Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. Spumingin. Hvað ætiarðu að gera um helgina? Haukur Hauksson rafeindavirki: Ég ætla að vinna við að setja upp síma- kerfi og fleira fyrir ístel. Rannveig Sigurðardóttir, atvinnu- laus: Það er ekkert ákveðið - en það getur meira en verið að ég fari út að skemmta mér. Sólrún Tómasdóttir nemi: Ég er að hugsa um að fara í bíó og sjá hjarta- knúsarann Tom Cruise í myndinni Cocktail. Ólöf Sigurðardóttir ræstitæknir: Ekkert sérstakt, bara hvíla mig vel og fara kannski í sund. Magnús Rafnsson nemi: Ég ætla að fara tU Akureyrar og fara á skíði og svo út aö skemmta mér. Amar Ólafsson nemi: Ég fer með Magnúsi og fleirum til Akureyrar á skíði og skemmtistaði. Lesendur Hvalamálið: Krafa um leyndar aðgerðir Bernharð Steingrimsson skrifar: Erum við að tapa hvalastríðinu? - Eru allar þessar feröir ráðherra okkar og þingmanna ekki í neinum tengslum við þá brýnu hagsmuni sem eru í húfi? - Fara dagpening- arnir, sem hún Guðrún Helgadóttir varði svo skelegg, beint í lúxus og óþarfa í hinum og þessum erlendu salarkynnum? Þurfum við miklu fleiri gagns- lausa froöusnakka í forystulið þjóðarinnar til þess að koma þess- um svokölluðu „vinaþjóðum" okk- ar í skilning um að við viljum sjá gagnkvæma vináttu, ekki bara í orði heldur líka á borði? - Þegar hagsmunir þessara vinaþjóða okk- ar eru í húfi velta þeirra menn sér ekki upp úr siðferðilegu réttmæti mótaðgerða heldur gera það sem gera þarf. - Allar þessar þjóðir gera það sem þeim hentar best á bak við tjöldin en við látum slátra okkar hagsmunum án þess að verjast. Mér þykir sýnt að áróðursstríð okkar við græningja sé tapað af þeirri sorglegu ástæðu að okkar menn voru of uppteknir við „önnur mál“ erlendis þegar þeirra var þörf eða þeir hvorki nenntu né kunnu að berjast fyrir okkar hagsmunum. - Úr því sem komið er megum við ekki gera eins og vefarinn sem ræktaði mölflugur í vefstól sínum. Það verður að halda hvölum, sel- „Við kjósum kannski fremur að eta úr hendi græningjanna," segir m.a. í bréfinu. um og sjófugli í skefjum með leyni- legum aðgerðum ef ekki vill betur. Þessar skepnur svolgra í sig 70-80% af þeim auðlindum sem við gætum nýtt, á sama tíma og sjó- mönnum okkar er skipað að halda sig í landi. - Má ekki útbúa hval- veiðiskipin sem varðskip í orr- ustunni við þessar skepnur og skjóta á þær með ófrjósemislyfjum ef við erum of siðprúð til þess að veiða þær? Má ekki grisja íslenska selastofninn með norsku selaveir- unni - og verða ekki trillukarlar að fara að taka sjálfir beinan þátt í að halda selnum í skefjum? - Þetta eru bara spurningar um hvort við ætlum að lifa áfram í þessu landi. Það er blóðugt aö sjá fram á að íslenska þjóðin stefnir í sjálfsmorð með úrræðaleysi sínu meðan aðrar þjóðir nota þau meðul sem þurfa þykir til vamar sínum hagsmunum. - íslensk stjórnmál eru e.t.v. svo galopin erlendum andstæðingum að ekki er hægt að gera leynilega áætl- un um svona aðgerðir vegna upp- lýsingagleði hérlendra fjölmiðla! Ég tel að íslenskir íjölmiðlar hafi oröið sér til skammar fyrir and- íslenska framkomu og undirlægju- hátt við andstæðinginn í þessu bar- áttumáli með því að blása út áróöur þeirra. Án þorskins yrðu laun okk- ar rýr. En við kjósum kannski fremur að éta úr hendi græningj- anna. Það sýnir ólýsanlegt skiln- ingsleysi á íslensku samfélagi. Þeim sem véfengja og tala gegn rétti veiðimannasamfélags okkar ætti ekki að leyfa að þrífast í þessu landi. - Ytri aðstæður krefjast þess að farið sé út í hverjar þær leynileg- ar aðgerðir sem nauðsyn krefur. Hátt bjórverö í veitingabúð Leifsstöðvar: Hlýtur að lækka Flugfarþegi skrifar: Ég hef oft undrast það við komu til Keflavíkurflugvallar, þar sem ég fæ mér oftast hressingu áður en lagt er í flug, að verð á áfengum bjór skuli þar vera eins hátt og raun ber vitni. Það hefur verið og ég held að svo sé enn 120 kr. flaskan. Þetta