Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 2
34 Bílar LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. ounr g-jor/r^Pfrao Með sænskum blaðamönnum í reynsluakstri á Fiat Tipo: Landið forvitiiilegra en bíllinn „Þegar bundna slitlagiö endar er eins og vegurinn endi en svo er ekki heidur lítur bara út fyrir þaö.“ Eitthvaö í þessa átt hljóðuðu leiö- beiningarnar sem sænsku blaöa- mennimir fengu í hendur á Hótel Valhöll á Þingvöllum á þriöjudaginn. Þá voru þeir að leggja upp í reynslu- akstur á nýjum Fiatbílum, nánar til- tekið Fiat Tipo. Þaö vakti nokkra athygli á dögun- um þegar það fréttist aö von væri á 20 sænskum blaðamönnum hingað til lands til þess eins að reynsluaka nýjum ítölskum bíl á íslandi vegna kynningar á honum í Svíþjóð, eins og sagt var frá í DV Bílar um síðustu helgi. Ótrúlegir vegir Eftir kynningu á bílnum í fyrir- lestrarsal Hótel Loftleiða var haldið í rútu austur á Þingvöll þar sem Tipo-bílarnir tíu biðu í röð eftir óþreyjufullum Svíunum. íslenska náttúran og vegakerfið beið eftir því að þeir tækjust á við hvort tveggja. Fyrst var haldið sem leið lá út úr þjóðgarðinum og norður Bolabás áleiðis á Kaldadal. Undirritaður var farþegi í einum bílanna í fylgd með tveimur Svíum. Það lá vel á þeim á meðan ekið var í þjóögarðinum en um leið og bundna slitlagið var á enda skildu þeir leiðbeiningarnar sem þeir höfðu verið að lesa niöri viö Valhöll. Vegurinn var nefnilega horfinn og við tók eitthvað sem kall- að var vegur. Það sem við leyfum okkur að kalla vegi heitir eitthvað allt annað í huga margra útlendinga. Þeir róuðust heldur þegar ég sagði þeim að þetta væri með verri vegum landsins og framhaldið yfir Kaldadal væri ekki akfært nema nokkra mán- uði á sumrin. Lausamölin erfiðust Það var ekið með varúð fyrsta kafl- ann, frá Bolabás og áleiðis upp á Uxahryggi. Sænsku blaðamennirnir voru greinilega hálfhræddir við gróf- an veginn, en þegar fór að halla ofan í Lundarreykjadalinn var farið að gefa í og þá var ekki laust við að stundum mætti litlu muna að bíllinn héldist á veginum þegar ekiö var á fullri ferð inn í lausamölina í beygj- unum. Þá mátti sjá suma bílana fara í „veghefilsleik" þegar þeir plægðu sig eftir malarhryggnum á miðjum veg- inum, en þrátt fyrir grófa vegi og óvana ökumenn sluppu allir heilir og það sprakk ekki einu sinni eitt dekk, hvað þá meir. Ekið var sem leið lá um Borgar- íjörðinn, yfir Bröttubrekku og þaðan um Skógarströnd í Stykkishólm. Á þessari leiö skiptast á góöir og slæm- ir kaflar, sem reyndu bæði á bíla og bílstjóra. Var greinilegt að Svíunum fannst gaman að spreyta sig á ís- lenska vegakerfinu. Kjarkaðir Fiatmenn Allir sænsku blaðamennirnir voru sammála um að Fiat-menn væru kjarkmikhr að stefna þeim hingað til að reyna nýjan bíl við jafnerfiðar aðstæður og raun bar vitni. Það gæfi vissulega allt aðra mynd af bílnum að rúlla á honum einhvers staðar á meginlandi Evrópu á góðum vegum en uppundir jökli á íslenskum fjall- vegi. Af hálfu Fiat var greinilegt aö menn treystu bílnum fyrirfram fylli- lega til að takast á við þetta verk- Nýr 1988 GMC SIERRA CLASSIC 6,2 dísil Rafmagnshurðalæsingar, rafmagnsrúðu- upphalarar. Sjálfvirkur hraðastillir, stereo útvarp og segulband, veltistýri, sjálfskiptur m/overdrive. Rally sportfelgur 31" dekk, læst drif 3,73 drifhlutfall. Það var greinilegt að landslagið togaði oft meira í sænsku blaðamennina en bíllinn. Hér eru þeir Ronny Carisson og Gösta Nilsson staddir i Ber- serkjahrauni á Snæfellsnesi og þar vöktu hraunmyndanirnar meiri athygli en billinn. Eftir sænskan reynsluakstur á íslandi: Bíll sem kemur á óvart Upplýsingar í síma 92-46641 eða 985-21341. TEGUND ÁRG. EKINN VERÐ Ch. Monza SLE ss. 1987 19.000 575.000 Mazda 323 LX 2 d. 1987 16.000 475.000 Ch. Monza SLE bs. 1987 21.000 515.000 Oldsm. Cutl. Sie. Brough. 1986 35.000m 980.000 Lada Samara 1988 8.000 200.000 Toyota Tercel 4x4 1984 76.000 430.000 Merc. Benz 280 SE 1981 141.000 1.000.000 Buick Skylark Ltd. 1981 60.000m 320.000 Scout Traveller V8 bs. 1979 100.000 500.000 Opel Ascona 1,6 S, sjálfsk. 1985 36.000 460.000 Ch. Capri Classic, disil 1985 70.000 850.000 Nissan Sunny coupé 1984 51.000 320.000 Opel Kadett st. 1985 37.000 390.000 Ford Fiesta 1986 41.000 295.000 Opel Kadett, 5 d. 1984 54.000 280.000 Pontiac Grand Am., sjálfsk. 1987 21.000m 890.000 Lada 1500 st. 1987 11.000 230.000 Daihatsu Charade CS 1986 17.000 360.000 Opel Corsa LS 1986 34.000 360.000 Lada Sport, 5 g. 1986 31.000 320.000 Isuzu Trooper DLX 1984 72.000 720.000 Buick Regal Ltd., 2 d. m/öllu 1984 28.000 700.000 Opel Reckord Berl. dísil 1982 190.000 320.000 Opið laugardaga frá 13 til 17. Bein lína, sími 39810. BíLVANGURsf HÖFDABAKKA 9 SÍMI BB7^Qn Eftir tveggja daga reynsluakstur um stóran hluta Vesturlands með sænskum blaðamönnum er hægt að segja með réttu að Fiat Tipo sé bíll sem kemur á óvart. Við höfum áður Qallað um þennan nýja Fiat hér í DV Bílum eftir kynninguna á honum í Englandi fyrr á árinu. Þá var meðal annars innanrými bfls- ins hrósað og það hrós er hægt að endurtaka eftir þennan akstur. Ég sat sem farþegi í aftursæti frá Þing- völlum um Uxahryggi og Borgar- fjörð vestur í Stykkishólm. Það gekk á ýmsu enda ökumennirnir ekki vanir íslenskum vegum. Þrátt fyrir hopp og snöggar sveiflur er ekki hægt aö segja annað en vel Grófir malarvegirnir, sem ekið var um, eins og hér á Uxahryggjaleið, voru lítið mál fyrir Tipo og þar sannaði fjöðrunin ágæti sitt. Fiat Tipo - hér við flóabátinn Baldur sem lá við bryggju í Stykkishólmi, eða „Stokkhólmi Islands" eins og einn Svíinn vildi kalla staðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.