Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988. 31 • Erna Lúðvíksdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu um helgina. Á myndinni sést Erna skora í landsleik gegn Frökkum fyrir nokkrum árum. Alþjóðlegt mót í handknattleik Næstsíðasta umferðin á íslands- mótinu í knattspymu fer fram um helgina. Fram hefur þegar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn en línur hafa enn ekki skýrst í því hvaða lið fá það erfiða hlutverk að falla í 2. deild. Á þeim vígstöðvum er spenn- an í algleymingi. Sömu sögu er að segja frá keppninni í 2. deild. Ann- ars er helgin í rólegri kantinum hér heima vegna ólympíuleikanna sem hefjast í Seoul í nótt að íslenskum tíma. 1. deild Fjórir leikir verða í 1. deild á laugardag. Víkingar leika gegn Völsungum á heimavelli sínum í Stjörnugrófinni. Ef Völsungar ná að sigra eiga þeir enn möguleika að halda sæti sínu í 1. deild, svo framarlega sem Þór vinnu ..igur á Keflvíkingum á Akureyri. Ef Kefl- víkingar ná hins vegar að sigra era þeir endanlega lausir við falldraug- inn. Á Akranesi leika Skagamenn við KA sem hvað mest hefur komiö á óvart fyrir góða frammistöðu í deildinni í sumar. Bæði þessi hð berjast um 3. sætiö á mótinu sem gefur sæti í UEFA-keppninni á næsta ári. Loks leikur Leiftur gegn Fram á Ólafsfirði og þar er sama sagan uppi á teningnum. Leiftur verður helst að hafa sigur og Kefl- víkingar að tapa sínum leik á Akur- eyri til að halda í þá veiku von að komast frá falli í 2. deild. Þessir leikir allir hefjast kl. 14.00 að und- anskildum leiknum á Ólafsfirði en hann hefst kl. 17.00. Síðastí leikur 17. umferðar verð- ur á sunnudag og leika KR og Val- ur á KR-velli kl. 14.00. 2. deild Fjórir leikir verða í 2. deild á laugardag. Á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði leika FH og Selfoss, Tindastóll og ÍR leika á Sauðár- króki, Þróttur og KS leika á Laug- ardalsvelh og í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Víðir. Ahir þessir leik- ir hefjast kl. 14.00. Á sunnudag verður einn leikur og leika þá Fylk- ir og Breiðablik á Árbæjarvellli ki. 17.00. Alþjóðlegt handknattleiksmót Um helgina fer fram hér á landi alþjóðlegt handknattleiksmót í kvennaflokki. Auk a- og b-landsliða íslands taka þátt í mótinu Spán- verjar og Portúgahr. Mótið er hður í undirbúningi íslenska hðsins fyr- ir C-heimsmeistarakeppnina sem hefst í Frakklandi í næsta mánuði. Fyrstu leikir mótsins verða í Kefla- vík á laugardag og leika þá b-lið íslands og Spánverjar og a-lið ís- lands og Portúgalar. Á sunnudag verður leikið í Hafnarfirði og verð- ur fyrri leikurinn á milli a- og b-liðs íslands og á eftir leika Portúgalir og Spánveijar. Mótinu lýkur síðan á mánudagskvöldið í fþróttahúsi Seljaskóla og leikur þá b-lið íslands gegn Portúgal og síðan leika íslend- ingar gegn Spánveijum. -JKS ,® Lakkgljái er betra bón ! AÐALFUNDUR FÉLAGASAMTAKANNA VERNDAR vetður haldinn í Borgartúni 6, 5. hæð, fimmtudaginn 22. sept. nk. kl. 17.30. Mætum öll vel og stundvís- lega. Stjórnin KENNARAR - KENNARAR Héraðsskólann í Reykjanesi við fsafjarðardjúp vantar 2 áhugasama kennara til að kenna ensku, dönsku, íslensku og samfélagsgreinar. Mjög góð vinnuaðstaða og gott ódýrt húsnæði. Nánari upplýsingar eru fúslega veittar hjá skólastjóra í símum 94-4840 og 94-4841 og hjá grunnskóla- deild menntamálaráðuneytisins, sími 91 -25000. Héraðsskólinn Reykjanesi AUGLÝSING Fjármálaráðuneytið óskar að ráða starfs- mann í hálft starf til sendistarfa. Umsóknir ■* sendist fjármálaráðuneytinu eigi síðar en 27. september nk. 14. september 1988 Fjármálaráðuneytið TORFÆRUKEPPNI Bílaklúbbur Akureyrar heldur torfærukeppni 18. 09. 88 kl. 14. Keppnin verður í Glerárdal ofan Akureyrar. Stjórnin. LOKASLAGUR UM ÍSLANDSMEISTARATITILINN Hann heitir Gylfi Gunnars- son og hefur atvinnu af að fljúga þyrlum á olíuvinnslu- svæðunum við Mexíkófló- ann þarsem fellibylurinn Gilbert geisar með ógn- vænlegum afleiðingum. Gylfi var hér heima í sum- arfríi þegar kallið kom um að halda utan til björgunar- starfa. Gylfi segirfrá ævin- týralegu lífi sínu í helgarvið- talinu. Hvert haust hyggja góðir bændur að upp- skeru sumarsins og bera hana saman við uppskeru síðustu sumra. í sumargleðipoppinu sá menn af kostgæfni hvert vor en með mis- jöfnum árangri. Poppsérfræðingurinn Ásgeir Tómasson skoðaði í hlöðursumarpoppar- anna fyrir helgarblaðið. Mikil sVeit íslenskra víkinga hélttil Skotlands fyrir skömmu og tókst þar á við heimamenn í aflraunum hvers konar og hetjuskap. Okkar menn sigruðu auðveldlega sem von var og sat þó Jón Páll á bekknum ög slappaði af meðan hinir börðust. Helgarblaðið var á staðnum og hafði með sér myndir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.