Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1988, Blaðsíða 1
Sex hundruð manns í sætum - a EUefta íslandsmótiö í hesta- íþróttum veröur að þessu sinni haldið á Varmárbökkum í Mos- fellsbæ. Félagar í Hestamannafé- laginu Herði í Mosfellsbæ hafa ver- ið ötulir við framkvæmdir á svæð- inu undanfarnar vikur og hefur svæðið tekið stakkaskiptum frá því sem var. Metskráning er á mótið og hafa 114 knapar tilkynnt þátt- töku. 59 knapar keppa í töltkeppn- inni og er það met á íslandsmóti. Vegna fjölda keppenda hefst mótið strax á fóstudaginn, klukkan 8.00 um morguninn. Það er óhætt að segja að Harðar- félagar ætla sér að halda gott ís- landsmót. Mótssvæðið er orðið gott xog eru tveir vellir á því. Einungis verður keppt á öðrum vellinum en hinn verður notaður til upphitun- ar. Einnig er til staðar keppnis- braut fyrir gæðingaskeið og 250 metra skeiðkeppnina. Mótsstjórn hefur beint vinsam- legum tilmælum til knapanna um að vera ávallt tilbúnir til keppni þegar að þeim kemur og eins verð- ur reynt að koma á stemmningu með því að leika tónlist undir þegar keppni fer fram. Eins er þess æskt aö keppendur verði snyrtilega klæddir. Aöstaða verður fyrir keppnishross í hesthúsunum rétt hjá Varmárvelli og verður hey selt þar gegn vægu gjaldi. Aðstaða fyrir áhorfendur veröur betri en oft áður. Settir hafa verið upp áhorfendapallar fyrir sex hundruð manns. Veitingasala íslandsmótinu í hestaíþróttum verður á svæðinu og ættu allir sem koma að verða mettir. Aðgangseyr- ir er 800 krónur fyrir þrjá daga en 500 krónur fyrir sunnudaginn. í tengslum við íslandsmótið verður dansleikur í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík á laugardagskvöldið og mun Sniglabandið spila á hljóð- færi. Mótið hefst klukkan 8.00 föstu- daginn 12. ágúst með keppni í fimmgangi fullorðinna. Klukkan 12.00 hefst" fimmgangur unglinga og klukkan 13.00 fjórgangur full- orðinna. Klukkan 17.00 er íjórgang- ur unglinga, klukkan 18.30 fjór- gangur barna og klukkan 19.30 250 metra skeið, fyrri sprettur. Á laugardaginn hefst mótið klukkan 8.00 meö töltkeppni full- orðinna. Þar keppa 59 knapar ef að líkum lætur. Klukkan 12.30 er tölt- keppni unglinga og klukkan 13.30 töltkeppni barna. Klukkan 14.30 eru úrslit í íjór- gangi fullorðinna og strax á eftir úrslit í fjórgangi unglinga og fjór- gangi barna. Klukkan 16.30 er gæð- ingaskeið, klukkan 18.00 hlýðni- keppni A og klukkan 19.00 hlýðni- keppni B. Um klukkan 22.00 hefst dansleikur í Reiðhöllinni. Á sunnudaginn hefst mótið klukkan 11.00 með keppni í hindr- unarstökki og þegar henni er lokið hefjast úrslit í öllum þeim greinum sem ekki. verður lokið. Áætluð mótslok eru klukkan 17.30 á sunnu- daginn. E.J. Það er óhætt að segja að Harðarfélagar ætla að hafa þetta gott hesta- mót en mikið hefur verið lagt í undirbúning fyrir mótið á Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Sumarhátíð í Ólafsvík Ámi E. Albertsson DV, Ólaísvík Sumarhátíð Ólafsvíkinga veröur haldin dagana 11.-14. ágúst næst- komandi. I Ólafsvík hefur þeirri hefð verið komið á að hátíö er slegið upp þegar líða tekur á sumar og þá er reynt að sameina hinar ýmsu uppá- komur sem félög í bænum standa fyrir. Sumarhátíðin er haldin jfyrir at- beina lista- og menningarnefndar Ólafsvíkur og er það von nefndar- manna að hún eigi eftir að verða árlegur viðburður í bæjarlífmu. Há- tíðin var sett fimmtudaginn 11. ágúst með opnun myndlistarsýningar. Þetta er sýning þeirra níu aðila er Það verður geysilegt fjör hjá Olsurum um helgina. standa að Galleríi Grjóti í Reykjavík og komu þeir allir til Ólafsvíkur í tilefni sýningarinnar. Verður hún opin í húsnæði grunnskólans í Ólafs- vík fram á sunnudag, 14. ágúst. Sýnd verða olíumálverk, grafík, vatnslita- myndir, teikningar, skúlptúrar unn- ir í grjót, járn og leir, silfurskartgrip- ir og ýmsir leirmunir. Eru öll verkin einnig til sölu. í dag, föstudaginn 12. ágúst, mun Alþýðuleikhúsið heimsækja Ólafs- vík og vera með tvær sýningar. Fyrst mun það sýna barnaleikritið Ævin-' týrið á ísnum, kl. 17.00. Síðan veröur sýnt leikritið Eru tígrisdýr í Kongó, kl. 21.00. Að þeirri sýningu lokinni mun söngtríóið Heklur koma fram. Tríóið skipa þær Erla Skúladóttir, Hanna G. Sigurðardóttir og Guörún Gunnarsdóttir. Undirleikari með þeim er Magnús Einarsson. Á morgun, laugardag, verður Kvenfélag Ólafsvíkur síðan með sína árlegu grillveislu í Sjómannagarðin- um. Ýmsar uppákomur verða þar fyrir börnin, meðal annars kassa- bílarallý. Einnig stendur til að kafíi- húsið Kaldilækur verði opið svo og byggðasafnið í gamla pakkhúsinu. Dansleikur veröur á laugardags- kvöldið í félagsheimilinu á Klifi og þar munu Stuðmenn halda uppi íjöri langt fram eftir nóttu. Hátíðinni lýk- ur svo á sunnudag. Tónlist og hey- skapur - sjá bls. 20 Blústón- leikar systkina - sjá bls. 19 - sjá kvik- myndirbls.30 Verk ungra tón- skálda - sjá bls. 20 La bella Napoli - sjá bls. 18 Chagall lýkur - sjá bls. 29 Skær ljós stór- borgar- innar - sjá bls. 30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.