finnst mér alltof dýrt af tollfrjálsum bjór að vera. Þetta er sama verð og talað var um að yrði sett á bjórinn hér innan- lands. Nú hefur verið fallið frá því og lækkað niður í 80 kr. á innlendum bjór og 120 kr. á erlendum. Það hlýt- ur því að lækka allverulega verðið á bjómum í veitingabúð flugstöövar Leifs Eiríkssonar. Eða á aö halda verðinu þar óbreyttu? Lesendasíða hafði samband við rekstraraðila veitingabúðarinnar í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og þá kom í ljós að verðið á bjórflösk- unni er ekki lengur 120 kr. heldur 140 kr. Að öðm leyti vildi rekstraraðili taka fram að fólk gleymdi því oft að þama í veitingabúðinni í Leifsstöð væri ekki um útsölu úr verslun að ræða heldur veitingastað sem þyrfti að taka miö af kostnaði sem slíkum rekstri fylgdi. Talað væri um að verð á bjór í veitingahúsum landsins yrði allt að 200 krónur og það væri því enn hærra. - Reiknaði viðmælandi lesendasíðunnar ekki með að verö á bjór í veitingabúð Leifsstöðvar myndi breytast að svo komnu máli. Hringið í síma 27022 „Eigum margt ólært i umferðarmálum,“ segir meðal amnnars í bréfinu. Umferðarmál og aksturshæfni miUi kl. 10 og 12 eða skrifið Loksins kom verslun... Neytandi skrifar: Loksins kom verslun hér í Hafnar- firöi sem sprengdi fjárlagagat, í nýrri merkingu þó, á þann fjallháa múr sem umhverfis okkur hefur verið reistur með lúxustollum á matvæh, bamaleikfóng og annan „óþarfa varning". Verslun þessi, sem heitir Lista- smiðjan og er við Norðurbraut, selur keramikvörar og veitir greinargóðar upplýsingar um meðferð vörunnar og góð ráð. Við hjónin rákumst þarna inn fyrir tilviljun skömmu fyrir jólin síðustu og féllum gjörsamlega fyrir fegurð þeirra stórkostlegu listmuna sem þama eru á boðstólum. - Og ekki nóg með það, halda mætti aö verðlagningin væri miðuð við borg- ina Glasgow en ekki Hafnarfjörð. Þetta var sannkölluð himnasend- ing fyrir brostinn fjárhaginn í jóla- traffíkinni. - Og nú taka við ferming- ar og stórafmæli en án þess kvíða sem alltaf hefur fylgt því að taka upp budduna til að gleðja sína nánustu. Hafið innilega þökk fyrir viðskipt- in. Þess er alltof sjaldan getið sem vel er gert. Sigríður Eymundsdóttir skrifar: Mér finnst alltaf verða sýnilegra að viö íslendingar eigum margt ólært í umferðarmálum. Hér aka of margir um vegi með það hugarfar að akst- urslag sé einkamál hvers og eins og hugsa sem svo „ég á þessa götu“. Eins og flestir vita er málið bara ekki svona einfalt. Hraðinn virðist hjá mörgum vera aðalatriðið hvernig sem umhverfi og aðstæður eru. Það þarf vonandi ekki að segja neinum er hefur ökuleyfi að stefnuljós eru til þess að láta vita hvað maður ætlar að gera - t.d. fyrir stefnubreytingu. Ég hélt líka að flest- ir vissu að ekki dugar ein ljósapera í ökutæki. Ég held að athuga þurfi nánarferil þeirra sem eru 17 ára og labba út í bíl og virðast hafa það eitt að áhuga- máli að aka nægilega hratt. Mér finnst stundum sem ég búi viö hrað- braut - en gatan er lokuð í annan endann. Ég þykist samt vita að ekki séu allir ökuþórar 17 eða 18 ára. Ég var minnt á þetta aksturslag um daginn. Ég stoppaði við umferðarljós sem eftir minni skilgreiningu var rautt. í þann mund er ég stöðvaði bílinn stangaði einn af þessum öku- þórum minn bíl. Ég stökk út og byij- aði að lesa yfir þeim er virtist ekki alveg hafa skynjað stöðuna. Svarið var: „Ég hélt þú ætlaðir yfir!“ Ég svaraði: „Já, þú ekur þetta svona eft- ir minni.“ Ég held að þetta sé það sem alltaf er að gerast. - Tryggingafélögin segja til um það. En hvernig væri að ökumönnum væri bannað að aka með símann á eyranu og sígarettuna á sínum stað? - Mjög traustvekjandi ökumenn það eða hitt þó heldur! Það mætti einnig sýna mun meira í sjónvarpi frá af- leiðingum þessarar svigkeppni sem mér finnst fara fram hér í borginni og einnig úti á vegum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.