Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1988, Page 1
Frumgerð „braggans" frá árinu 1939 en bið varð á fjöldaframleiðslu allt til ársins 1948 vegna seinni heimsstyrj-
aldarinnar.
TVeggja hesta vagn
- „bragginn" frá Citroen fertugur
„AEt er fertugum fært“ er gott orð-
tæki og það á svo sannarlega við um
„braggann" frá Citroen. Fáir bOar
hafa átt jafnlanga sögu og fjölbreytta
og Citroen 2CV - „deux chevaux" -
sem nýlega átti íjörutíu ára afmæli.
Þessum bíl var upphaflega ætlað
að þjóna frönskum bændum fyrst og
fremst og þá með tveimur vélar-
hestum í stað eins lifandi fyrir vagn-
inum. í áranna rás hefur þessi bíll
hins vegar náð því að verða eftirlæti
fólks eins og umhverfisverndar-
sinna, því hann hefur getað gefið
þeim ánægjuna af hinum annars
hataða bíl án þess að líkjast venjuleg-
um bílum of mikið.
Bárujárnsklædd yfirbyggingin á
upprunalegu gerðinni frá 1948 hafði
þeim eina tilgangi að gegna að halda
úti vindi og vatni. Það er sagt að útlit-
ið hafi verið ákveðið af þáverandi
forstjóra Citroen, sem setti það að
aðalmarkmiði að auðvelt væri fyrir
sig að fara inn og út úr bílnum.
Fjöðrunin var engu öðru lík. Lang-
ir gormar voru settir við fram- og
afturhjól. Útkoman varð undramjúk
fjöðrun í akstri. Bóndinn varð nefni-
lega að geta ekið um nýplægðan ak-
urinn á hestunum sínum tveimur
með eggjakörfu í aftursætinu án þess
að nokkuð þeirra brotnaði.
Franskir þjóðvegir á árunum eftir
heimsstyrjöldina voru hreint út sagt
hræðilegir. Ferðamenn, sem leið áttu
um landið á þessum tíma, minnast
þess að þegar þeir létu bíla sína
læðast yfir brotið malbikið á vegun-
um, þá geystust fram úr þeim furðu-
lega útlítandi Citroenbílar meö hjól-
in skoppandi upp og niður á meðan
sjálf yfirbyggingin haggaðist ekki.
Þegar bíllinn tók beygju þá hallaðist
hann svo mjög að hann virtist ætla
að velta, en skákaði síðan náttúru-
lögmáhnu með því að rétta sig af aft-
ur.
Vélin var 375 rúmsentimetra,
tveggja strokka flatliggjandi, sem gaf
níu hestöfl. 2CV er hins vegar fengið
vegna þess að vélin mældist aðeins
tvö hestöfl eftir þeim skrýtnu reglum
sem gilda um vélarstærð í Frakk-
landi. Með þessari vél komst bíllinn
upp í um 65 kílómetra hraða á
klukkustund, en undan brekku, svo
ekki sé talað um vind í bakið, þá
komst hann verulega hraðar.
í fyrstu útgáfunni var eini mælir-
inn hraðamælir á stærð við kaffi-
bolla. Hraðamælisbarkinn hafði
einnig það hlutverk að knýja rúöu-
þurrkurnar á framrúðunni og þegar
þær voru settar í gang sveiflaðist
náhn á hraðamælinum í takt.
í áranna rás hafa braggarnir þjón-
að mörgum og mikilsverðum hlut-
verkum, aUt frá því að bruna þvert
yfir Sahara til þess að flytja hermenn
í konunglega breska sjóhernum, en
40 bíla floti var hafður um borð í
HMS Bulwark og fluttir í land ef
þurfti með þyrlum.
BílUnn sem ætlað var að taka við
af bragganum, Citroén Dyane, og
seinni gerð Ami 6, komu og fóru á
árunum eftir 1960, en bragginn hélt
veUi.
Gömlu bílasmiðjunum í Levallois í
Frakklandi, sem smíðað hafa 2CV í
fjóra áratugi, var lokað fyrr á þessu
Skoda
Favorit
kominn
átékk-
neska
vegi
PRAG: Fyrstu tvö þúsund bU-
amir af hinni nýju gerð af
Skoda, Favorit,- eru komnir í
akstur á tékkneskum vegum.
