Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1988, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1988, Síða 1
Fridarsinnar fleyta kertum Friöarsinnar um allan heim minnast þess um þessar mundir að 43 ár eru liðin frá því að Banda- ríkjamenn vörpuöu kjarnorku- sprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki. í kjölfar þess opnuðust augu heimsins fyrir ógnarmætti kjarnorkunnar og því að ekkert getur réttlætt notkun slíkra vopna. Minnast fórnarlambanna Af þessu tilefni hafa íslenskar friðarhreyfingar ákveðið að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn í kvöld, föstudagskvöldið 5. ágúst. Með ker- tafleytingunni vilja félagar hreyf- inganna minnast fómarlamba ár- ásanna um leið og þeir vilja benda Þeir sem lifðu hörmungarnar af máttu líða vitiskvalir í langan tima á eftir. á leiðir til að hindra að slíkur harmleikur endurtaki sig. íslenskir friðarsinnar leggja einkum áherslu á nauðsyn þess að nýgerðum afvopnunarsamningum verði fylgt eftir meö eftirfarandi: Stofnuð verði kjarnorkuvopnalaus svæði. Allri framleiðslu kjarnorku- vopna veröi hætt nú og tilraunir með þau bannaöar. Vígvæðingin í höfunum veröi stöðvuö og þeim kjarnorkuvopnum, sem þar eru, eytt. Á sömii stundu og sprengingin varð Við kertafleytinguna í kvöld verður safnast saman við Tjörnina klukkan 22.30. Þar mun verða stutt dagskrá. Meðal annars mun Viðar Eggertsson leikari lesa ljóð. Flot- kerti verða seld á staðnum og er ætlunin aö fleyta þeim á þeirri stundu er sprengjunni var varpað á Hírósíma. Samstarfshópur friðarhreyfinga samanstendur af eftirfarandi frið- arhreyfingum: Friðarhópi fóstra, Friðarhreyfingu íslenskra kvenna, Menningar- og friðarsamtökum ís- lenskra kvenna, Samtökum her- stöövarandstæöinga, Samtökum íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá og Samtökum um kjarnorkuvopnalaust ísland. Opnar syningu með tón- leikum - sjá bls. 20 Örvænt- ing Polanskis - sjá kvik- myndirbls. 30 Græn- lenskur kór á ferð - sjá bls. 19 Stórmót á Hellu - sjá bls. 19 íþróttir helgar- innar - sjá bls. 31 Tveir austur- lenskir Vedísk eldfóm og kosmískir kraftar - meðal efnis á Snæfellsás '88 Nú um helgina verður mótið Snæfellsás ’88 haldið að Arn- arstapa á Snæfellsnesi. Á þessu móti mun gestum gefast kostur á að auka reynslusvið sitt, kynnast nýjum leiðum og fleiri kostum til eflingar lífs- fyllingar. Á miðju mótsávæði hefur verið reist kúluhús og rúmgott mótstjald. Þar verða fyrir- lestrar, sýnikennsla, drauma- þing, kvöldvökur, tónlistar- flutningur, námskeiða- og vörukynningar, dans, söngvar og ýmsar aðrar uppákomur. Nokkrir aðilar munu bjóða upp á þjónustu eins og lófalest- ur, tarrot og rúnavéfrétt í sér- stökum tjöldum. Dagskrá Snæfellsás ’88 er með fjölbreyttasta móti. Sýnd verður töfralist og helgisiðir indíána og mun Ken Cadigan frá Main í Bandaríkjunum sýna eldgöngu. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir mun ræða um kyn- líf - leið til andlegs þroska. Gunnlaugur Guðmundsson mun fjalla um stjörnuspeki og Einar Aðalsteinsson um hug- rækt. Margt fleira verður á dagskrá og má þar nefna um- fjöllun um heiðni, jóga, kosm- íska krafta, vedíska eldfóm og miðilsfundi svo eitthvað sé nefnt. Leikkonurnar Herdís Þpr- valdsdóttir og Guðrún Ás- mundsdóttir verða með dag- skrá sem nefnist Þar sem Jök- ulinn ber við loft - frásagnir, skáldskapur, ljóð. Leiðbein- endur á mótinu verða bæði erlendir og innlendir og verða margir þeirra meö námskeið og einkatíma eftir mótið. Á mótssvæðinu eru tjald- stæði og þar verður boðið upp á heilsufæði og sérhæfða ind- verska rétti á vægu verði. Skráning á mótið fer fram í síma 622305 til kl. 18 í dag. Verð er 2.300 kr. en 1.300 kr. fyrir einn dag. Innifalið í verði er aðgangur að dagskrá, tjald- stæðum og bamapössun kl. 10-17 laugardag og sunnudag. Ókeypis aðgangur er fyrir 16 ára og yngri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.