Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Side 15
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. 15 Heimllisiðnaður á íslandi: Danskir jólasveinar Um síðustu jól hugðist ég gefa kunningjakonu minni í Noregi litla gjöf i tilefni jólanna. Ég fór því í verálun eina í miðbæ Reykjavíkur sem sérhæfir sig í sölu handunn- inna muna og ætlaði að kaupa ís- lenska jólagjöf. Þar fann ég lítinn jólasvein úr tré, íklæddan pijónuð- um fötum og ákvað að kaupa hann. Af rælni spurði ég hvar jólasveinn- inn væri framleiddur. „Hann er búinn til í Danmörku, eins og flest- ir jólamunirnir sem hér eru á boð- stólum,“ var svarið. Mér varð svarafátt og gekk út. Er ég kynnti mér máhð nánar komst ég að því að sá heimilisiðn- aður, sem hér er á boðstólum, er meira og minna innfluttur. íslensk- um heimilisiðnaði hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Þama er alvarleg brotalöm og þeir atvinnumöguleik- ar, sem fólgnir eru í slíkum iðnaði, ekki síst fyrir konur, eru ekki nýtt- ir. Handiðnaður - minjagripir í aldanna rás hafa konur á ís- landi sinnt margs konai' handiðn- aði, má þar nefna ullarvinnslu, handprjón, vefnað, sauma, útskurð o.m.fl. Áður var handiðnaður hluti bú- starfa en í seinni tíð vinna í tóm- stundum, oft unnin sér til skemmt- unar og afþreyingar. í þjóðfélagi nútímans eru mikhr möguleikar fólgnir í þessu starfi. Óteljandi fyr- irmyndir er að finna á Þjóðminja- safni íslands og á byggðasöfnum um allt land að gerð ýmiss konar muna sem auðvelt ætti að vera að finna markað fyrir ekki síður en KjáQaxinn Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður Framsóknár- flokksins á Suðurlandi dönsku jólasveinana. Til þess að ná góðum árangri í gerð minjagripa er mikhvægt að vanda vel gerð þeirra eigi þeir að ná athygh væntanlegra kaupenda. Vænlegt getur verið til árangurs að sérhæfa sig í gerð eins munar eða fárra á hverjum stað, með því næst meiri leikni og hvert byggðar- lag hefur sína sérstöðu. Breyting á búháttum Eins og flestum er kunnugt hafa orðið miklar breytingar í land- búnaði á undanfömum árum, framleiðsla dregist saman og at- vinnutækifærum við hefðbundin bústörf fækkað. Stórfehdust er þó e.t.v. sú breyting sem orðið hefur á stöðu sveitakonunnar, sem áður stýrði stóru búi, oft með fjölda fólks í vinnu, en situr nú í mörgum th- vikum uppi með takmörkuð verk- efni. Svo miklar breytingar hafa orðið allra síðustu ár að nú er ekki vinna fyrir nema einn aðila á um 40% allra búa í landinu ef miðað er viö þær afkastakröfur sem gerð- ar eru í verðlagsgrundvelh land- búnaðarins. Þetta er sorgleg stað- reynd sem erfitt er að sætta sig við, en sýnir engu að síöur enn ljós- ar að nýir atvinnumöguleikar verða að koma til í sveitum, eink- um fyrir konur, sem í mörgum til- vikum hafa orðið að sætta sig við skerta atvinnumöguleika. Fjölbreyttir möguleikar Ferðamönnum, sem koma til landsins, hefur fjölgað um 50% á sl. þremur árum og ef hér rís al- „Stofna ætti verslun meö íslenskan heimilisiðnað 1 hverjum landshliita með einni miðstöð í alfaraleið, síðan verði minni útibú opin á helstu ferða- mannastöðum.