GreinUegt er að nú á að reyna
bílinn við raunverulegar að-
stæður og jafnframt að kanna
viðhorf tékknesks almennings
gagnvart þessum nýja fram-
hjóladrifna bíl, sem fyrst sá
dagsins ljós opinberlega fyrir
tæpu ári.
Raunveruleg fjöldafram-
leiðsla hefst í þessum mánuði,
en útflutningur dregst trúlegast
í einhverja mánuði, sennilega
vel fram á næsta ár.
í byrjun er lagt upp með sömu
1,3 Utra vélina sem við þekkjum
í dag úr venjulega skódanum,
en rætt hefrn- verið um nýja vél
fljótlega.
Þessi nýi Favorit er teiknaður
af Bertone hinum ítalska og
einnig hefur Porsche tekið þátt
í hönnuninni.
í dag hefur 2CV tekið miklum stakkaskiptum frá frumgerðinni, hér er ein
gerðin sem kennd var við franska seglskipið „France 3“.
Dráttarbeisli - Kerrur
Kerruhásingar fyrir tjaldvagna, hestakerrur o.fl.
Burðarþol 500 kg - 3 tonn.
ÓDÝRAR HESTAKERRUR Á LAGER.
Smíðum allar gerðir af beislum og kerrum.
Seljum alla hluti í kerrur og vagna.
Vélsmiðja Þórarins
Laufbrekku 24 - Dalbrekkumegin
Símar 45270 - 72087
ári og nú er bUlinn aðeins smíðaður
í Portúgal. En áfram er hægt að
kaupa bíhnn á flestum bUamörkuð-
um Evrópu.
1988 árgerð 2CV, er eUítið hrað-
skreiðari en upphaflega gerðin frá
1948 og kemst upp í 115 kílómetra
hraða. Mun meira er lagt upp úr inn-
réttingum í dag en áður var, þótt
ekki séu alhr sammála því að sætin
í bílnum í dag, sem eru mun þykkari
en þau upphaflegu, séu þægilegri en
þau gömlu sem voru gerð líkt og sól-
stólar, dúkur strengdur á stálgrind.
Dagar braggans í okkar hluta
heimsins eru senn taldir, nema
kannski hjá nokkrum sérvitringum.
Hins vegar í þeim heimshluta þar
sem orðið vegur er notað í kurteisis-
skyni yfir holótta moldarslóða, þar á
bíllinn sé enn framtíð. Við slíkar
aðstæður geta fáir ódýrir bílar skák-
að þessum fjörutíu ára gamla tveggja
strokka Citroen.
Subaru 4x4, árg. 1987, ekinn 22.000,
5 gira, 5 dyra, grænn. Verð 700.000.
MMC Lancer, árg. 1987, ekinn
18.000, sjálfsk., 4ra dyra, grábrúnn.
Verð 540.000.
MMC Galant EXE, árg. 1987, ekinn
6.000, 5 gira, 4ra dyra, hvitur. Verð
790.000.
MMC Galant turbo, árg. 1987, ekinn
12.000, 5 gira, 4ra dyra, rauður.
Verð 950.000.
\ Vi j
Range Rover Vogue, árg. 1987, MMC Lancer 4x4, árg. 1987, ekinn
ekinn 25.000, sjálfsk., 4ra dyra,
steingrár. Verð 2.100.000.
15.000, 5 gira, 5 dyra, grábrúnn.
Verð 680.000.
VW Golf CL, árg. 1987, ekinn 25.000,
5 gíra, 3ja dyra, svartur. Verð
550.000.
Nissan Sunny 4x4, árg. 1987, ekinn
18.000, 5 gíra, 5 dyra, hvítur. Verð
595.000.
Audi 80 1,8E, árg. 1988, ekinn Seat Ibiza GLX, árg. 1988, ekinn
12.000, 5 gira, 4ra dyra, svartur. 12.000, 5 gira, 3ja dyra, svartur.
Verö 1.300.000.
Verö 430.000.
MMC Lancer GLX, árg. 1987, ekinn Mazda 1500, árg. 1986, ekinn
28.000, 5 gira, 4ra dyra, silfur. Verð 28.000, 5 gira, 3ja dyra, hvítur. Verð
490.000. 430.000.
Opið virka daga
kl. 9-18.30
laugardaga
kl. 10-17.
Greiðslukjör í sérflokki
á bílum I eigu HEKLU
15% ÚT
eftirstöðvar t allt að
18 mánuði
BRAUTARHOLTI33 - SIMI695660.