Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Blaðsíða 44
52
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988.
Jarðarfarir
4 fte
Gísli Kr. Skúlason lést 2. október sl.
Hann var fæddur í Skáleyjum á
Breiðafirði 4. janúar 1906, sonur
hjónanna Kristínar Einarsdóttur og
Skúla Bergsveinssonar. Hann
kvæntist Guðrúnu Helgu Rögnvalds-
dóttur en hún lést árið 1984. Þau
hjónin eignuðust einn son. Útfór
Gísla verður gerð frá Bústaðakirkju
í dag kl. 15.
Kristín Gísladóttir frá Mosfelli, til
heimilis í Furugerði 1, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í dag, 10.
október, kl. 15.
Albert Gunnlaugsson, Þinghólsbraut
23, Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Neskirkju þriöjudaginn 11. október
kl. 13.30.
Ólafur Bjarni Þorkelsson, Langa-
gerði 112, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 11. október kl. 15. Jarðsett
verður í Lágafellskirkjugarði.
Sigurður Á. Magnússon, Hjallavegi
20, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Áskirkju í dag, 10. október, kl.
13.30.
Þórir Ingvarsson, Lambastaðabraut
1, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn
frá Kristskirkju, Landakoti, þriðju-
daginn 11. október kl. 13.30.
Andlát
Haraldur K. Guðjónsson, fyrrverandi
leigubílstjóri, Skjólbraut 9, Kópa-
vogi, andaðist fóstudaginn 7. okt. í
Vífilsstaðaspítala.
Tilkyiiniiigar
Myndakvöld FÍ
Fyrsta myndakvöld vetrarins veröur
haldiö miövikudagmn 12. október kl.
20.30. Athugið að í vetur verða mynda- •
- kvöld félagsins í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50a. Á þessu fyrsta myndakvöldi
kynnir Feröafélagið Grænland og Fær-
eyjar. 1. Salbjörg Óskarsdóttir sýnir
myndir og segir frá ferð um Færeyjar á
sl. sumri. 2. Karl Ingólfsson sýnir myndir
frá ævintýralegri ferð um Grænland.
Aðgangur kr. 150. Ailir velkomnir, félag-
ar og aðrir. Veitingar í hléi.
Ný sjúkranuddstofa
Þriðjudaginn 4. okt. sl. var opnuð ný
sjúkranuddstofa í Reykjavik, Sjúkra-
nudd Hörpu, að Hátúni 6a. Eigandi stof-
unnar er Harpa Harðardóttir, löggiltur
sjúkranuddari. Harpa lauk prófi í sjúkra-
nuddi frá Prof. Lampert-Schule í Höxter
í V-Þýskalandi árið 1978. Hún vann að
námi loknu í nokkur ár á sjúkrahúsum,
heilsuhælum og einkastofum í Þýska-
landi og Sviss. Alkomin til íslands kom
hún 1983 og hefur starfað hér á landi á
HeilsuhæU NLFÍ í Hveragerði, Sjúkra-
húsi Siglufjarðar, endurhæfmgarstöð-
inni á Akureyri og sl. ár á Sjúkranudd-
stofu Hilke Hubert í Reykjavík. Harpa
er varaformaður Sjúkranuddfélags Is-
lands en viðskiptavinir löggiltra sjúkra-
nuddara fá undanþágu frá söluskatti
gegn tilvísun frá lækni. Sjúkranudd
^ Hörpu hefur samvinnu við Yogastöðina
HeUsubót þannig aö viðskiptavinir nudd-
stofúnnar fá allan aðgang að sturtiun,
sauna og búningsaðstöðu Yogastöðvar-
innar. Sjúkranudd Hörpu býður upp á
partanudd og heilnudd, með eða án infra-
rauðs Ijóss. Stofan verður opin fyrst um
sinn síðdegis, mánudaga tU funmtudaga
kl. 15-21 en föstudaga kl. 14.30-20. Þessi
tími er einkum ætlaðm- fyrir fólk sem á
hægara með að koma í meðferð eftir
* vinnutíma.
Áætlunarsiglingar á
Vestfirði og Norðurland
SkipadeUd Sambandsins hefur hafið
reglubundnar áætlunarsiglingar á Vest-
firði og Norðurland. Skipið fer frá
Reykjavík á fimmtudagskvöldum eftir að
hafa lestað framhaldsfrakt úr millUanda-
skipum félagsins. Strandferðin tekur sjö
daga og er skipið komið aftur til Reykja-
víkur á miðvikudegi þannig að fram-
haldsfrakt tU útlanda utan af landi heldur
viðstöðulaust áfram með mUlUandaskip-
unum sem sigla á miðvikudögum. Megin-
hafnir fyrst um sinn verða ísafjörður,
Húsavík, Akureyri og Dalvík. Þjónustu-
hafnir verða Patreksfjörður, Þingeyri,
Suðureyri, Sauðárkrókur, Siglufjörður
og Grundarfjöröur/Ólafsvík. Þá mun
skipið einnig annast fraktflutninga inn-
anlands.