“ „Flest það fólk, sem kemur til landsins, vill eiga einhvern hlut til minja um ísland.' þjóðleg heilsuparadís innan fárra ára, eins og forsætisráðherra boö- ar, þá á erlendum ferðamönnum eftir að fjölga til muna. Flest það fólk, sem kemur til landsins, vill eiga einhvern hlut til minja um ísland. Því er líklegt að gerð minjagripa og annar smáiðn- aður sé atvinna sem hægt er að stórauka, ekki síst í dreifbýli. í fyrsta lagi er slík vinna með öhu óstaðbundin, smáiðnaö má jafnt stunda við sjó fram sem inn til dala. í öðru lagi þá hefur sveita- fólk tíma aflögu frá búskapnum til shkra starfa á vissum tímum árs og víða er húsnæði fyrir hendi sem nýta má th slíkrar starfsemi. í þriðja lagi býr óvénjumargt hag- leiksfólk í sveitum sem kann vel th starfa sem þessara. Eigulegir handunnir munir höföa ekki síður til íslendinga og ætti þessi markaður því ekki eingöngu að vera bundinn erlendum ferða- mönnum. Það eru ekki síst þjóðlegir munir sem fólk sækist eftir og munir sem á einhvem hátt eru tengdir ákveðnum héruðum eða lands- hlutum. Samstaða og framkvæmdir Vinnuaflið, efniviðurinn og hug- myndimar em fyrir hendi. Það sem nú er brýnast í þessum málum er að hvetja fólk th fram- kvæmda og koma skipulagi á markaðssetningu. í þessu sam- bandi skiptir hönnun og leiðbein- ingar miklu máli og koma þarf á tilteknum gæðastaðli þannig að um sé að ræða iðnað en ekki föndur. í sl. viku var viðtal í Ríkisútvarp- inu við framkvæmdastjóra Þróun- arfélagsins þar sem hann sagði frá hugmynd félagsins um fjárstuðn- ing th handa konum sem vilja stofnsetja nýjan atvinnurekstur. Hugmyndinni var hafnað eftir viðtöl við örfáar konur sem ekki töldu ástæðu til slíks. Þróunarfé- lagið ætti að dusta rykiö af þessari hugmynd strax og auglýsa styrk- veitingar, það er einmitt þess konar aðstoð sem vantar núna. Mikhvægt er að hið opinbera leggi einnig sitt af mörkum í þessu efni. Stofna ætti verslun með íslensk- an heimihsiðnað í hverjum lands- hluta með einni miðstöð í alfara- leið, síðan verði minni útibú opin á helstu ferðamannastöðum. Danski jólasveinninn Mér hefur oft verið hugsað til danska jólasveinsins síðustu vik- umar. Það er hryggilegt hvað við íslendingar erum oft blindir á þá möguleika sem eru aht í kringum okkur. Blunda e.t.v. enn í fari okkar ein- hverjar leifar frá nýlendutíman- um? Öh getum við verið sammála um að velja fremur íslenskar vörur en erlendar, en þá þurfa íslenskir val- kostir að vera th staðar. Unnur Stefánsdóttir Þýðir bjórinn auk- ið áldósaflóð? Nú fer bjórinn að flæða yfir okk- ur í stríðum straumum en ekki er það einungis mjöðurinn góði, sem svo margir landsmenn bíða í of- væni eftir, heldur og umbúðimar sem koma til með að flæða yfir borg og bý. Mikið hefur verið karp- að í gegnum árin hvort leyfa ætti sölu á drykk þessum og hafa menn nú orðið sammála um að leyfa hana. Einnig hefur verið rætt um hvaða tegundir við komum til með að fá erlendis frá. Mikið hefur líka verið reiknað hvað sé hagstætt og hvemig gróðinn skih sér sem best. Og síöast en ekki síst hvaða sess íslenskir framleiðendur eigi að hafa í þessu nýja framboði á mark- aðinum. Sem umhverfisvemdarsinni lít ég svo á að ekki sé minni þörf á að ræða um það í hvernig umbúðum drykkurinn verði seldur. Ef við ht- um á vinsældir einnota umbúða, þ.e.a.s. áldósa, fyrir gosdrykki er nokkúð víst að það verða einnig örlög bjórsins að búið verði um