Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 1
1 hqí mm 39. TBL. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Benjamín og vinir hans Ég, mamma og vinir mínir fórum í kartöflugarðinn í dag. Við fengum full- an poka af nýjum kartöflum. Vinir Benjamíns heita Eyþór og Ragnheiður. Þegar við komum heim var klukkan að verða sjö. Vinir mínir þurftu því að fara heim til sín að borða. í matinn hjá mér var hangikjöt og kartöflu- mús úr nýju kartöflunum. Svo fór ég að sofa eftir skemmtilegan dag. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, 10 ára, Flókalundi, 840 Laugarvatni. Ferðalagið Dag einn vöknuðu Jóná, Oli og Fúsi við mikil læti. - Hvað ætli mamma sé að gera? sögðu þau öll í kór. Þau klæddu sig í flýti og drifu sig niður. - Hvað ertu að gera, mamma? spurði Jóna. - Nú, nú, datt mér ekki í hug, litlu hróin mín. Þið gleymduð þessu þá! sagði mamma. - Jæja, sagði Óli. - Erum við að flytja eða hvað? - Nei, nei, sagði mamma. - En ég hélt að við hefðum ætlað í ferðalag í dag. - En hvað ég hlakka mikið til! sagði Fúsi. - Mikið, mikið nesti, nammi, namm og tjald! sagði Óli. - Jæja, eigum við þá að leggja af stað? spurði mamma. Jú, þau drifu sig af stað og upp í bílinn. Mamma gaf í og brátt voru þau komin langt upp í sveit. Þau voru þarna í þrjá daga og komu heim glöð og kát og fóru beint í rúmið. Eva Sædís, Faxatröð 7, Egilsstöðum. Beijaferðin Það var í byrjun september og skólinn átti að byrja 1 dag. Það var ekki kalt úti svo að maður gat hugsað sér að þetta yrði prýðis- dagur. Guðbjörg, Tómas og Atli áttu að vera stutt í skólanum í dag. Þau áttu að mæta og hitta kennarann sinn og krakkana. Mamma þeirra sagði að það væri mjög gott veður til að fara á Þingvelli og tína ber. Hún sagði að þau mættu koma með. Þau gætu átt skemmtilegan dag saman og tekið nesti með. Öll voru þau sammála um þetta. Þegar skólinn var búinn flýttu þau sér heim. Þegar þau komu heim var mamma þeirra búin að taka til nesti svo að þá var allt tilbúið. Þau fóru út í bíl og lögðu svo af stað. Það var mikið að sjá á leiðinni. Þau sáu hesta, kindur, fjöll og ýmislegt fleira. Þegar þau komu til Þingvalla byrjuðu þau strax að tína. Þau tíndu bláber og krækiber. Þegar þau voru búin að tína mjög mikið fengu þau sér nestið. Eftir það hélt mamma áfram að tína ber en krakkarnir fóru í feluleiki og þess háttar. • Þegar langt var liðið á dag fóru þau að setja berin og boltana og allt það í bílinn og lögðu svo af stað heim, öll ánægð með daginn. Lea Kristín Guðmundsdóttir, 11 ára, Hæðarseli 4, 109 Reykjavík. Kartöflugarðurinn Einu sinni voru mamma og litlu krakkarnir hennar að fara í kartöflugarð- inn hennar mömmu. Hún á litla stelpu sem heitir Stína og tvo stráka sem heita Gunnar og Arnór. Þegar þau voru að taka upp kartöflurnar gleymdi mamma poka undir þær svo að þau þurftu að snúa við. Þegar þau komu aftur í garðinn settu þau kartöflurnar í pokann og fóru svo heim. Sigríður Sóley Hafliðadóttir, Lækjargötu 6, 580 Siglufirði. Fyrsti skóladagurinn Lóa, Davíð og Siggi voru að fara 1 skólann. Þau fóru með skólabíl af því að þau áttu heima í sveit. Þau áttu mömmur og pabba. Það var konu-bíl- stjóri af því hún var í pilsi. Hún hét Sigga. Hún fer út úr bílnum þegar hún stoppar og lætur pokann þeirra inn í bílinn. í pokanum er skóladótið þeirra. Síðan fóru þau heim þegar skólinn var búinn. Guðmundur Már Stephensen, Hringbraut 44, Keflavík. Leikskólinn Einu sinni var stelpa. Hún hét Rúna og var fjögurra ára. Á morgun á hún að byija í nýjum leikskóla. Hún kvíðir mikið fyrir því. Nú var dagurinn runninn upp. Móðir hennar var að fylgja henni á leikskólann. Þá sagði Rúna: - Ég vil ekki fara. Allir eru svo vondir við mig. - Nei, nei, sagði mamma hennar. Svo voru þær komnar. Þá sá hún krakkana. Svo var klukkan orðin sex. Þá sagði Rúna: - Allir krakkarnir eru svo skemmtilegir. Má ég ekki vera lengur? - Nei, þú færð að koma á morgun og leika við þá, sagði fóstran. Jenný Halldórsdóttir, 11 ára, Suðurtúni 1, 230 Keflavík. Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 42. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaunin. s s S y, ✓ ✓ C V & /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.