Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1988, Blaðsíða 4
LAUGABDAGUR,13. ÁGÍJST 1988.
34
DV
Bílar
Bílarnir geta ekið í sam-
felldri lest. Aksturstölvur
bílanna sjá um að halda
jöfnu millibili og hraða en
lestinni í heild er stjórnað
frá aksturstölvu viðkom-
andi svæðis.
Framtíöarbíllinn
Tölvumiðstöðvar í hverju hér-
aði fylgjast með ástandi um-
ferðar og öðrum aðstæðum.
Upplýsingarnar eru síðan
sendar til hvers bíls á svæð-
inu.
Aksturstölva bílsins sér um
að grípa inn í aksturinn við
hættulegar aðstæður, minnk-
ar hraðann í hálku og við
aðrar slíkar hættulegar að-
stæður. Þá er fylgst með
ástandi bílsins og hugsanleg-
ar bilanir sýndar á tölvuskján-
um.
Skjár í mælaborði bilsins sýn-
ir ástand vegar og akstursað-
stæður. Staðsetningarkerfi
sýnir stöðu bílsins, bensín-
stöðvar, gististaði, vegavinnu
fram undan og fleira. Stysta
leið á áfangastað er sýnd,
jafnvel í þríviddarmynd.
Framtíðin í Evrópu eftir átta ár?
Vegir þar sem engin óhöpp
eiga aö koma fyrir
- rannsóknir sem kosta munu um 40 milljarða króna eiga að gera Evrópu að heimsálfu með „hugsandi"
og örugga umferð, háleitt takmark sem fáir trúa á
Prómeþeus var sá títananna í
grískri goðafræði sem stal eldinum
frá guðunum og lét mannfólkið fá
hann.
Á næstu átta árum koma margir
TEGUND
BMW 518
Isuzu Trooper DLX, 5 d.
Opel Corsa LS
Opel Rekord GL dísil
Opel Ascona, 1,6S, ss.
Ch. Capri classic dísil
Nissan Sunny Coupé
Cadillac Seville
Suzuki Alto
Opel Kadett st.
Ford Fiesta
Isuzu Trooper, bensin, 4 d.
Opel Kadett, 5 d.
Galant 1600
Daihatsu Charade
Ch. Monza SLE, sjálfsk.
Pontiac Grand Am, sjálfsk.
Ch. BlazerSIO, sjáifsk.
Lada Samara
Opel Kadett LS, 2 d.
til með að setja nafn þessa gamla eld-
guðs í samband við aðra gjöf því það
verður aukið umferðaröryggi og
„hugsandi" umferð sem tengd verð-
ur nafni hans.
ARG. EKINN VERÐ
1982 98.000 395.000
1987 16.000 1.190.000
1985 27.000 300.000
1985 139.000 570.000
1985 36.000 460.00
1985 70.000 850.000
1984 51.000 320.000
1981 39.000 1.500.000
1981 86.000 90.000
1985 37.000 390.000
1986 41.000 295.000
1986 54.000 900.000
1984 54.000 280.000
1980 126.000 180.000
1979 129.000 80.000
1987 69.000 545.000
1987 21.000 m 890.000
1986 27.000 m 1.200.000
1986 8.000 200.000
1985 23.000 360.000
Takmarkið með áætluninni
Prómeþeusi er að mun færri farist í
umferðarslysum í Evrópu um næstu
aldamót en nú.
Alls týna um 55 þúsumd manns lífi
í umferðinni í Evrópu árlega .
Allt frá því að áætluninni var
hleypt af stokkunum 1. október 1986
hefur hún vakið athygh fyrir háleit
markmið. Það að 13 af stærstu bíla-
framleiðendum í Evrópu hafa leitt
saman hesta sína í þróun „hugs-
andi“ bíls er athyglisvert eitt og sér.
„Hugsandi" bíll er í sjálfu sér ekk-
ert öryggi fyrir færri slysum og betri
umferð. Þetta er aðeins hluti af
stærra púsluspili sem verður allt að
falla í eina heild, segja upphafsmenn
Prómeþeus-áætlunarinnar.
Alls eru það um 70 háskólastofnan-
ir og 140 tæknistofnanir víðs vegar
um Evrópu sem taka þátt í þessu
þróunarverkefni sem jafnframt
verður eitt allra dýrasta umferðar-
öryggisátak sem nokkum tíma hefur
verið sett í gang.
Meginmarkmið þessara aðila verð-
ur að búa til svo fullkomin tölvufor-
rit og vélbúnað að geimskutlurnar
verða á við gamlar rellur séu þær
skoðaðar í svipuðu ljósi.
Prómeþeustilraunin mun kosta
rúma 3 milljarða króna á ári þau ár
sem hún stendur yfir.
Nafnið á tilrauninni er sett saman
úr skammstöfun á nafni tilraunar-
innar sem í lélegri íslenskri þýðingu
er „prógramm fyrir evrópska umferð
og enn þá óuppgötvað umferðarör-
yggí“.
