Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1988, Blaðsíða 7
FÖSTtJDAGUR 12, ÁGÚST 1988.
31
• Ur leik Víðis og Breiðabliks i 2. deildinni fyrr i sumar. Bæði þessi lið verða i eldlinunni um helgina en þá
fer fram heil umferð í 2. deild. Víðismenn mæta FH-ingum i Kaplakrika en Blikar leika á Seifossi gegn heima-
mönnum.
Valsmenn mæta
Völsungumíl.deild
- knattspyman ræður ríkjum í íþróttum helgarinnar
Knattspyman mun að mestu
ráða ríkjum í íþróttum helgarinn-
ar. Þó verður ekki nema einn leik-
ur á dagskrá í 1. deild SL-mótsins.
Það er leikur Vals og Völsungs sem
fram fer á sunnudagskvöld klukk-
an 19. Hinir fjórir leikirnir í 1.
deildar umferðinni verða síðan
ekki fyrr en á mánudag.
Heil umferð í 2. deild
Heil umferð fer fram í 2. deild um
helgina. í kvöld fara fram fjórir
leikir.
Selfoss mætir Breiðabliki á Sel-
fossi og er hér um að ræöa harðan
botnbaráttuslag. í Hafnarfirði fær
FH, efsta Uð 2. deildar, Víðismenn
í heimsókn. Á Sauðárkróki leika
Tindastóll og Vestmannaeyjar og
að lokum fá Fylkismenn Þrótt í
heimsókn í Árbæinn. Á morgun
klukkan 14 leika ÍR-ingar og Sigl-
firöingar á Valbjamarvelli.
í neðri deildunum fara fram
margir leikir í kvöld og á morgun.
í kvöld era 2 leikir í 3. deild og á
morgun verða þar 6 leikir. Auk
þess verður allt á fullu í 4. deild-
inni en þar skýrast úrslit um helg-
ina þegar síðustu leikimir í riðlun-
um fara fram.
Þrír leikir í 1. deild kvenna
Þá fara einnig fram þrír leikir í
1. deild kvenna. Á morgun klukkan
14 leika Keflvíkingar gegn Skaga-
mönnum og á sama tíma mætast
KA og Stjarnan norður á Akur-
eyri. A sunnudag fá KR-stúlkurnar
stöllur sínar frá ísafirði í heim-
sókn.
Þá verður einnig leikið í 2. deild
kvenna á morgun.
Mót í pílukasti
Á sunnudag fer fram pílukasts-
mót í félagsmiöstöðinni í Keflavík.
Verðlaun verða veitt fyrir 1.-4.
sæti auk fjölda aukaverölauna.
Pílukastsfélag Suðurnesja stendur
fyrir keppninni en skráning fer
fram í símum 92-13963 og 92-11177.
-RR
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald-
dagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15. ágúst. Ber þá
að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs
ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- .
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022
Viðbirtum...
Það ber árangurl
Smáauglýsingadeildin er i Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
„Ég verð að vona
að ráðherra hafi
verið í einhverri
klípu, annars hefði
hann aldrei tekið
svo gerræðislega
ákvörðun," segir
Ólafur Þ. Harðar-
son stjórnmála-
fræðingurmeðal
annars í helgarvið-
talinu á morgun.
Hann var á eftir og útundan í skóla
og hefur gríðarlegan áhuga á öllu
því sem tengist því mannlega.
Hann er mannvinur og segir ekk-
ert unglingavandamál vera til
heldur bara þjóðfélagsvandamál.
Hann gekk 623 km um landið til
að vekja athygli á fjársöfnun
Krýsuvíkursamtakanna. Leifur Le-
ópoldsson segir nánar frá sjálfum
sér og sínum hugmyndum um
mannlegteðli í helgarblaðinu á
morgun.