Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1988, Page 6
38 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988. Framhald af Sögunni minni Afmælið Lára á afmæli í dag. Hún verður 5 ára. Hún bauð Óla, Sigga og Rósu. Rósa er líka 5 ára en Óli er bara 4 ára. Siggi er 5 ára eins og Lára og Rósa. Lára fékk dúkku frá Rósu, Mikka mús-púsl frá Sigga og mynd af Óla frá Óla. Svo fóru þau í leiki og svo kallaði pabbi Láru á þau að drekka. Sigga fannst jarðarberjabúðinguinn bestur. Óla fannst smákökurnar bestar en Rósu fannst kakóið best. Síðan varð klukkan átta og þá þurftu allir gestirnir að fara heim, sagði pabbi. Helga Hreiðarsdóttir, Reykjabyggð 10, 270 Mosfellsbæ Afmæli Gunna á afmæli í dag. Það er gaman að eiga afmæli. Þau fóru í marga leiki. Þau fóru í feluleik og Maggi var hann. Hann fann Gunnu og þá var hún hann. Þau fóru í marga aðra leiki. Svo fóru þau að drekka og svo fóru þau heim. Eygló ída Gunnarsdóttir, Skriðuvöllum 11, 880 Kirkjubæjarklaustri Afmælisveislan Sigga htla á afmæli í dag og varð 6 ára. Hún bauð bestu vinum sínum, þeim Ólafi og Árna. Veislan tókst mjög vel og pabbi Siggu hjálpaði krökkunum við að skera kökurn- ar. En aht 1 einu varð Ólafur öskuihur af því að Árni tók síðustu karamehuna af diskinum og ætlaði að fara að borða hana. Þegar Árni sagði: „Ég ætla að borða hana sjálfur,“ fór Ólafur í fýlu og fór fram. Skömmu seinna fór pabbi að gá hvað Ólafur væri að gera, á meðan spjölluðu Sigga og Árni saman. Nú kom pabbi inn með Ólaf, eldrauður í framan af reiði, af því að Ólafur hafði borðað allan ísinn sem krakkarnir áttu aö fá. Nú kom mamma Ólafs að sækja hann en þegar hún heyrði hvað Ólafur hafði gert varð hún mjög reið og sagði að Ólafur mætti ekki fara í afmæhð hans Árna eftir viku. Krakkarnir hlógu að Ólafi og léku sér saman þangað th Ámi varð að fara heim. Dagný Daníelsdóttir, Merkigili, Hrafnaghshreppi, Eyjafirði, 601 Akureyri Afmælið Qietta er ekki sönn saga!) - Hæ! ég heiti Ásdís María. Þegar ég var fjögurra ára leyfði mamma mér að halda afmæhð mitt. Það var mjög gaman. Ég og tveir frændur mínir sátum saman við borðiðæn litla systir mín var veik. Frændi minn annar heitir Sölvi og hinn heitir Leibbi. Ég á afmæh 26. september. Við fórum í ahs konar leiki og svo fórum við inn að horfa á videó. Við horfðum á tvær spól- ur og svo var farið aö opna gjafimar. Ég fékk margar gjafir. Svo var farið í þrjá feluleiki og tvo eltingaleiki. Svo fóm ahir heim. Ásdís María Franklín Grenhundi 9, 600 Akureyri Magga, Magga! Magga er stelpa sem á afmæli í dag. Mamma kahar á hana: - Magga, Magga! kahar mamma. - Þú átt afmæh í dag. Þá kom Magga. Hrönn Jónsdóttir Lækjarhvammi 9, 370 Búðardal Besta Barna-DV! Mig dreymdi að ég og systir mín og vinkona mín vorum seint um kvöld að ganga. Aht í einu sé ég bekkjarsystur mína hggjandi í götunni. Hún var greinhega stórslösuð og það virtist sem það væri búið að keyra á hana mörgum sinnum. Hún var öh í klessu. Ég hljóp strax og hringdi á sjúkrabh. Svo vaknaði ég kófsveitt. Hvað þýðir eiginlega þessi mar- tröð? Með fyrirfram þakklæti. Kristbjörg Þórisdóttir, Hæðarbyggð 1, Garðabæ Kæra Kristbjörg! Líklega merkir þessi draumur að bekkjarsystir þín eigi í nokkrum erfiðleikum. Áform hennar verða fyrir hindrunum, en þú átt eftir að reynast henrú vel í mótlætinu. Leggðu því rækt við þessa bekkjarsystur og þú munt verða henni að ómetanlegu liði. Kæra Barna-DV! Mig dreymdi skrímsh og skordýr. En svo vaknaði ég. Hvað þýðir þessi draumur? Oddný Kæra Oddný! Að dreyma mörg skordýr og kvikindi er tahð merkja veikindi og erfiðleika. Skríði þau á þér getur það boðað leiðinlegt umtal og fláráða vini. Vertu því vel á verði! RÁÐGÁTAN Aumingja Hrói höttur er búinn að týna öllum örvunum sínum. Getur þú hjálpað honum að finna þær? Hvað eru þær margar? Sendið svar th: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.