Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Síða 2
34
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1988.
mw
Brandarar
Hafnfirskur lögfræöingur var eitt
sinn spuröur hvaða refsing væri
fyrir tvíkvæni. - Tvær tengda-
mömmur! svaraöi hann um hæl!
Hrafnhildur Brynja Sigurgeirs-
dóttir,
Hjallastræti 41, Bolungarvík.
Vitiö þiö af hverju Hafnfirðingar
læðast alltaf fram hjá apótekun-
um?
- Til þess að vekja ekki svefnpill-
urnar!
Það voru einu sinni þrjár hermikrákur uppi í tré. Þá kom
veiöimaöur og skaut eina. -Hvaö voru þá margar eftir?
- Engin, því hinar hermdu eftir og létu sig detta kylliflat-
ar niöur á jörðina!
Jóhanna K. Steinsdóttir, Hraunbæ 88, Reykjavík.
Einu sinni voru prestssonur og lögreglusonur aö rífast
um hvor ætti sterkari pabba. Þegar þeir voru búnir aö
rífast þónokkuð lengi segir lögreglusonurinn:
- Pabbi minn getur bara látið pabba þinn í fangelsi! - Þá
var prestssonurinn orðinn svo reiöur aö hann öskraði: -
Fyrst pabbi þinn er svo heimskur aö gera þaö þá jarðar
pabbi minn pabba þinn!
Unnur Kristín Friðriksdóttir,
Þórunnarstræti 113, Akureyri.
Vísur
Ég sá rottu,
skríöa undir mottu.
Ég varð hræddur,
en síðan mæddur.
Ég á jakka,
en pabbi á frakka.
Palli á húfu
og Jói dúfu.
Hvaö eru margar kindur sem líta til HÆGRI? Hvað eru margar kindur sem líta til
VINSTRI? Sendið lausn til: BARNA-DV.
Þórir Pálsson, 6 ára, Vesturvegi 19, Vestmannaeyjum.
Siggi litli settist niöur til aö fá sér aö borða og drekka.
En í hvaöa röö eru myndimar teknar?
Sendið svar til: BARNA-DV.
Krakkakynning
NAFN: Elfa María Geirsdóttir
HEIMILI: Hvammstangabraut 16, Hvammstanga
FÆDD: 17. júlí 1978
SKÓLI: Grunnskóli Hvammstanga
AHUGAMÁL: Sund, leikir og fleira
BESTU VINIR: Erla, Helga, Ásta og Bogga
BESTI KENNARI: Kristín Einars.
GÆLUDÝR: Páfagaukur og 70-80 gullfiskar. Auk þess á
ég einn hest og eina kind.
NAFN: Erla Lind Þórisdóttir
HEIMILI: Hafhargata 11, Hellissandi
SKÓLI: Grunnskóli Hellissands. Ég er í 4. bekk
BESTI VINUR: Dagbjört Hjartardóttir
BESTI MATUR OG DRYKKUR: Svínakjöt, hamborgari,
pylsur, kók, póló og mjólk
AHUGAMÁL: íþróttir, dýr, strákar og pennavinir
EFTIRLÆTISBÆKUR: Anna og Birkir, Fimmtán ára á
fóstu, Pollýanna og Ástarbréf til Ara
ÓSKAPRINS: Skolhæröur með blá augu, skemmtilegur
og alls ekki feitur
ELSKU AMMA!
Elsku amma.
Ég hef átt í erfiðleikum með vinkonu mína. Fyrst vorum við góöar saman en svo fór
eitthvaö úrskeiðis og þá fór allt illa. Ég fór aö leika mér viö aðrar stelpur og hætti því
eftir örfáa daga. Ég var alltaf aö reyna aö leika við fyrri vinkonu mína, ég hringdi til
hennar og spurði hana hvort hún vildi vera með mér. En hún svaraði mér alltaf svona:
„Ég kem kannski til þín ef ég nenni.“ En hún kom aldrei til mín. Hvaö á ég aö gera?
Ein einmana. P.S. Þakka gott blaö.
Kæra EINMANA!
í fljótu bragði virðist mér þessi vinkona þín ekki verðskulda vináttu þína. Þú hefur
reynt að rétta fram sáttarhönd en hún ekki viljað sættast. En kannski hefur staöið
þannig á hjá henni þegar þú hringdir til hennar aö hún hafi alls ekki getaö komið.
Reyndu nú aö heimsækja hana og spyrja hana ákveðið hvort þið getið ekki verið vin-
konur áfram. Segi hún nei skaltu spyrja hana hvers vegna og þá gætuð þið í samein-
ingu leyst úr ágreiningnum. Þín AMMA.
Elsku besta amma!
Þessi tvö vandamál, sem ég á við að stríða, eru nú aðallega bara á milli mín og þín.
Annað vandamálið er þannig að ég er núna komin á þann aldur að krakkar, jafn-
gamlir mér, eru famir að byrja saman. Ég er nú þokkaleg í útliti en það er ein stelpa
í bekknum sem hefur eitthvað á móti mér og hún segir öllum strákunum að ég sé flat-
brjósta, sem er satt. Þeir missa allan áhugann á mér. Kannski er eina ráðið þitt til
mín að tala við stelpuna. En það er ekki hægt að tala við hana, hún tekur ekkert
mark á mér. Hvað á ég að gera?
Hér kemur svo hitt vandamálið. Það er þannig að mér finnst ég alltaf segja eitthvað
vitlaust og gera mig að fífli, sérstaklega í návist strákanna. Gefðu mér þitt allra besta
ráð! Ein ráðvillt.
Kæra RÁÐVILLT!
Þú þarft ekki að vera miður þín út af þessum vandamálum. Og nú skal ég segja þér
hvers vegna. Ég er sannfærð um að þessi stelpa, sem er að tala miður vel um þig við
strákana, er bara öfundsjúk út í þig. Þú segist vera þokkaleg í útliti og því trúi ég. Þú
ert greind og skynsöm og kannt vel að koma hugsunum þínum á blað og því ættir þú
þess heldur að geta tjáð þig vel með töluðu máli. Það sem þig vantar er sjálfstraust.
Þú þarft að taka þig alvarlega í gegn og fá trú á sjálfa þig. Hlustaðu ekki á hvað þessi
stelpa segir. Vertu öruggari með þig. Það eru alls ekki allir strákar hrifnir af stór-
bijósta stelpum! Strákamir eru hrifnari af þeim sem eru sjálfum sér samkvæmar,
skemmtilegar, glaðlyndar og réttlátar. - Ef það fer í taugarnar á þér hversu lítil brjóst
þú ert með þá skaltu bara klæða þig þannig að það sé „smart“! Notaðu stóra axla-
púða, þröngar gallabuxur, breitt leðurbelti, víða peysu sem hólkast yfir beltið eða eitt-
hvað í þessum dúr!
Um daginn las ég það í erlendu tískublaöi að sýningardömur væru eftirsóttari eftir
því sem þær væru renglulegri og flatari! Hvað hinu vandamálinu viðvíkur þá þarft
þú ekki aö hafa miklar áhyggjur af því. Ég get fullvissað þig um að flestir ef ekki allir
hinir krakkamir hafa þetta sama á tilfinningunni. Og það stafar bara af sama öryggis-
leysinu og skorti á sjálfstrausti sem háir þér!
Bestu kveðjur,.AMMA.