Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1988, Qupperneq 8
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988.
Ævintýramyndin hugljúfa, Princ-
ess Bride, tekur við fyrsta sætinu
af gamanmyndinni Hentu mömmu
af lestinni. Vera hennar í fyrsta
sæti verður þó varla löng því tvær
nýjar myndir stökkva beint í þriðja
og fjórða sætið. Ber þar fyrst að
telja hina mögnuðu sakamálamynd
Black Widow með þeim Debru
Winger og Theresu Russel í aðal-
hlutverkum og Dragnet þar sem
þeir félagar Dan Aykroyd og Tom
Hanks eru verðir laganna í Los
Angeles. Ein önnur ný mynd er á
listanum Three For The Road sem
styðst nær eingöngu við vinsældir
Charhe Sheen. Nokkrar aðrar
myndir banka á dyr listans enda
haustið í nánd og innivera eykst.
LISTINN
1. (2) Princess Bride
2. (1) Hentu mömmu af
lestinni
3. (-) Black Widow
4. (-) Dragnet
5. (3) Kæri Sáli
6. (-) Three For The Road
7. (7) Some Kind Of
Wonderful
8. (6) Nornirnarfrá Eastwick
9. (4) Summer School
10. (9) Revenge Of
The Nerds II
★★
Eftirprentanir
INVASION OF THE BODY SNATCHERS
Útgefandi: Steinar
Leikstjóri: Philip Kaufman. Handrit: W.D.
Richter, byggt á sögu eftir Jack Finney.
Framleiðandi: Robert H. Solo. Aðal-
hlutverk: Donald Sutherland, Brooke
Adams, Leonard Nimoy, Jeff Goldblum
og Veronica Cartwright.
Bandarisk 1978. Bönnuð yngri en 16
ára. 114 mín.
Hér er um endurgerð að ræða á
frægri hrollvekju frá 1956. Sú mynd
þótti prýöileg en þessi eftirgerð
hefur ekki þótt mjög merkileg. Um
er aö ræða eina fyrstu mynd Kauf-
mans (The Right Stuff, The Un-
bearable Lightness of Being) og er
greinilegt að hann er að leita fyrir
sér. Mýndataka er t.d. mjög sér-
kennileg, allt að því flöktandi, og
þó að það gangi stundum ágætlega
upp þá getur það verið þreytandi.
Myndin segir frá sérkennilegum
lífverum utan úr geimi sem berast
til jarðar og stefna að yfirtöku með
því að umskapa hverja mannveru.
Þetta verður mikið samsæri og
vekur auövitað tortryggni og skelf-
ingu meðal þeirra fáu sem átta sig
á því sem er að gerast.
Hugmyndin hefur margoft verið
útfærð síðan frummyndin var gerð
enda vinsælt þema í vísindaskáld-
*S| F.NSKUR TEXTI
A M >•*%**■ h«sto>K, ttko
'■ Invaudof»of the öady SnAtrJw.n' ’
Ðunakl Snthertawl • U»«<ke Adams • Lcotwni tsín^,
itavaim WO íteíwtt *o ÚK wrt-n* smoWIo j** »«*s-
PoxtvoBd fc, ttoh«1 H bs
sögum. Hér ganga hlutimir ekki
nógu vel upp. Myndin er of löng,
en það virðist siður Kaufmans að
gera langar myndir, og þá er per-
sónusköpun ekki nógu vel útfærð
sem birtist í því að endirinn verður
ekki nógu spennandi. Myndin er
þó að mörgu leyti athyglisverð
enda forvitnilegt kvikmyndafólk
sem kemur nálægt henni.
-SMJ
★ />
Unglingaveiki
MEATBALLS III
Útgefandi: Myndbox
Leikstjóri: George Mendeluk. Handrit:
Michael Poseornek og Bradley Kesden.
Aóalhlutverk: Sally Kellerman, Shannon
Tweed og Patrick Dempsey.
Bandarisk 1986. 90. mín. Bönnuð yngri
en 12 ára.
Það er ekkert lát á framleiðslu
Bandaríkjamanna á „unglinga-
myndum“ sem snúast ekki um
annaö en stráka og stelpur sem
vilja komast í náin kynni. Vegna
bældra tjáskipta hins venjulega
ameríska unglings gengur það auð-
vitað ekki.