Lopi og band
3. tbl. ’88 er komiö út. Fjallað er um
ýmsa þætti sem tengjast fjölþættum
áhugasviðum kvenna og hefur blaðið
jafnframt tekið nokkrum stakkaskiptum.
Nýr þáttur, „Að sauma sjálfur", hefur
göngu sina í þessu blaði. Þættinum fylgja
ítarlegar leiðbeiningar, ljósmyndir og
snið. Sigrún Ólafsdóttir, fatahönnuður í
París, fjallar um haust- og vetrartískuna.
Snyrtivörukynning á vörum jafnt fyrir
húð sem hár er einnig á síðum bláðsins
og að auld umfjöllun um nýjungar á sviði
ilmefna. í Lopa og bandi er að þessu smni
úrval sérhannaðra prjónauppskrifta
ásamt tilheyrandi ljósmyndum. Þá er
þáttur tun „heilsufæði", matargerð og
neysluvenjur auk annars efnis.
íslensk fyrirtæki sýna
á „Fish Expo“ í Boston
Útflutingsráð íslands gengst fyrir þátt-
töku 11 íslenskra fyrirtækja á sýningunni
„Fish Expo" sem haldin verður í Boston
dagana 12.-15. október nk. Á sýningunni,
sem er ein stærsta sinnar tegundar í
heiminum, verður kynntur ýmis út-
búnaður og þjónusta fyrir fiskveiðar og
vinnslu, allt frá smíði fískiskipa til tilbú-
inna fiskafurða í neytendapakkningum.
„Fish Expo“ er haldin árlega í Bandaríkj-
unum, annað árið í Boston en hitt árið í
Seattle. Alls taka þátt í sýningunni 700
fyrirtæki frá 40 löndum og er reiknaö
með að fjöldi gesta verði um 30 þúsund.
Sportbíll og spíttbátur
Síðasti útvarpsleikur Stjörnunnar var
fjölskylduleikurinn „Sportbíll og spítt-
bátur" og tók tvær vikrn- í útsendingu.
Spumingar í leiknum fjölluðu um við-
burði og staðreyndir í sögu ísiands. Alls
bárust rúmlega 35.000 svör í þessum leik.
Dregið var til úrshta í leiknum í beinni
útsendingu frá Kringlunni. Það voru
gatnamálastjórinn, Ingi Ú. Magnússon,
og Helgi Hallvarðsson skipherra sem
drógu út vinninga. Sú heppna, sem
hreppti aðalvinninginn, sem var Toyota
sportbíll og Terhi hraðbátur, heitir Guð-
jóna Kristjánsdóttir og er hjúkruna-
rfræðingur á Akranesi. Aðrir vinningar
í þessum fjölskylduleik voru Lundúna-
ferð og hvorki meira né minna en 50
áskriftir að dagskrá Stöðvar 2.
Kort Björns Gunnlaugs-
sonar endurútgefið
Um þessar mundir eru liðin 200 ár frá
fæðingu Bjöms Gunnlaugssonar. Af því
tilefni efndi Vísindafélagið, með þátttöku
Landmælinga íslands, til almenns fundar
í Norræna húsinu á dögunum. Var þátt-
taká góð á þessum fundi. Bjöms Gunn-
laugssonar hefur ennfremur verið
minnst með því að kort hans frá 1849
hefúr nú verið endurútgefið af Landmæl-
ingum íslands með leyfi hins íslenska
bókmenntafélags. Kortið er endurprent-
að í lit í prentsmiðjunni Odda og er hið
vandaðasta. Verð kortsins er kr. 3.000
með söluskatti og er það til sölu í korta-
verslun Landmælinga íslands að Lauga-
vegi 178, Reykjavik.
Fundir
ITC-deildin Kvistur
heldur fimd á Holiday Inn (Dalur) í kvöld
kl. 20. Gestir velkomnir.
Landsfundur Kvennalistans
Komið er að þvf að haldinn verður 6.
landsfúndur Kvennalistans. Hann verð-
ur haldinn að Görðum á Snæfellsnesi
dagana 4.-6. nóvember. Landsfundurinn
er að þessu sinni haldinn utan höfuð-
borgarsvæðisins sem svar við auknum
áhuga kvenna utan þéttbýlisins á stefnu-
mótun samtakanna og til þess að takast
megi að auka tengsl og styrkja stöðu
kvenna í millum. Aðalumfjöllunarefni
fundarins nú tengist efnahagsmálum.
