Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1989, Page 4
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989. TILKYNNINGAR: Heiðar, sem flutti til Mosfellsbæjar frá Sauðárkróki. Viltu senda heimilisfangið þitt til mín. Einar Tryggvason, Skagfirðingabraut 10, Sauðárkróki. Viljið þið skrifast á við 13 ára stelpu í Dan- mörku? Hún heitir Birgitte Meyer. Hún vill skrifast á við krakka á svipuðum aldri og hún. Áhugamál Birgittu eru: tennis, borð- tennis, badminton, handbolti, lestur, að sauma, teikna og margt fleira. Einnig ef þið vitið um krakka frá öðrum löndum, skrifið þá endilega heimilisfóngin þeirra til mín og ég seiidi þau til hennar. Heimilisfangið mitt er: Þórhildur Guðmundsdóttir, Munkaþverárstræti 10, 600 Akureyri. Aðalheiður Sigurðardóttir (eða Heiða), Þórunúpi, biður Ævar Smára á Egilsstöðum um að sénda sér heimilisfangið hjá sér. Ég er búin að týna heimilisfanginu hjá pennavinkonu minni. Hún heitir Sigríður Margrét og er kölluð Sigga Magga. Hún á heima í Neskaupstað. Fullu nafni heitir hún: Sigríður Margrét Gunnarsdóttir. Ég bið hana um að skrifa mér og athuga að ég er flutt. Helena Gísladóttir, Lækjarkinn 16, 220 Hafnarfirði. ELSKU AMMA! Elsku amma! Ég hef það vandamál að vera hrifin af strák en ég held að hann sé ekkert hrifinn af mér. Hann er þremur árum eldri en ég. Ég er í 5. bekk en hann er í 8. bekk. Ég er í svo miklum vanda út af þessu. Ég hef spurt hann hvort hann vilji dansa við mig á opnum húsum en hann neitaði mér. Ég hugsa um hann á hverju kvöldi. En ég er það heppin að hann á heima á sama stað og ég. Elsku amma! Viltu hjálpa mér? Madonna Kæra Madonna! Ég er ansi hrædd um að enginn geti hjálpað þér eins og þú vilt nema tíminn! Á þessum aldri er þessi aldursmunur ykkar allt of mikill. Það er ekki von að 14-15 ára strákur sé hrifinn af stelpu í 11 ára bekk! Hann segir þér það líka og sýnir með því að neita þér um dans. Þú verður að taka þessu og láta þér nægja að dreyma um piltinn. Þín AMMA Kæra amma! Ég er í vanda. í skólanum eru krakkarnir alltaf að stríða mér og berja mig. Ég hef far- ið til sálfræðings og hann sagði að ég væri með félagsvanda. Ég býð krökkunum í af- mælið mitt og þá koma þau, en í skólanum segja þau við mig: - Farðu, þú þekkir mig ekki, þú hefur aldrei séð mig. Ein vinkona mín er ekki vinkona mín. Hún er alltaf að sníkja peninga frá mér og segir: - Ég borga þér seinna. En hún borgar mér aldrei. Ég á núna bara þúsund inni í banka. Kæra amma! Hvað á ég að gera? Ein í vanda P.S. Amma, ertu karl eða kona? Kæra „í vanda“! Þú ert ekki ein um það að vera út undan í skóla. En það er lítil huggun í því. Fyrst þú ert komin í samband við sálfræðing og hann segir þér að þú eigir við félagsvandamál að stríða þá finnst mér að þú ættir að fara til hans aftur og spyrja hvaða ráð sé við því vandamáli. Einnig ættir þú að ræða málið við kennarann þinn því hann hefur tök á að ræða við skólafélagana og ég veit að það hefur oft gagnað í tilvikum sem þessum. Þú nefnir ekki að þú hafir rætt málið við foreldra þína, en það fihnst mér að þú ættir endi- lega að gera. Ef ekkert af þessu hjálpar þá verður þú aö taka til þinna ráða. Reyndu að vera sjálfri þér nóg á þessum erfiðu tímum. Farðu að sinna einhverjum áhugamálum, fara í sund, dans, leiklist, tónlist, myndlist, fóndur eða eitthvað sem þú gætir hugsað þér. Þá er ég viss um að þú kynnist krökkum sem hafa svipuð áhugamál og þú og þeir krakkar gætu reynst þér betur. Hvað „vinkonuna“ varðar þá áttu að steinhætta að lána henni peninga. Þú getur aldrei keypt sanna vináttu með peningum! Segðu henni að borga þér skuldina strax og vertu ákveðin. Kannski ertu alltof lin við félaga þína og þess vegna misnota þeir þig og troða á þéT. Hertu upp hugann og taktu nýja stefnu í lífinu! Þín AMMA P.S. Auðvitað er ég kvenkyns eins og allar aðrar ömmur! Hvaða leið? Hvaða leið á froskmaðurinn að velja til að finna fjársjóð- inn? Er það leið 1-2 eða 3? Sendið svar til: BARNA-DV. Komdu nú að kveðast á Grasið græna og himinninn blár. Fjöllin fögur og há. Diana G.A. Kristjándóttir, Lömbin skoppa, Grænahjalla 19, Kópavogi, og jarma og hoppa Aðalheiður Halldórsdóttir, til og frá. Engihjalla 17, 4 F í Kópavogi. Hvað er á seyði? sagði amma gamla á Heiði. Sem brá sér í lund þegar hún sá risastóran hund. En þegar hún sá Óla gamla vera að hjóla, Anna Margrét datt hún um koll Þorsteinsdóttir Hraundal, ofan í risastóran poll. Fjarðarseli 36 (kjallara), Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.