í þessari mynd segir frá dæmi-
gerðri skræfu sem dreymir um
ungar stúlkur og öllu þvi sem þeim
er samfara. Honum gengur illa að
ná kynnum við veikara kynið en
fær fljótlega aðstoð frá tilvonandi
engli (Kellerman) sem verður að
vinna góðverk til að komast í
himnaríki. Góðverkið felst í því að
aðstoða piltinn við að komast yfir
stúlku.
Svona myndir eru framleiddar í
kippum svo að einhver markaður
hlýtur að vera til fyrir þær. Því
miður er húmorinn hvorki fjöl-
breyttur né hátt stemmdur. Þessi
mynd’ er í sjálfu sér ekkert verri
en gengur og gerist og Kellerman
er jafnvel nokkuð skondin í hlut-
verki sínu. -SMJ
THE PRINCESS BRIDE
Útgefandi: JB
Leikstjóri: Rob Reiner. Handrit: William
Goldman. Myndataka: Adrian Biddle.
Tónlist: Mark Knopfler. Aðalhlutverk:
Gary Elwes, Mandy Patinkin, Christop-
her Guest, Wallace Shawn, Peter Falk
og Andre The Giant.
Bandarísk 1987. 98 mín. Öllum leyfð.
„Kvikmyndir snúast um ævin-
týri,“ sagði Roman Polanski þegar
hann var hér á landi á síðasta ári
og var hann þá að útskýra hrifn-
ingu sína á myndum Stevens Spiel-
berg. Polanski komst nærri kjarna
málsins en hér tekur Rob Reiner
(Stand by Me) að sér að sanna það.
Myndin segir frá afa nokkrum
(Falk) sem tekur að sér að hafa ofan
af fyrir dóttursyni sínum í veikind-
um hans. Hann les fyrir hann æv-
intýri og þó strákur vilji vídeóleiki
þá hrífst hann fljótlega með. í ævin-
týrinu eru nefnilega hetjur, skúrk-
ar, fagrar meyjar, risar og allt sem
nöfnum tjáir að nefna.
Hér er á ferðinni sérlega
skemmtilegt ævintýri sem í alla
staði lukkast vel. Þó að Reiner
treysti óþekktum leikurum fyrir
burðarhlutverkum þá er það ein-
mitt leikaravalið sem hvað
skemmtilegastan svip setur á
myndina. Þó að allir standi sig vel
þá vekur risinn franski, Andre, lík-
lega mesta athygli.
Þá er handrit Goldmans frísklegt
og hugmyndaríkt að ógleymdum
húmomum sem er óborganlegur.
Það er víst óhætt að mæla með
þessari mynd fyrir alla aldurshópa
og þó að Reiner eigi vonandi eftir
að skapa metnaðarfull kvikmynda-
verk í framtíöinni þá verður þetta
ekki talið til hliðarspora á þeirri
braut.
-SMJ'
★★/2
Enginn er fullkominn
SOME KIND OF WONDERFUL
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Howard Deutch.
Aðalhlutverk: Eric Stoltz, Mary Stuart
Masterson og Lea Thompson.
Bandarisk, 1987 - Sýningartimi 91 mín.
Eric Stoltz, sem lék svo eftir-
minnilega drenginn í Mask, er
mættur til leiks í Some Kind Of
Wonderful í frekar átakalausu
hlutverki sem er nokkuð langt frá
hinu erfiða hlutverki hans í Mask,
enda rennir hann sér auðveldlega
í gegnum hlutverkið, er nær allan
tímann á tjaldinu.
Some Kind of Wonderful er virki-
lega skemmtileg skólamynd þar
sem tekist hefur að skrifa mann-
A JOHN MUGHKS PRODUCTION
WONDERFUl
1T'S SOME KIND 0F FEEIING, SOME KIND OF FUN.
IT'S TURNING THEIR WORLDS UPSIDE DOWN.
m nsgsnsssf cic
~~enn:sa'jt;uCK'SOAvorr' '-»»<5
sæmandi handrit sem ekki gerir
krakkana að einhverjum viöund-
rum.
