og pabba í blokk í Breiðholti. Dag einn sagði mamma hennar: „Nú ert þú oriðin svo stór, Dísa mín, að þú getur farið alein í strætó að heimsækja ömmu þína.“ Fyrst varð Dísa spennt og ánægð. Hún tók til dótið sitt sem hún ætlaði að hafa hjá ömmu. Hún setti það allt í tösku. Það var litabók, litir og teiknipappír. Dísa beið svolitla stund úti á stoppistöð. Svo kom strætisvagninn. Dísu fannst hann svo lengi á leiðinni, því amma átti heima lengst vestur í bæ. Þess vegna tók Dísa upp litina og blokkina og byrjaði að teikna. En hún gleymdi að fara úr strætisvagninum á stoppistöðinni hjá ömmu. Hún var næstum því komin heim til sín aftur. Þess vegna fór hún að hágráta og hætti ekki að gráta fyrr en hún kom heim til mömmu sinnar. Svo fór hún aðra ferð til ömmu og mundi þá eftir að fara út á réttum stað. Ólafur Þór Bjarnason, 10 ára, Breiðholtinu Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 28. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaun. s s S &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.