Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 39 mmsj * 9 Hreyfanlegar brúður Reyndu að útvega nokkur tóm tvinnakefli og þá geturðu búið til skemmtilegar brúð- ur. í hverja brúðu þarftu þrjú kefli, tússpenna, bréfbúta, baðmull og garn. Notaðu eitt kefli í höfuð, annað í hkamann og þriðja í fætur. Skreyttu þau með pappír, jafnvel efnis- bútum, baðmull og garni (í hár) og teikn- aðu augu, munn og nef á andlitið. Límdu síðan handleggi á brúðurnar. Þegar þú hefur lokið við að skreyta hverja brúðu, raðaðu þá keflunum þremur á blý- ant eins og sýnt er á teikningunni. Ef þú býrð til nokkrar brúður, geturðu tek- ið þær í sundur og víxlað þeim, þannig að allra furöulegustu brúður mynd- ist! Góða skemmtun! i OSKAPRINSAR PRINSESSUR Óskaprinsinn minn er ljóshærður, lítill og rosalega stríðinn. Hann er skemmtilegur og ekki feiminn við að gera eitthvað fyndið. Hann er rosalega sætur. Ein ástfangin á Hellissandi. Óskaprinsessan mín er með skollitað hár, svolítið þybbin og æðislega sæt. Hún á heima á Selfossi og er með vini mínum í bekk. Einn að deyja úr ást. Mín óskaprinsessa er í Garðaskóla. Hún er feimin, skolhærö og með krullur. Hún er svolítið feimin en ofsalega dugleg að læra. Þær eru alltaf þrjár saman vinkonur á leið í skólann og heim. Hún skrifar voða fallega og er svaka skvísa. Bekkjarbróðir. Ég ætla að lýsa óskaprinsinum mínum. Hann er hávaxinn, svona 160 cm, brúnn og dökk- hærður. Hann er með brún augu og mjög myndarlegur. Hann er góður í fótbolta og ég held líka í handbolta. Svo er hann yfirleitt bestur í sundi. Ein ástfangin á Akureyri. Óskaprinsinn minn er dökkhærður með brún augu. Hann er 12 ára og á heima í Færeyj- um. Hann er mjög góður í fótbolta. Ein 12 ára á Reyðarfirði. í hvorum hópnum, A eða B, er stærri SUMMA? Sendið svar til: Barna-DV. Hver er ég? Hvað hét þessi vinsæli söngvari? Sendið svar til: Barna-DV. Hvaða fiskimaður veiðir fiskinn í miðjunni? Er það A - B - C eða D? Sendið lausn til: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.