Eric Stoltz leikur Keith Nelson,
fátækan pilt sem er hrifinn af ríku
og vinsælu stelpunni í skólanum.
Samkvæmt ráðum bestu. vinkonu
hans, Watts, sem er strákalega
klædd og spilar á trommur, á hann
að láta ríku stúlkuna eiga sig og
snúa sér að einhverri í sama klassa,
til dæmis henni sjálfri.
Nelson er aftur á móti blindur af
ást og hleypir í sig kjarki til að
bjóða Amöndu út og hittir þannig
á að hún er nýbúin að rífast viö
kærastannogþyggurboöhans...
Söguþráðurinn er ekki merkileg-
ur. Aftur á móti er handritið vel
skrifað og leikur ungmennanna
sérlega skemmtilegur. Senuþjófur-
inn er Mary Stuart Masterson í
hlutverki Watts, sérlega skemmti-
leg leikkona sem vinnur á.
Unglingamyndir. eru fjöldafram-
leiddar vestanhafs. Flestar þeirra
eru ómerkilegar og aðeins ætlaðar
unglingum á þroskastigi. Some
Kind of Wonderful er mörgum
þrepum fyrir ofan slíkar myndir,
hugljúf og skemmtileg mynd.
-HK
★ /2
Þijú á ferðalagi
m uum <*m wuir *m mm m• m wtm • t«ai um
Mitins jaa
*ra»»*m«j»uaiw«uHUM» K»eUHtw« —
ÍSUENSKUR TEXTI
Púðurskot
REAL BULLETS
Útgefandi: Bergvik.
Leikstjóri: Lance Lindsay.
Aðalhlutverk: Merrit Yohnka, John Gaz-
arian og Darlene Landau.
Aðalleikarinn í Real Bullets, John
Gazarian, er jafnframt handrits-
höfundur og framleiðandi myndar-
innar. Hann skrifar um áhættu-
leikara sem er eftirsótt starfsstétt
af köldum körlum. Þetta er honum
nærtækt efni því hann er sjálfur
áhættuleikari.
•Satt best að segja ætti hann að
halda sér við aðalatvinnu sína,
sleppa því að skrifa handrit og leika
í kvikmyndum, sama má raunar
segja urti flesta aðra leikara því
útkoman er vægast sagt ruglings-
legur kokkteill um áhættuleikara
sem lenda í alvöru sakamáli, kokk-
teill sem lítiö er gaman að.
-HK
THREE FOR THE ROAD
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: B.W.L. Norton.
Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Kerri Gre-
en, Alan Ruck og Sally Kellerman.
Bandarisk, 1987-Sýningartími 88 min.
Af gæðum Three For The Road
að dæma mætti halda að Charlie
Sheen hafi leikið í myndinni áður
en hann sló í gegn í Platoon og
Wall Street. Svo er nú samt ekki.
Hún er gerð á milli þessara tveggja
mynda og hlýtur drengurinn að
vera haldinn slæmri dómgreind ef
hann hefur haft fyrir því aö lesa
handritið áöur en hann lék í mynd-
inni.
Sheen leikur ungan framagosa í
stjórnmálum sem smjaðrar fyrir
öldungardeildarþingmanni einum
sem virðist allt annað í huga en
hagur fólksins.
Þingmaðurinn biður Sheen að
flytja dóttur sína sem haldin er eit-
urlyfjafíkn á hæli nokkrar dagleið-
ir í burtu. Sheen játar að sjálfsögðu
og tekur vin sinn með.
Kemur í ljós að stúlkan er hiö
besta skinn en pabbinn vondi karj-
inn og hana langar aðeins til að
heimsækja móður sína.
Ferðin gengur ekki átakalaust.
Stúlkan reynir að stijúka og tekst
það á tímabili og Sheen, sem sér
pólitískan frama sinn í hættu, tek-
ur á það ráð að handjárna stelp-
una ...
Three For The Road á að heita
gamanmynd en skemmtunin er lít-
il og leikur með allra versta móti
og er hin ágæta leikkona Sally Kell-
erman ekki undanskilin. Sjálfsagt
vill Charlie Sheen gleyma þessari
mynd sem fyrst og það ættu allir
að gera.
-HK