Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988.
Fyrsta einkasýning
Síöastliöinn þriðjudag opnaði
Bergsteinn Ásbjörnsson sýningu í
Eden í Hverageröi. Þar sýnir hann
36 olíumálverk, akrýlmálverk og
plast-akrýlmyndir.
Bergsteinn hefur veríö biisettur í
Svíþjóö síöastliðin 10 ár. Hann er viö
myndlistamám í myndlistarskólan-
tun Kyrerud í Arjenge. Þetta er fyrsta
einkasýning Bergsteins en hann hef-
ur áöur tekið þátt i þrem samsýning-
tmt í Syíþjóð. -gh
Bergsteinn sýnir 36 verk í Eden.
Gaileri Grjót-hópurinn: Páll, Magnús, Gestur, Örn, Ófeigur, Ragnheiður,
Rúna, Þorbjörg með Trítlu, Jónína og Kristín.
Afmæli elsta gallerísins
í dag. fóstudaginn 15. júli. á Gallerí
Grjót við Skólavörðustíg. elsta gall-
erí borgarinnar. fimm ára afmæli.
Það var sumariö 1983 aö átta lista-
menn tóku sig saman og stofnuðu
listagallerí í þeim tilgangi að kynna
list sína og koma henni á framfæri
jafnt og þétt. Þetta voru þau Jónína
Guðnadóttir. Magnús Tómasson,
Ófeigur Björnsson. Ragnheiður
Jónsdóttir. Þorbjörg Höskuldsdóttir,
Örn Þorsteinsson, Malín Örlygsdótt-
ir og Hjördís Gissurardóttir. Þær
tvær síðastnefndu eru ekki lengur í
hópnum þar sem þær fluttu til út-
landa. Þau Gestur og Rúna og Páll
Guðmundsson frá Húsafelli hafa
bæst í hópinn síðan.
í galleríinu eru alltaf standandi
samsýningar, en breytilegar, og eru
allir listamennirnir níu meö hluti á
sýningu nú. Þar eru til sýnis mál-
verk, grafík, skúlptúrar úr steini.
járni, leir og stáli, nytjahlutir úr leir
og silfurskartgripir. Öll verkin eru
til sölu. Á vetrum eru einkasýningar
haldnar samhliöa samsýningunum.
Fyrirhugaö er að opna afmælissýn-
ingu 2. desember næstkomandi.
Framkvæmdastjóri í Gallerí Grjót
er Kristín Þorsteinsdóttir.
-gh
Tækni og hraði áleitnii
í dag, 15. júlí, opnar þýski
myndhöggvarinn Peter Mönning
sýningu á tveim stööum í Reykja-
vík - annars vegar í Nýlistasafn-
inu aö Vatnsstíg 3B og hins vegar
í Galleríi Gangi þar sem sýnd eru
smærri verk.
Peter Mönning fæddist árið
1955. Hann er búsettur í Köln og
New York. Myndlistarnám sitt
stundaði hann við Listaakademí-
una í Dusseldorf og Royal Col-
lege, London. Listamaðurinn hef-
ur meðal annars haldið sýningar
í New York, London, Lausanne
og París.
Efnismeðferðin hrá
Verk Peters Mönning eru unnin
með hrárri efnismeðferð - tján-
ingaraðferð sem á rætur í al-
þjóðlegu umhverfi iðnborga þar
sem maðurinn þarf að aðlaga sig
lífsskilyrðum sem oft ganga þvert
á mannlegar þaríir. Tækni og
hraði nútímans eru áleitnir þætt-
ir í verkum hans.
Aðferð Peters Mönning við að
meðhöndla efni, form og orku
endurspeglar þjóðfélag sem ein-
kennist af einhæfni og stöðlun en
er samt sem áður tilraun sem
miðar að því að endurskapa
menningu þar sem þjóðleg gildi
og þarflr einstaklingsins sitja í
fyrirrúmi. „Maðurinn sem hring-
snýst í heimi fjölmiðla og tækni
þarf að læra að verða að dýri aft-
ur,“ segir Peter Mönning sjálfur.
