Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 6
38
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1988.
Vigga og ólympíuleikamir
Möggu litlu fannst vera mikill merkisdagur í dag. Vigga
frænka hennar átti að keppa í sundi á ólympíuleikunum
í Seoul. Mamma og pabbi og Magga voru í Seoul með
Viggu. Loks lögðu þau af stað í sundhöllina þar sem
ólympíusundið var. Svo byrjaöi sundið. Tveir riðlar voru
á undan riðlinum sem Vigga átti að keppa í. Loks átti
Vigga að keppa. Dómaramir höfðu sett Viggu á fimmtu
braut. - PANG! - Sundiö var byijað. Stúlka frá Sovétríkj-
unum hafði tekið forystuna og Vigga var seinust. En hvað
var þetta? Vigga hafði tekið fram úr sovésku stúlkunni
og nú var hún búin að taka forystuna! Áður en langt var
hðið var Vigga komin í mark á undan öhum hinum.
Vigga vissi ekki strax að hún hafði sett ólympíumet í
sundi! Við verðlaunaafhendinguna var Viggu afhentur
guhpeningur og fahegur blómvöndur. Vigga, Magga,
mamma og pabbi Möggu vora mjög ánægð með þennan
árangur Viggu.
Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir,
Breiðvangi 13, 220 Hafnarfirði.
Sundkeppnin
Einu sinni voru Sigga, Jóna og Gréta að keppa í sundi á
ólympíuleikunum á móti tveimur öðrum stelpum sem
heita Anna og Ásta. Þær kepptu í kvennasundi. Á eftir
var karlasund og bræður stúlknanna voru að keppa í
því. Nú var kvennasundið búið og Sigga, Jóna og Gréta
urðu jafnar og fengu ailar fyrstu verðlaun. Þegar karla-
sundið var búið kom í ljós að bræður stelpnanna unnu
hka allir fyrstu verðlaun!
Katrín Lóa Vilhjálmsdóttir, 8 ára,
Heiðarvegi 10, 800 Selfossi.
Vinkonumar
Það voru þijár stelpur sem hétu Bára, Lóa og Guðbjörg
sem kepptu í sundi. Þær voru miklar vinkonur og höfðu
lengi æft sund. Þær höfðu keypt sér alveg eins sundboh
og sundhettur. Þegar búið var aö keppa kom í ljós að þær
voru jafnar. Þær fengu allar guhpeninga. Þegar heim var
komið voru þær lengi saman.
Jóhanna Margrét Eiríksdóttir,
Kambahrauni 14, 810 Hveragerði.
Sundkeppnin
Einu sinni var stelpa sem hét María. Hún var í sundfélagi
Armanns. Hún átti tvær vinkonur sem voru líka í sund-
félagi Armanns. Einn daginn áttu María, Kristín og Sig-
urhanna að keppa í 200 metra bringusundi. Þegar María
var að klæöa sig í sundbolinn heyrði hún að það var ver-
ið að kaha hana upp því að hún átti að fara að keppa. Þá
sá hún mömmu sína koma. Hún kom th að reka á eftir
Maríu. María flýtti sér í sundbolinn og lét sundhettuna á
sig og labbaði síðan út úr búningsklefanum. Þá sá hún
að allir voru famir að bíða eftir henni. María flýtti sér
að taka sér stöðu. Þá skaut dómarinn úr startbyssunni.
Kristín, Sigurhanna og María þutu af stað. Fyrst kom Sig-
urhanna í mark, svo María og síðust var Kristín.
Hulda Björg Þórisdóttir, 8 ára,
Laxakvísl 13,110 Rvk.
Ég var á balli og þá var ég með einni stelpu. Þá gekk strákur fram hjá okkur og við sögð-
um að hann væri svo mikill gæi. Þegar ballið var búið fór ég beint heim og í bóhð. Þá
dreymdi mig að þessi strákur bauð mér og vinkonu minni upp að dansa. Svo áttu stelp-
urnar að bjóða upp og ég ætlaði að bjóða kærastanum mínmn upp en þá var ein stelpa
búin að því og glotti th mín og hló. Ég vona að þú getir ráðið þennan draum.
Ein að vestan.
Dreymi þig að þú sért á dansleik og dansir er það fyrir heppni 1 peningamálum. Þú munt
sjálfsagt fá einhverja óvænta peninga en þú skalt vera varkár með eyðsluna því stelpan,
sem bauð upp kærastanum þínum, glotti og hló. Það er viðvörun til þín að fara skynsam-
lega með fenginn auð.
Elsku Barna-DV!
Mig dreymdi að ég og vinkona mín færum 1 strætó og bróðir hennar líka. Hún spurði
mig hversu oft ég hefði farið í strætó og ég sagði henni að ég hefði farið einu sinni. Síðan
gengum við upp stiga og bróðir hennar bankaði og við það vaknaði ég.
Síðan vil ég endilega fá að spyija tveggja spuminga:
1. Geturðu lesið úr skriftinni?
2. Hvað er ég gömul?
Bara ég.
Að dreyma vinkonu sína eða vin er fyrir góðu. Það mun brátt verða einhver breyting á
högum þínum og hún verður til batnaðar þar sem ferðin í strætó var ánægjuleg, ekki
satt?
1. Skriftin sýnir að þú ert mjög þroskuð miðað við aldur og átt eftir að standa þig vel í
lífrnu, þó ekki verði það átakalaust.
2. Þú ert að verða 14 ára.
RÁÐGÁTAN
Aumingja pósturinn veit ekki hvað HÚSBÆNDURNIR heita í húsunum þremur. Getur
þú hjálpaö honum að leysa þessa ráðgátu?
Sendið svör th: BARNA-DV.