Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Page 1
FjórðimgsmótVesturlands
- á Kaldármelum
Það er vonandi að veðurguðirnir leiki við hestamenn um helgina eins og á síðasta fjórðungsmóti Vestur-
lands sem haldið var árið 1984.
Nú um helgina er haldið á Kaldár-
melum mikið hestamannamót,
íjórðungsmót Vesturlands. Það eru
sjö hestamannafélög á Vesturlandi
og Vestfórðum sem standa að þessu
móti sem hófst 30. júní og mun
standa fram á sunnudag, 3. júlí.
Mótið hófst á fimmtudag með
kynbótadómum en Þorkell Bjama-
son og hans menn hafa frá því um
miðjan maí ferðast um flórðunginn
og valið kynbótahross á mótið.
Hafa nú 35 hryssur og 11 stóðhestar
áunnið sér rétt til þátttöku í mótinu
sem einstaklingar.
Hópar frá sama bæ
Einnig verða tveir stóðhestar
sýndir með afkvæmum. Sjö hryss-
ur verða afkvæmasýndar og sex
hrossabú sýna framleiöslu sína. Á
fyrri mótum hafa verið sýndir
ræktunarhópar út af einhveiju
ákveðnu hrossi en nú koma fram
hópar sem eru fæddir á sama bæ.
A mótinu verður keppt í 150 og
250 metra skeiði, í 250, 350 og 800
metra stökki og í 300 metra brokki.
Verðlaun eru hæst í 250 metra
skeiði, 26.000 krónur fyrir fyrsta
sætið.
Danspallur og grillmatur
Miklar framkvæmdir hafa verið
á Kaldármelum vegna mótsins.
Nýr hringvöllur hefur verið gerður
og tvö hús hafa verið sett upp.
Einnig hefur verið settur upp dans-
pallur á svæðinu þannig að gestir
mótsins þurfa ekki að fara af svæð-
inu til að komast á dansleik. Þess
má geta að aðgangur að danspalli
er innifalinn í miðaveröi.
Á mótsstaö verður öll almenn
veitingasala og á kvöldin verður
hægt að kaupa mat af útigrilli sem
Gunnar Páll Ingólfsson sér um. Á
svæðinu eru næg tjaldstæði. Alla
gæslu annast björgunarsveitirnar
á Vesturlandi sameiginlega.
Möguleiki á útreiðum
Aðstaða fyrir feröahross verður
í landi Snorrastaða gegnt mótsvæð-
inu. Verða hrossin rekin í aðhald
tvisvar á dag þannig að fólk hefur
möguleika á því að stunda útreiöar
þá daga sem mótið stendur. For-
maður framkvæmdanefndar er
Tryggvi Gunnarsson á Brimilsvöll-
um og framkvæmdastjóri er Erna
Bjarnadóttir, Stakkhamri.
Ólympíuhlaup
- á tveim stöðum á landinu
í tilefni ólympíudagsins, sem var
hinn 21. júní síðastliðinn, verður
haldið ólympíuhlaup á laugardag, 2.
júlí. Hlaupið hefst í Reykjavík kl.
11.00 á túninu við sundlaugina í
Laugardal og á Akureyri kl. 14.00 á
Ráðhústorginu. Hlaupið verður 5 og
10 kílómetra.
Eyðublöö til skráningar fyrir
hlaupið liggja frammi á sundstöðum
á höfuðborgarsvæðinu og á Akur-
eyri. Skráningu í Reykjavík lýkur í
dag, 1. júlí, og getur fólk utan af landi
skráð sig í síma 91-685525. Á Akur-
eyri geta hlauparar skráð sig sam-
dægurs.
Verðlaun í hlaupinu verða minnis-
peningar Ólympíunefndar íslands,
einnig verða dregin út sjö pör af
Nike-skóm í Reykjavík og 3 pör á
Akureyri, síðan fá allir stuttermaboli
í viðurkenningarskyni fyrir þátttöku
í hlaupinu.
Skráningargjald er 200 kr. fyrir
fullorðna og 100 kr. fyrir 16 ára og
yngri. Það eru Frjálsíþróttasamband
íslands, Ólympíunefnd íslands og
íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík-
ur sem standa að hlaupinu.
Allir geta tekið þátt í ólympíuhlaupinu
Tangó og
gamlir
slagarar
- sjá bls. 19
Pönkarar
í villta
vestrinu
- sjá bls. 32
Huldufólk,
tröll og
draugar
- sjá bls. 19
Sumartón-
leikar í
Skálholts-
kirkju
- sjá bls. 20
Flautu-
leikur í
Dillons-
húsi
- sjá bls. 29
Hlíðarendi
F
a
Hvolsvelli
- sjá bls. 18
Svíþjóðar-
farar í
Heita
pottinum
- sjá bls. 19
Ríkey
í Eden
- sjá bls. 29