Háleit markmið
Áætlunin gengur út á að búa til
kerfi sem eykur umferöaröryggi - í
reynd ræða þeir sem að tilrauninni
vinna um að skapa slysalaust um-
ferðanunhverfi, „slysalausa vegi“ -
og með hjálp tölvukerfa að sameina
samgöngukerfi Evrópu í eina heild.
Prómeþeus mun gera umferðár-
flæði auðveldara og þar með ættu
langar biðraðir á hraðbrautum á
sumarleyfistímanum að heyra sög-
unni til. Jafnframt ættu samræmdir
staðlar í umferð að auðvelda skipu-
lagningu þessara mála í allri Evrópu.
Tveir stórir „aukavinningar“ ættu
að fást með áætluninni, minni meng-
un og aukin hagkvæmni.
Þeir sem vinna að þróun Prómeþe-
usaráætlunarinnar ætla sér ekki að
taka ábyrgðina frá ökumanninum
sjálfum. Það verður áfram ökumað-
urinn sem stýrir bílnum og ákveður
hvert haldið skuli.
Hjálpartæki ökumannsins
Hátækninni er ætlað að hjálpa öku-
manninum við aksturinn. Segja má
í hnotskurn að Prómeþeus gangi út
á að fá ökumanninum hjálpartæki.
Af nógu er að taka í því efni. Til
dæmis sjá menn fyrir sér að tölvu-
stýrt viðvörunarkerfi geti varað öku-
menn við aðsteðjandi hættu, sérstak-
lega í slæmu skyggni og hálku, svo
að dæmi sé tekið.
Talið er að komast megi hjá meira
en helmingi allra slysa og óhappa,
ef ökumaðurinn fengi svo sem hálfa
eða heila sekúndu til viðbragðs til
viðbótar.
Annað atriði, sem gæti hjálpað
ökumanninum, er fullkomið stað-
setningarkerfl sem gefur nákvæm-
lega til kynna hvar bílhnn er staddur
hverju sinni og velur stystu og bestu
leiðina að áfangastað.
Tölvukerfl á líka að geta komist í
samband við umferðartölvur í
hverju héraði og á þann hátt miðlað
nákvæmari upplýsingum til öku-
manna um ástand umferðarinnar
fram undan.
Tölvustýrðar bílalestir
Ein hugmyndin gengur út á það að
tölvukerfln geti stýrt akstri bíla á
þann hátt að þeim sé safnað saman
í langar „lestir" og þá sjái tölva bíls-
ins um að halda sama hraöa og miUi-
bili á milU bUa. Stærri tölvukerfi
grípi svo inn í og stjórni meðal ann-
ars umferðarljósum þannig að „bíla-
lestin" geti ekið óhindrað í gegn.
Tölvuaðstoð í bílnum gæti komið
inn í myndina, til dæmis þegar öku-
maðurinn þarf að víkja skyndilega
undan aðsteðjandi hættu. Það er allt
of algengt að ökumenn missi stjórn
á bílum sínum við slíkar aðstæður.
Þá getur aksturstölva bílsins „les-
ið“ veginn og varað við ef ástand
vegarins er orðið þannig að hætta
geti hlotist af og þvingi ökumanninn
til að hægja á ferðinni.
Tilraunir hafa sýnt að mannsheil-
inn skypjar mun betur þrívíddar-
myndir en venjuleg landabréf. Því
má reikna með því að ökumanni
framtíðarinnar verði frekar vísað til
vegar á skjá með þrívíddarmynd af
umhverfinu fremur en venjulegu
landabréfi eins og við þekkjum nú.
Miktar kröfur
Fyrst og fremst verður að gera
kröfur til þeirrar tölvutækni sem
nota á í bílum framtíðarinnar, aö hún
sé aðgengileg og endist við erfiðar
aðstæöur í bílnum. Þá má slíkur
búnaður ekki taka of mikið pláss né
’vera of þungur. Þá má þessi búnaður
ekki kosta of mikið því gera verður
ráð fyrir slíkum búnaði sem staðal-
búnaði í öllum bílum framtíðarinnar.
En fleiri ljón gætu veriö í veginum
fyrir þessari nýju tækni. Jafnvel þótt
tæknileg lausn finnist og bílaiðnað-
urinn sé tilbúinn að taka við henni,
þá geta stjómmálamennirnir fellt
áætlunina.
Prómeþeusáætlunin gengur út á að
öll lönd Evrópubandalagsins sam-
ræmi umferðarreglur og aðrar reglu-
gerðir um búnað bíla, bílaskoðun og
slíka hluti. En segja má að líkt sé
komið með Prómeþeusi og áætlun-
inni því á sínum tíma varð Prómeþe-
us að kyngja valdi guðanna.
Vísindin og bílaiönaðurinn hafa
enn sjö ár fram undan til að vinna
að þessari hátækni í umferðaröryggi
framtíðarinnar, og hver veit nema
það takist. -JR
Byggt á BT Bilen
Opið laugardaga frá 13 til 17.
Bein lína, sími 39810.
BILVANGUR se
ÚRVALS NOTAÐIR