Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1989, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1989, Síða 1
4. TBL. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989. Hjalti og Rúnar Einu sinni voru Hjalti og Rúnar úti aö leika sér í snjónum. Þeir komu aö stóru, fallegu húsi og úti í glugga sat köttur. Hundurinn hans Rúnars, sem hét Tryggur, var meö þeim. Hann fór aö gelta og gelta. Hjalti og Rúnar voru meö snjóbolta í höndunum og þá segir Rúnar: „Við skulum henda í gluggann svo kattarbjálfinn fari úr glugganum.“ „Nei,“ segir Hjalti. Og hann hefur varla sleppt orðinu þegar út úr húsinu kemur gömul, gráhærö kona og æpir á þá og skammar. Þá hlaupa þeir í burtu á ofsahraða og Tryggur á eftir þeim. Sigurbjörg Jónsdóttir, Berghyl, Hrunamannahreppi, Árnessýslu, 801 Selfoss. Saumakonur Einu sinni voru konur að sauma kjóla á sig. Ein saumaöi í puttánn á sér og hún þurfti aö fara upp á spítala og láta taka tvinnann úr sér. Svo fór hún heim og fór aftur aö sauma. Björn Sigurðsson, Reykási 23, 110 Reykjavík. Ijomm Ég man gömlu árin þegar pabbi sagöi oft: „Jæja, eigum við að gefa bra- bra?“ En árin liöu og pabbi hætti að segja þaö. Mér leiddist voöa mikið og nú er ég orðin 9 ára. Þá segir hann loksins: „Jæja, eigum viö aö gefa bra- bra brauð?“ Höfundur gleymdi aö skrifa nafniö sitt! Fjórburamir Einu sinni voru íjórburar. Þeir voru alltaf að rífast. Mamma þeirra gat ekki stoppaö þá. Kristín Ásta Jónsdóttir, Vesturbrún 9, Flúðum, 801 Selfoss. Valli, Fríða og hundurinn Snati Einu sinni var fjölskylda sem var aö flytja til Reykjavíkur frá Akureyri. Strákurinn hét Valli. Hann var einkabarn. Valli haföi átt fimm vini en nú var hann svo einmana. Hann sat uppi í rúmi á hverju kvöldi tímunum saman. Hann var svo leiður yfir þvi aö eiga enga vini. Daginn eftir vildi Valli fara út aö leita sér aö vinum. „Farðu ekki svo langt að þú ratir ekki til baka,“ kallaöi mamma á eftir Valla. „Nei, nei, ég tek Snata með mér og þá er allt 1 lagi,“ svaraði Valli. Valli gekk eftir mjóu stræti. Þaö hlaut að heita Mjóstræti! Þar sá hann eina stelpu vera að sippa á götunni. Valli fór aö horfa á og þá spurði stelp- an hvers vegna hann stæöi þarna og glápti á sig. „Viltu ekki heldur leika við mig?“ spurði stelpan. Valli varö mjög feginn aö hafa eignast vin. Nú var komið kvöld. Valli spuröi stelpuna hvaö hún héti. Hún sagðist heita Fríöa. Svo fór Valli heim og fór að sofa. Valli fór ánægöur í rúmiö og gat ekki hugsað eins og venjulega. Hann hugsaöi bara um atburði dags- ins. Svo kom mamma hans inn og hann sagöi henni alla söguna og líka sagöi hann pabba hvaö heföi gerst um daginn. Næsta dag fór Valli á fætur klukkan tíu. Hann fékk sér morgunmat og fór svo í útifótin, tók Snata og fór út. Hann fór á staðinn sem hann haföi séð Fríðu sippa. Hún var þar. Þaö var farið aö snjóa, það féllu risastórar snjóflygsur. Fríða og Valli gengu eftir Mjóstræti. Fríða hnoðaði snjóbolta og Valli hermdi eftir henni. Þau gengu framhjá húsi. Fríöa sá kött í glugga. Snati fór aö gelta og Valli sagöi honum aö þegja. Fríöa horföi á köttinn en síðan kastaði hún snjó- bolta í rúðuna. Kötturinn stökk í sófann. Svo bauð Fríöa Valla í kvöldmat. Hann var mjög svangur. Hann haföi engan hádegismat boröaö. Síðan fór Valli heim til sín og fór að sofa. Hann sagöi pabba og mömmu alla söguna. Þá sagði mamma honum dálítið sem hann varö mjög glaður yfir. Hann átti aö fara að eignast systkini. Valli svaf vel alla nóttina. Sandra Snorradóttir, 9 ára, Mjóstræti 10, 101 Reykjavík. Ýmis ljóð NÓTT Nú er komin niðdimm nótt, dreym þig vel og sofðu rótt. Allir eru farnir aö sofa, líka litlir hundar í kofa. GERÐU MÉR GREIÐA Gerðu mér greiða, aö börn þín máttu heiða. Þau geta lent í slysi, ef brenna sig á blysi. LÆTI Úti eru læti, allt um kring á þessu stræti. Þeir í bænum búa, fá engin bein aö lúa, já, þessu máttu trúa. Höfundur: Auður Brynjólfsdóttir, Réttarseli 14, Reykjavík. Sagan mín Skrifiö sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 7. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaun. s / e£' / ^ * W ///K>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.