Hvemig telja konur efnahag heimilanna
og um leið þjóðarbúsins best komið við
þær aðstæður sem á landinu ríkja í dag?
Konur eru hvattar til að skrá sig til þátt-
töku fyrir 25. okt. beint til Svövu í Görð-
um í s. 93-56719 eða til Ingibjargar á skrif-
stofu Kvennalistans í s. 91-13725. Hóp-
ferðir verða skipulagðar úr Reykjavík og
fyrirgreiðsla veitt þeim konum sem koma
langt að.
Sýningar
Sverrir Ólafsson
sýnir á Kjarvalsstöðum
Um helgina opnaði Sverrir Ólafsson sýn-
ingu á skúlptúrum í austursal Kjarvals-
staða. Sýningin verður opin frá kl. 12-22
daglega og stendur til 23. október.
Menning
Þjóöleikhúsiö sýnir í Gamla bíói:
Hvar er hamarinn?
Höfundur: Njöröur P. Njarðvik
Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson
Leikmynd og búnjngar: Sigurjón Jó-
hannsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir
Þegar leitað er róta íslenskrar
leikhefðar feta menn sig gjarna aft-
ur í gegnum allar bókmenntir okk-
ar og enda í elstu fornkvæðunum.
Og viti menn. Alls staðar má greina
merki um leikhæfni textans, og þó
að nútíma leikhús sé ekki gamalt
hér á landi hggja ræturnar miklu
dýpra en ætla mætti í fljótu bragði.
Reiður var þá Vingþór
er hann vaknaði
og síns hamars
um saknaði,
skegg nam hrista
skör nam dýja,
réð Jarðar bur
um að þreifast.
Það er vel til fundið að prenta
alla Þrymskviðu í leikskrá þannig
að leikhúsgestir, eldri sem yngri,
geti lesiö kvæðið og séð það svart
á hvítu að ekki er ofmælt að þetta
kvæði að minnsta kosti er í hæsta
máta leikrænt.
Njörður P. Njarðvík sækir efni-
viðinn í leikrit sitt, Hvar er hamar-
inn, beint í kvæðið og fylgir þræð-
inum nokkuð nákvæmlega. Hann
leitast við að gera þessa fomu sögn
aðgengilega fyrir nútímafólk og
vekja forvitni. Mættum við fá
meira að heyra.
Söguefnið er það að hamri Þórs
er stohð, að undirlagi hins ófrýni-
lega jötuns, Þryms. Án hamarsins
er Þór einskis nýtur og mikih ótti
grípur um sig meðal guðanna í
Ásgarði þegar uppvíst verður um
þjófnaðinn. Loki Laufeyjarson
leggur á ráðin um það hvemig end-
urheimta megi hamarinn en öll
sund virðast lokuð þegar í ljós kem-
ur að Þrymur vill hina fögru Freyju
fyrir konu, eha fái æsir hamarinn
aldrei tíl baka.
Nú eru góð ráð dýr. Og allir vita
hvernig fór. Þór dulbjóst og var það
ærið stórskorin mær sem fór th
Jötunheima th fundar við Þrym.
En hamrinum náði hann og hefndi
rækhega fyrir stuldinn.
Æsir og jötnar koma kannski
ókunnuglega fyrir sjónir í þessu
leikriti, ef fólk hefur þá yfirleitt
einhvem tíma ímyndað sér eitt-
hvað um útht þeirra. Og svo mikið
Æsir flytja Þór (Randver Þorlákssyni) tónlist til að hugga hann þegar
hamri hans hefur verið stolið.
Leiklist
Auður Eydal
er vist að ekki er söfnuðurinn
árennilegur, hvorki æsir í hinum
bjarta Ásgarði né þursaflokkurinn
í blárri birtu Jötunheima.
Eins og í Þrymskviðu sjálfri er
víða í verkinu telft saman andstæð-
um og leikstjórinn, Brynja Bene-
diktsdóttir, og Siguijón Jóhanns-
son, sem hefur hannað leikmynd
og búninga, nýta sér þær út í æsar.
Þór er grunnhygginn kraftakarl
sem ekkert getur án hins bragðvísa
Loka. Freyja er fegurst ahra meyja
og þá er það auðvitað hinn afstyrm-
islega ljóti jötunn, Þrymur, sem
vih fá hana fyrir konu. ÁUt er þetta
svo ýkt og undirstrikað í leiknum.
Leikmyndin er við það miðuð að
sýningin geti farið víða, enda eins
gott því að strax á morgun verður
lagt af stað th BerUnar þar sem
Hamarinn verður sýndur á „Berl-
iner Festtagen“.
Búningamir og gervi leikenda
em gerðir af stórkarlalegu hugar-
ílugi og mikhh litagleði. Leitað er
fanga bæði í fortíð og nútíð og aUt
látið flakka. Þór er heldur ámátleg-
ur vafmn keðjum í bláum og hvít-
um búningi kraftlyftingamanns.
Hann er mikhl með sig en án ham-
arsins góða er hann einskis megn-
ugur.
Loki er gráklæddur, fiskurinn
eða kafbáturinn sem aUs staðar
smýgur. Freyja minnir á Venusi frá
WUlendorf eða aðrar slíkar frjó-
semigyðjur með læri í yfirstærð og
tvíhöföa þursinn Þrymur er satt að
segja með allra ófrýnhegustu leik-
persónum sem ég hef séð.
Leikararnir, sem fara með helstu
hlutverkin, em Örn Árnason í
hlutverki Þórs, Randver Þorláks-
son, sem leikur Loka, LUja Þóris-
dóttir, Freyja, og Erlingur Gísla-
son, sem leikur Þrym. Aukahaus-
inn á Þrymi leikur síðan Ólafur
Örn Thoroddsen.
ÖU leika þau í þeim ýkta ærsla-
stíl sem tUheyrir og Brynja leggur
áherslu á hraða og fjör, sem bætir
upp lítið sviðið og einfaldan sviðs-
búnaðinn.
Mikið er af söngvum og tónUst í
verkinu og hefur Hjálmar H. Ragn-
arsson samið hana. Sex hljóðfæra-
leikarar eru á sviðinu mest allan
tímann og bregða sér í ýmis gervi
auk þess að spila. Tónlistin á stóran
þátt í því að lyfta sýningunni og
voru lögin bæði áheyrileg og fjörug
og flutningur þeirra flestra með
ágætum. Þó var söngur Freyju
undantekning og var heldur erfitt
að sitja undir því lagi. Ekki veit ég
hvort það var með ráðum gert.
í sjálfri Þrymskviðu er mikil
gamansemi og í sýningunni á
Hamrinum fær hún að njóta sín í
útfærslu leikhússins.
Og þegar Þór hefur enduheimt
hamarinn og áhorfendur ganga úr
salnum er bara vonandi að sýning-
in veki forvitni og löngun th að
vdta meira um æsi og jötna. Af nógu
er að taka.
AE
Snilldarieikur
Trio Fontenay hjá Kammermúsíkklúbbnum í Bústaöakirkju
Trio Fontenay, sem lék í Tríó-
konsert Beethovens á sinfóníutón-
leikunum um daginn, var hjá Kam-
mermúsíkklúbbnum í gærkvöldi.
Þetta eru feiknasnjallir spharar og
áreiðanlega erfitt að finna veikar
hliðar á leik þeirra, þó menn jafn-
vel leggi sig aha fram, enda ekki
nein ástæða th að reyna shkt. Þeir
eru ahir þrír, píanistinn Wolf
Harden, fiðluleikarinn Michael
Mucke og þá ekki síst sehistinn,
Niklas Schmidt, fyrsta flokks kam-
mermúsíkantar með sterka sóhst-
íska eiginleika hver um sig. Það var
verulega gaman að heyra kröftug-
an leik þeirra í op. 1 nr. 2 eftir Beet-
hoven, þar sem brá fyrir „skrýtn-
um“ blæbrigðum eins og „non vd-
brato“ og „sul tasto“, sem drógu
fram meinfýsnar stemningar. Og
sphið var safaríkt og þrungið til-
finningum í B dúr tríói Dvoráks (op
21) og var maður eiginlega kominn
með vel fuhan mal í hléinu.
Kannski hefði maöur átt að koma
sér heim þá því seinni hluti tónleik-
anna var ótrúlega langdregið Trio
élégiaque eftir Rakhmaninov. Þeir
félagar sýndu þar hinar furðu-
legustu hhðar vdrtúósleiks og mátti
sannarlega dást að úthaldinu. En
þetta er eiginlega músík sem mað-
Fontenay-tríóiö frá Þýskalandi.
Tónlist
Leifur Þórarinsson
ur heyrir ekki ótilneyddur. Hún er
svo yfirgengilega grunnsentiment-
al í þykkjuþungri djúphyggjunni
að maður veit hvað eftir annað
ekki hvaðan á sig stendur veðrið
og á ekki fóður undir fat. En þessi
tegund af gálgarómantík er víst
komin í tísku núna og ekkert vdð
því að segja, nema maður verður
trúlega lengi að jafna sig eftir
ósköpin. En maður rifjar þá upp í
huganum Dvorák og blessaðan
Beethoven og þá fer aftur að birta
í mannheimi og auðvdtað slampast
þetta eins og fyrri daginn.
LÞ