Peter Mönning hefur farið þess
á leit við National Aeronautic
Space Agency, NASA, og Þýsku
geimstofnunina að verða skotið
út í geiminn tO þess að kanna
nýjustu tæknimöguleika manns-
ins þar.
Sýningin í Nýlistasafninu er
opin kl. 16-20 virka daga og 14-20
um helgar. Henni lýkur 31. júlí.
TRESMIÐAVELAR
ÞAR SEM FYRIRTÆKIÐ VÖLUNDARSMÍÐI HF. (ÁÐUR
VÖLUNDUR HF.) ER HÆTT STÖRFUM ERU TIL SÖLU
ALLAR VÉLAR OG ÁHÖLD VERKSMIÐJUNNAR.
M.a. tæki til lökkunar, kílvélar, spónlímingarpressa,
vélar til skerpingar, vagnar, loftverkfæri, sagir, heflar,
lyftarar, verkfæri, reiknivélar, ritvélar, skrifborð, Ijósrit-
unarvélar o.fl.
Til sýnis og sölu í Skeifunni 19 iaugardag og sunnu-
dag, 16. og 17. júlí.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastdæmi sunnudag 17.
júlí 1988.
Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir guðfræðinemi
prédikar. Laufey G. Geirlaugsdóttir syng-
ur einsöng. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
þjónar fyrir altari. Sóknarprestur.
Bústaðakirkjá. Guösþjónusta kl. 11.
Organisti Jónas Þórir. Sr. Ólafur Skúla-
son.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Organleikari
Gunnar Gunnarsson. Sr. Lárus Halldórs-
son. Mánudagur 18. júlí: O'rgelleikur í
kirkiunni kl. 11.30-12.00. Organisti Jónas
Þórir.
Landakotsspítali. Messa kl. 13. Organ-
leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti
Guðmundsson.
Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Anders Jósefsson.
Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Nína Margrét Grímsdóttir.
Sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Jón
Bjarman. Þriðjudagur: Fyrirbænaguös-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Landspítalinn. Messa kl. 10. .Sr. Jón
Bjarman.
Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Arn-
grímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrir-
bænir eru í kirkjunni á miðvikudögum
kl. 18. Sr. Amgrímur Jónsson.
Kópavogskirkja. Guösþjónusta kl. 11. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands
biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón
Stefánsson. Heitt á könnunni eftir athöfn.
Sóknarne&din.
Laugarneskirkja. Laugardagur 16. júlí.
Guðsþjónusta í Hátúni lOb 9. hæð kl. 11.
Sunnudagur: Guðsþjónusta í Áskirkju
fyrir Ás- og Laugamessóknir kl. 11. Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir guðfræðinemi
prédikar. Laufey G. Geirlaugsdóttir syng-
ur einsöng. Sóknarprestur.
Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Orgel-
og kórstjórn: Reynir Jónasson. Sr. Ólafur
Jóhannsson. Miðvikudagur: Fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
■ Seltjarnarneskirkja. Bænaguðsþjónusta
kl. 11. Umsjón Jakob Hallgrímsson.
Hafnarfjarðarkirkja. Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunn-
þór Ingason.
Þingvallakirkja
Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14. Organ-
leikari Einar Sigurðsson
sóknarprestur
Tilkyimiiigar
Gos í Geysi um helgina
Ákveöið hefur veriö aö setja sápu í Geysi
laugardaginn 16. júlí nk. kl. 15 og má þá
gera ráð fyrir gosi nokkm síöar ef veður-
skilyrði veröa hagstæö.
Hestamannamót
á Murneyri
Hestamannafélögin Sleipnir og Smári
halda sitt árlega hestamannamót á
Mumeyri í Árnessýslu nú um helgina.
