Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1989, Blaðsíða 6
34 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989. RÁÐGÁTAN * mmtn 3 Hvaða leið á sjóræninginn að velja til að geta fengið sem flesta gullpeninga á leiðinni? Er það leið A-B-C-D-E eða F? Sendið svar til: Barna-DV. Viltu skipta? Kæru safnarar! Mig langar að fá plaköt með Patrick Swayze, Phil Collins, Whitney Houston og einhver úr Dirty Dancing. 1 Sigríður Jónasdóttir, Neðstaleiti 16, 103 Reykjavík, sími 35098. Hæ, hæ, safnarar! Ef þið hafið áhuga á Sálinni hans Jóns míns eða hljómsveitinni Europe þá skuluð þiö endilega skrifa mér. í staðinn langar mig að fá Michael Jackson og Sylvester Stallone. Hjalti Daníelsson, Gautlandi 9, 108 Reykjavík. Ég sendi stuðkveðjur til allra sem voru í Benidorm í ágúst, sérstaklega þeirra sem voru á Los Gemelos 2 og 4. Fríður Ester Pétursdóttir, Gauksrima 7, Selfossi. Besta Bama-DV! Hér kemur heimilisfang Michael Jackson, sem þið báðuð um um daginn. Michael Jackson, c/o Emic Records, 1891 Century Park West, Los Angeles, CA 90067. Kærar kveðjur, Agnes Reynisdóttir, Álfalandi 14, Reykjavík. Framhald af Sögunni minni Draumurinn hans Jóa Óli fór snemma í háttinn. Hann hlakkaði ofsalega mikið til. Afmælið hans var á morgun. Hann er að verða 9 ára. Mamma hans opnar dyrnar inn í herbergið hans Óla mjög varlega eins og hún sé að athuga hvort Óli sé ekki örugglega sofnaður. Hún heyrir lágar hrotur. Hann er sofnaður. Hún gengur áhyggjulaus aftur inn í eldhús. Hún er að baka fyrir afmælið (sem er á morgun - fyrir þá sem vita það ekki!). Óli vaknar. Afmælisgestirnir streyma inn í herbergið hans. Ekki hef ég neina hugmynd um hvað afmælisgest- irnir gáfu Óla, en hann sagði mér sjálfur hvað hann fékk frá besta vini sínum, honum Sigga. Hann fékk stóran, af- langan, dularfullan kassa. Þegar Óli lyftir lokinu, streym- ir á móti honum her af pínulitlum stjörnum. Þær lenda á peysunni, buxunum, í hárinu og bara alls staðar á hon- um. En skyndilega hverfa þær allar. Óli lyftir hendinni og bregður eins og öllum boðsgestunum þegar Gússa, bekkjarsystir hans, lyftist upp frá gólfínu á móts við höndina á honum. Óli lætur höndina falla hratt niður og Gússa hlammast niður á steinsteypt gólfið. Hann hugsar með sér: „Ég er kominn með töfrakrafta!" Óli lokar aug- unum, réttir fram hendurnar og segir: „Töfrahattur birtist mér, þá mun ég ekkert gera þér.“ Óli opnar augun og sér að það stendur töfrahattur í út- réttum höndum hans. Hann kallar hátt yfir hópinn: „Sjá- ið, ég ætla að draga fimm kanínur í röð upp úr þessum töfrahatti.“ Óli sýnir öllum að töfrahatturinn er tómur. Hann seilist með höndina ofan 1 hattinn og dregur upp um leið og hann tilkynnir: „Ein kanína, tvær kanínur, þrjár kanín- ur, fjórar kanínur og - MAMMA?“ Já, mamma hans gægist rétt ypp fyrir barminn á þess- um stóra, svarta og fíngerða pípuhatti og kallar: „Óli minn, það er ekki nema klukkutími þar til veislan byrjar. Þú verður að fara í sturtu áður en afmælið byrjar!“ Óli rís upp við dogg í rúminu, nuddar augun, horfir á mömmu sína sem stendur í dyrunum og brosir. Þetta var þá bara DRAUMUR! Bragi Þór Valsson, Kambaseli 67, 109 Reykjavík. Felumynd Hvað eru mörg lauf á trénu? Sendið svar til: BARNA-DV. LITIÐ MYNDINA VEL!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.