Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 4
36
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
mw
KVEÐJUR
Eg ætla að senda kveðju til Arnars,
Álfakvísl 63. Bið að heilsa Kjartani.
Erla Lind Þórisdóttir.
Ég vil senda kveðjur til Ingu Freyju og
Svenna Jónasar. Svo ætla ég að senda
6. bekk í Egilsstaðaskóla kveðjur. Kveðj-
urnar sendir:
Ester Kjartansdóttir.
Elsku besta Barna-DV!
Ef maður vinnur í einhverjum þraut-
um, hvað er þá í verðlaun?
Ég (dulnefni)
Kæra „Ég“!
Við höfum oft birt það áður hvað er í
verðlaun. í>að er ýmislegt til skemmt-
unar, spil, leikföng, ritföng o.þ.h. það
eru ýmsir smáhlutir sem auðvelt er
að senda í pósti.
Kötturogmús
Hvaða leið á litla músin að velja til að
komast í holuna sína? Hún verður að
komast framhjá kettinum!
Er það leið 1-2-3 eða 4?
Sendið svar til: Bama-DV.
Viltu
skipta?
Vill einhver skipta á úrklippum? Eg vil
fá Patrick Swayze. Ég get sent margt
annað, t.d. Michael Jackson, Prince,
Söndru, Europe, Samönthu Fox og plak-
öt með Robbie Rosa og Alec Baldwin.
Svo á ég myndir með Bon Jovi.
Ásdís Harpa Smáradóttir,
Ásvegi 21, 600 Akureyri.
ELSKU AMMAI
Elsku amma!
Ég er rosalega skotin í einum strák. Hann er í sama bekk
og ég en ég þori ekki að spyrja hvort hann sé skotinn í
mér. Hvað get ég gert, elsku amma?
Ein að deyja úr ást.
Þú skalt ekki spyrja hann hvort hann sé skotinn í þér.
Það gerir maður ekki á þessum aldri. (Ég held að þú sért
svona 10 ára.) Hann gæti bara farið að stríða þér og sagt
hinum krökkunum frá því! Eigðu heldur þessar hugsanir
sjálf og láttu þig drayma um hann á nóttunni og horfðu
svo bara á hann á daginn í skólanum!
Þín amma.
Elsku amma!
Ég er í hálfgerðum vanda með vinkonu mína. í fyrra
var hún alltaf að skrifa hótunarbréf til mín og eftir
svona viku varð hún aftur vinkona mín. Þannig er
mál með vexti að ég vil ekki láta hana nota mig svona
aftur en það er eins og hún ráði bara yfir manni. Það
er engin önnur stelpa sem vill vera vinkona mín. Hvað
á ég að gera? - Hún reynir meira að segja að tæla mig
frá kærastanum mínum. Annars er hún æðislega
skemmtileg. Hvað á ég að gera?
Ein í vanda
Kæra „í vanda“!
Mér sýnist þú alls ekki þurfa að vera í neinum vanda! Þú
ert búin aö sjá hvert vandamálið var - það að vinkonan
stjórnaði þér. Nú skaltu ekki láta það koma fyrir aftur.
Segi hún þér að gera eitthvað sem þú ekki vilt, skaltu
bara segja Nei og aftur Nei. Láttu þig engu skipta þótt
hún skriii þér hótunarbréf þau getur þú bara rifið! Vin-
konan hefur sjálfsagt fundið að hún gat stjórnað þér að
vild og því þá ekki að gera það! - Vertu bara hreinskilin
við hana og segðu henni, eins og mér, að þér þyki hún
skemmtileg og ágæt, en þú viljir samt ekki vera alveg
undir hennar stjórn.
Þín amma.
Halló Barna-DV!
Ég heiti Mikael Andri Friðriksson og á heima í Hvassa-
leiti 10. Ég er þriggja ára en verð fiögurra ára 22. ágúst.
Ég teiknaði þessa Sumarmynd. Hún er af mér þegar ég
fór með pabba mínum að veiða.
Ég veiddi marga fiska.
Mamma mín skrifar fyrir mig. Hún les líka alltaf Barna-
DV fyrir mig því ég kann 'ekki að lesa eða skrifa nema
bara nafnið mitt.
Bless, bless.
Mikael.
Brandari
- Það var einu sinni maður sem kom til konu og sagði:
- Ég er kominn til að gera við dyrabjölluna.
Þá sagði konan:
- Því komstu ekki fyrr?
Maðurinn: - Ég kom í gær og hringdi bjöllunni en þaö
svaraði enginn!!!! Þakka fyrir gott blað.
Sigríður Rán Sigurðardóttir, 10 ára.
Felumynd
Tengdu punktana frá 1 til 2, 2 til 3, 3 til
4, o.s.frv.
Þá kemur felumyndin í ljós.
Litaðu myndina síðan vel!
Brandarar
Kínverjar eru þekktir fyrir að borða
með prjónum. Svo var það einn svaka
mikill mathákur sem varð að borða með
prjónavél!
Þeir voru þekktir prédikarar 1 Noregi
hér á árum áður, þeir Johansen og
Verpa. Þeir ferðuðust saman og héldu
samkomur og þurftu ekki að kvarta yfir
aðsókninni. Eitt sinn var aðsóknin með
allra mesta móti. Húsið var troðfullt og
margir urðu að standa. Þetta var ekki
undarlegt þegar höfð er í huga auglýs-
ingin sem hafði verið fest upp á vegg á
pósthúsinu í bænum:
í kvöld verður samkoma í kristniboðs-
húsinu
Þar sem Johansen mun tala og e.t.v.
Verpa!
- Það hafa mörg slys hlotist af íþróttum.
- Finnst þér það?
- Já, ég kynntist konunni minni í tenn-
isleik!
Dýrin okkar
Hvaða fæðu á hvert dýr? Tengið saman
tölustaf og bókstaf.
Sendið síðan lausnina til: Bama-DV.