Mótið hefst á laugardag kl. 10 og veröur
keppt í a- og b-flokki gæðinga. Kvöldvaka
verður um kvöldið og verður m.a. keppt
í póló. Fymi sprettir í skeið hefjast kl. 11
á sunnudag. Góð tjaldstæði em á staðn-
um.
Skógarhátíð í Djúpmannabúð
Skógarhátíö Djúpmannafélagsins veröur
haldin nk. laugardagskvöld, 16. júlí. Það
er orðin fóst venja að dansað sé í Djúp-
mannabúö þessa helgi og fjölmenna þá
gjaman burtfluttir Djúpmenn en ballið
er öllum opið. Að þessu sinni mun Guð-
brandur Baldursson í Vatnsflrði flytja
stuttan leikþátt og frumorta drápu. Hinn
landsþekkti plötusafnari, Sigurjón
Samúelsson frá Hrafnabjörgum, sér um
plötusnúninginn. í sumar reka Djúp-
mannabúð þau Ragnheiöur Baldursdótt-
ir og Óskar Óskarsson og er þetta þriðja
sumarið sem reksturinn er í þeirra hönd-
um.
Stjörnusumar ’88
Stjarnan hefur veriö á ferð og flugi um
hlustunarsvæði sitt frá því að hringferð
hennar hófst 2. júlí sl. á Lækjartorgi. Sið-
ustu helgi var haldið til Vestmannaeyja
meö sérstaka Eyjadagskrá sem haldin
var undir bemm himni á torginu í Eyj-
um. Nú skal haldið hinn 16. júlí til Suður-
nesja og auðvitað verður þar útiskemmt-
un fyrir alla, unga sem aldna. Sanitas og
Tommaborgarar verða með alls kyns
uppákomur, s.s. pokahlaup, knatt-
spyrnuþrautir, kappát og fl. Stjarnan og
Flugleiöir bregöa á Fjarkaleik og spjallaö
verður viö merkismenn og konur úr
byggðarlaginu. Útsendingarbíll Stjörn-
unnar, „Reikistjarnan", veröur viö
pylsuvagninn hjá skrúðgarðinum í Kefla-
vík. Útsendingin stendur frá kl. 13-16,
sem fyrr segir, laugardaginn 16. júlí nk.
Viðkomustaðir hringferðar Stjörnunnar,
„Stjörnusumar ’88“, eftir Keflarvíkurút-
sendingu þessa veröa sem hér segir:
Akranes 23. júlí, Borgarnes 24. júlí, Sel-
foss 6. ágúst, Hvolsvöllur 13. ágúst, Akur-
eyri 20. ágúst, Hafnarfjörður 27. ágúst.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmiö laug-
ardagsgöngunnar er: samvera, súrefni,
hreyfmg. Verið með í bæjarröltinu. Ný-
lagað molakafft.
Námskeið
Frítt helgarnámskeið í sjálfs-
vitund
Nú um helgina verður Sri Chinmoy setr-
ið með námskeið í sjálfsvitund þar sem
kynntar verða hagnýtar aðferðir í hug-
leiðslu, slökun og einbeitingu. Þessi nám-
skeið hafa verið vinsæl meðal almenn-
ings sem mjög góð leið til að kynnast
margvíslegum aðferðum í andlegri iðkun
eða jóga og hvernig þær geta komið aö
gagni í daglegu lifl fólks, svo sem inn-
sæi, sköpun, listum og íþróttum. Auk
þess verða tónleikar og myndbandasýn-
ing. Námskeið þetta er í sex hlutum og
verður haldið í Árnagarði, stofu 201. Það
er ókeypis og öllum heimill aögangur
meðan húsrúm leyfir. Fyrsti hlutinn
hefst í kvöld kl. 20.
Ferðalög
Ferðafélag Islands
Dagsferðir:
Laugardag 16. júlí:
Kl. 8 Hekla (1496 m). Gengið á Heklu frá
Skjólkvíum. Gangan tekur um 8 klst.
fram og til baka. Verð kr. 1.200.
Sunnudag 17. júlí: