Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Síða 1
Sundkeppnin Sigga æfir sund. Dag einn sagöi þjálfarinn að ein stelpan þyrfti að taka þátt í sundkeppni. Sigga var valin. Daginn eftir var keppnin. Sigga var svolítið kvíðin. Á mínútunni þrjú var keppnin hafm. Allar voru tilbúnar. Keppnin hófst og Sigga vann! Steinunn Benediktsdóttir, 9 ára, Skaftahhð 22, 105 Reykjavík. Keppnin Linda var að klæða sig í fotin þegar síminn hringdi. Það var maðurinn sem hún hafði talað við fyrir þremur vikum. Linda sagði ekki orð á meðan maðurinn talaði og talaði. - „Linda, þú ert valin fyrir okkar hönd til að synda 200 metra skriðsund og 50 metra bringusund." Hann sagði þetta með ógnarhraða og svo spurði hann: „Viltu það?“ Linda rétt opnaði munninn og sagði: „Já, já, auðvitað. Ég kem.“ Linda sagði mömmu sinni þetta og hún sagði bara: „Pakkaöu nú dótinu þínu niður. Hann hlýtur að sækja þig.“ Sundmótið átti að halda á Akur- eyri. Þegar maðminn, sem hét Ingi, kom var Linda tilbúin. Linda hafði byriað að læra sund 6 ára og hefur æft síðan. Hún er 10 ára. Lára htla systir hennar kvaddi hana og sagði „Gangi þér vel!“ Stelpumar, sem Linda keppir við, heita Inga og Unnur. Ingi borgaði aht sem þurfti í þessa ferð. Harm ók upp á flugvöh og sagði við Lindu: „Gerðu þitt besta.“ Svo fór hann. Þegar Linda var komin til Akureyrar fór hún á hótehð sem hún átt að vera á meðan hún væri á Akureyri. Linda var úr- vinda af þreytu eftir ferðina og fór snemma að sofa. Hún vaknaði klukkan sjö næsta morgun og fór að klæða sig og svo í laugina. Þar æfði hún sig til hádegis. Keppnin átti að heflast klukkan hálftvö. Linda gekk upp á hótel og bað um tebolla og svo fór hún að huga að dót- inu sem Ingi hafði sagt henni að hafa með sér. Síðan fór hún upp í sund- laug. Unnur og Inga voru komnar í bolina og fóru út í laug á meðan Linda var að klæða sig í sundbolinn. Hún hugsaði með sjálfri sér: - Þær hljóta að hafa margra ára reynslu. Nú var farið að raða í brautir og Linda átti að synda á braut númer fimm. Það var reyndar happatalan hennar! Nú rann stóra stundin upp - viðbúin - tilbúin - NÚ! Allar stimgu sér út í laugina og 50 metra bringusundið var hafið. Unnur haföi forystuna - nei - nú er þaö Linda - nei, nú Unnur, en Linda herti sig og Linda sigraði. Hún LINDA VANN! Linda trúði varla sínum eigin eyrum en Unnur hafði komiö einni sekúndu á eftir Lindu í mark. Unnur varð því í öðru sæti og Inga í þriðja sæti. Þá var 200 metra skriðsundið eftir. Það var 30 mínútna hlé á milli svo keppendur gætu hvílt sig. Síðan hófst keppnin og henni lauk með sigri Unnar, Linda í öðru sæti og Inga í þriðja. Á Hótel KEA var haldin kveðjuhátíð og þar var verðlaunaafhending. Þegar þessu var lokið fór Linda upp á herbergið sitt og hringdi til mömmu sinnar og sagði að hún hefði unnið eitt gull og eitt silfur. Mamma óskaði henni hjartanlega til hamingju! Þuríður Guðmunda Ágústsdóttir, Hörpugötu 13, 101 Reykjavík. Ólympíuleikamir Anna var á leiðinni til Seoul á ólympíuleikana. Hún átti að keppa í sundi. Það var íslenska sveitin sem hún var í. Svo rann stóra stundin upp. Anna var kvíðin. Hún átti að keppa í skriðsundi sem hún kunni bara vel. Anna stóð upp og gekk að pallinum og svo var sagt: - viðbúin - tilbúin - nú! Anna stakk sér. Hún var á fjóröu braut. Stelpan, sem var á fimmtu braut, tók forystuna og viti menn! Anna tók forystuna. Anna titraði. Sigga tók við af henni. Hún var líka fyrst, svo var sundið búið. íslenska sveitin vann. Sigga og Anna fengu gullverðlaun. Oddný Svana Friðriksdóttir, 10 ára, Bleiksárhhð 15, 735 Eskifirði. JFE-mótið Ég var einu sinni að keppa á JFE-móti. Ég varö í þriöja sæti. Ég haföi aldr- ei unnið fyrr. Það var æðislega gaman. Eftir þetta mót hef ég alltaf keppt á mótum og næstum alltaf fengið verðlaun. Hrafnhildur Brynja Sigurgeirsdóttir, Hjallastræti 41, 415 Bolungarvík. Sundkeppnin „Edda, drífðu þig! kallaði mamma. „Já, já,“ svaraði Edda og lauk við aö borða hafragrautinn. - „Ég er að koma. Ég ætla bara að ljúka við að lesa BARNA-DV.“ „Jæja þá,“ sagði mamma, „en komdu svo út í bíl!“ Þegar Edda var búin að borða fann hún sunddótið og hljóp út í bíl. Mamma ók af stað. Edda iðaði af spenningi og kvíða. Hún var að fara að keppa á almenna sundmótinu í Laugardalslauginni. Hún átti að keppa í stelpnaflokki 8-10 ára. Edda hafði verið vahn úr sínum hópi til að keppa á sundmótinu. Það var ekki laust við að Edda væri svohtið montin yfir að hafa verið valin en samt var hún viss um að hún myndi ekki fá verðlaun. Meðal ann- ars átti hún að keppa við stelpu úr Stjömúnni sem hún kannaðist við. Hún hét Aníta. Edda talaði aðeins við þjálfarann sinn og fór síðan inn í búnings- klefann. Hún hitti Anítu þar og þær heilsuðust og sögðu: „Gangi þér vel!“ við hvor aðra þegar þær gengu að lauginni. Þær fóm upp á stökkpahana. Edda átti að keppa á þriðju braut en Aníta á fimmtu braut. Einhver maður hóf byssvma á loft og PÁNG - stelpumar stukku út í og syntu eins hratt og þær mögulega gátu. Edda var fyrst. Þær komu að hinum bakkanum og spymtu í. Anita var rétt á eftir Eddu. Þær vom að koma í mark. Edda kom fyrst í mark en Aníta aðeins nokkmm sekúndum á eftir. Verðlaunaaf- hendingin átti ekki að vera fyrr en daginn eftir. Edda fór heim ánægð með árangur dagsins. Hafdís Eyjólfsdóttir, Stekkjarhvammi 20, 220 Hafharfirði. Saganmín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 45. tbl. og getur að sjálfsögöu hreppt verðlaunin. ✓ y &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.