hann í áldósum. En ekki líður á löngu þar til áldósimar tæmast hver af annarri og sé ég fyrir mér hauga af tómum bjórdósum hér og þar og ahs staðar. Ég sé fyrir mér hvemig áldósirn- ar munu hggja eins og hráviði um Austurvöh, Lækjartorg, flæða upp úr sorptunnum, hvernig fegurð Kjallarinn Stígrún Ása Ásmundsdóttir félagi i samtökum græningja sumarskemmtistaða mun verða afskræmd enn meir en nú tíðkast. Nú mun fólk ekki einungis kaupa sér íslenskt brennivín í nesti þegar farið verður í Þórsmörkina eða Þingvelli heldur mun fólk og taka bjór með sér í ómældu magni. íslendingar aftarlega á mer- inni íslendingar em svo aftarlega á merinni í sambandi viö umhverfis- mál að það má næstum telja það klúrt. Þeir halda að allt sé svo hreint og snyrthegt að þeir sjá ekki framtíðarsóðaskapinn fyrir græðgi og fyrirhyggjuleysi. í dag getum við vissulega státað af hreinna um- hverfi en nágrannalöndin en á ein- hveijum tíma hafa þau lönd, sem í dag glíma við stóran og mikinn umhverfisvanda, haft ómengað umhverfi. Við ættum því að sýna visku og læra af reynslunni því ekki er neitt sjálfgefið að ísland verði hreint og ómengað, og í raim „Varla munu framleiðendur á dósun- um, þeir sem sjá um sölu eða nokkur sá sem hag hefur af notkun dósanna berjast gegn sölu þeirra...“ HOLSTEN Budweiser úfNivxrsuruCaus BECtóBIEH „En ekki líður á löngu þar til áldósirnar tæmast hver af annarri..." seg- ir greinarhöf. m.a. I . . frekar ólíklegt. Líklegra er að við verðum fljót að ná nágrannalönd- um okkar við að menga umhverfið ef fyrirhyggjuleysi og græðgi ráöa ferðinni. Mikið hefur verið rætt um ölæðið sem kemur th með að fylgja bjórn- um. Ekki ætla ég að gefa neitt út á drykkjuvandamál þau sem kunna að fylgja í kjölfar sölu bjórsins óheft. Aftur á móti sem umhverfis- verndarsinni og félagi í samtökum græningja tel ég mig knúna að lýsa yfir þeim viðbjóöi sem allar þessar áldósir vekja í huga mínum. Fleira mælir á móti notkun ál- dósa en bara sóðaskapurinn sem honum fylgir. Þetta er mikil sóun á hráefnum og eitthvað mun það kosta að þrífa upp dósimar að ég tah nú ekki um hver kemur th með að borga brúsann. Auðvitað er það almenningur, eins og alltaf, sem situr uppi með afleiðingar glappa- skota þeirra sem völdin hafa í sín- um höndum. Byrgjum brunninn Við höfum oft hermt eftir frænd- um okkar Dönum og legg ég til að við gerum það í þessu máli. Þar eru einnota umbúðir óleyfilegar fyrir drykkjarfóng. Ætlum við virkilega að æða áfram í bhndni græðginn- ar? Betra þætti mér að koma í veg fyrir þennan óþarfa sóðaskap og sóun, sleppa notkun áldósa og nýta betur umbúðirnar. Ég hvet aha sem annt er um umhverfið að láta í sér heyra og taka ekki í mál neinar áldósir á markaðinum. Varla munu fram- leiðendur á dósunum, þeir sem sjá um sölu eða nokkur sá sem hag hefur af notkun dósanna beijast gegn sölu þeirra. Af þessum orsök- um er þörf á miklum þrýstingi frá öllum þeim sem vhja halda um- hverflnu hreinu. Einfaldasta og jafnframt ódýrasta leiðin til þess að vernda umhverfið er að koma í veg fyrir mengun, nóg er mengunin fyrir. Fyrir þá sem telja þetta mál litlu skipta langar mig að benda á máltækið „margt smátt gerir eitt stórt“. Stígrún Ása Ásmundsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.