Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989 Fréttir Eini íslendmgurinn sem var i nýmavél á heimilL sínu: Nýrnaþegi sóttur til Eyja og þotan beið - heppilegt nýra fékkst í Kaupmannahöfn. Maðurinn á batavegi Ólafur Þorsteinsson í nýrnavélinni á heimili sínu. Meö honum er dóttir hans Elín Þóra. DV-mynd Ómar Garðarsson Ómax Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Ólafur Þorsteinsson frá Vest- mannaeyjum, sem þurft hefur aö notast við nýrnavél undanfarin misseri, fékk grætt í sig nýra á fóstudagsmorgun á Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn og sam- kvæmt upplýsingum DV hefur allt gengið vel tií þessa. Allt gott er að frétta af Ólafi að sögn ættingja hans. ígræðslan hefur tekist vel og engin höfnunareinkenni komið fram. Ólafur er þegar farinn að matast. Það bar mjög brátt að meö að- gerðina. Ólafur fékk að vita það milli kl.17-18 á fimmtudag aö nýra, sem hæfði líkama hans, væri til reiðu í Kaupmannahöfn en hann yrði að koma sér á staðinn sem fyrst. Flugvél flugmálastjórnar var send eftir Ólaíi hingað til Vest- mannaeyja úr Reykjavík og meðan hún var á leiðinni hafðist upp á Ólafi og hann dreif sig upp á flug- völl. Síðan var flogið til Keflavíkur þar sem farþegaþota beið eftir hon- um og var hann kominn þangað eftir eina klukkustund og sjö mín- útur frá því vél flugmálastjórnar fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli. Þotan sem beið eftir Ólafi í Kefla- vík varð fyrir bilun eftir að hún var komin í loftið og varð að lenda aftur. Viðgerð tók rúma tvo tíma og á meðan var farið að svipast um eftir leiguvél því ef viðgerð hefði dregist öllu lengur hefði Ólafur þurft aö fara út með annarri vél. En kl. 22.30 var þotan komin í loft- ið og lenti í Kaupmannahöfn um kl. eitt um nóttina aöfaranótt fóstu- dags. Klukkan fimm um morguninn var Ólafur kominn á skurðarborð í Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn og var aðgerðinni loldð þrem- ur tímum seinna eða um kl. átta. Eins og áður segir er hann nú á góðum batavegi. Það var sagt frá því hér í blaðinu sl. sumar að Ólafur væri fyrsti ís- lendingurinn sem fengið hefði nýrnavél heim til sín en áöur hafði hann þurft að fara til Reykjavíkur tvisvar í viku. Þá kom fram aö hann beið eftir nýra sem hæfði lík- ama hans og hefur þaö nú fundist. Þetta er óvenju stutt biö því oft þurfa nýrnasjúklingar aö bíða svo árum skiptir eftir nýra. Ford-kepprun: Sérstætt útlit réð úrslitum - segir BUl Ford, sem „Lállí Karen hefur það útlit sem við erura aö leita að fýrir tímarit. Við leitum að slíkum stúlkum um allan heim. Hæð hennar er mjög ákjósanleg, 176 sm, hún hefur fall- ega fótleggi og sérstætt útlit. Ef hún myndast jafnvel og ég ímynda mér á hún bjarta framtíö í fyrirsætu- starfinu,“ sagði BiU Ford frá Ford Models 1 New York er hann var spurður hvað ráðiö hefði úrslitum. Bill var elnvaldur í vali sigurvegar- ans. Lillí Karen Wdowiak er fyrsta stúlkan sem valin er til aö taka þátt í Supermodel of the World í ágúst. BLll Ford fór héðan í morgun tU írlands þar sem hann velur aöra stúlku á morgun. Þaöan liggur leið- in til Lundúna. „í næsta mánuði fer ég til Hong Kong og á sama tíma fer móðir mín, Eileen Ford, ogsyst- ur mínar til annarra landa til að velja stúlkur." tújátíu og þijár stúlkur taka þátt í keppninni Supermodel of the World og í þeim hópi verður í fyrsta valdi sigurvegarann skipti 9túlka frá Rússlandi. „Ég er svo heppinn aö íá aö velja þá stúlku," sagði Biil. „Ég fer tU Sovét- ríkjanna í maí og þá fer ég einnig tíl Sviss, Sviþjóöar og Spánar." Bill sagðist ekki vita af hvetju ísland heföi verið fyrst í röðinni, þaö heföi verið ákveöið af systur hans, Lacey, sem skipulegði aRar ferðir þeirra. BUl sagöist hafa verið hepplnn að vera sendur til íslands og hann hefur ákveöið að koma hingar sem fýrst aftur. „Mér sýnlst þetta yndislegt land og sundlaug- arnar frábærar. Ef ég verð á leið aftur frá Evrópu á föstudegi hef ég áhuga á aö fijúga hingað fyrst og dvelja hér um helgi áöur en ég flýg heimsagði BiU Ford. Þegar Bill var spurður hvort ekki væri erfitt að velja eina stúlku úr stórum hópi svaraði hann: „Það er mjög erfitt, en þó að margar stúlk- umar séu guUfaUegar þá hafa þær ekki nógu góða fótleggi og það er það sem skiptir mestu máU.“ -ELA Stangast aukaflárveitingar á við stjómarskrá? 8 milljarðar óloglega úr rikissjóði í fyrra - segir Ólafur Þ. Þórðarson „Þetta mál er miklu stærra en svo að það verði skipaö með almennum lögum. 41. grein stjómarskrárinnar er alveg ótvíræð. Málið er það að samkvæmt stjómarskránni er óheimUt að greiöa eina einustu krónu úr ríkissjóði nema búiö sé að samþykkja þaö áður í venjulegum fiárlögum eða með fjáraukaiögum sem hafa veriö lögö fram og sam- þykkt af þinginu. Þetta hefur bara veriö kolbrotið um áraraðir. Þannig má í raun segja aö í fyrra hafi 8 mUlj- arðar fariö ólöglega úr ríkissjóði," sagöi Ólafur Þ. Þórðarson, annar fuUtrúi Framsóknarflokksins í fjár- veitinganefnd Alþingis. Ólafur sagð- ist vera búinn að taka töm tíl þess að herja á þessu innan Framsóknar- flokksins og nú væri hann búinn að færa umræðuna inn í íjárveitinga- nefnd. Um leið hefur komið fram frum- varp frá tveimur þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, þeim Geir H. Haarde og Pálma Jónssyni, um meöferð greiðslna úr ríkissjóði umfram fjár- lagaheimUdir. í frumvarpinu segir að: „Fjármálaráðherra getur því að- eins heimUað greiðslu úr ríkissjóði umfram heimUdir fjárlaga að um sé að ræða lögboðið viöfangsefni eða samning sem fé er veitt til á fjárlög- um og skapast hafi frekari greiöslu- þörf sem ekki þolir bið og fellir fyrir- varalausa greiðsluskyldu á ríkis- sjóð.“ Ólafur sagðist ekki ætla að styöja þetta frumvarp. „Þeirra hugmyndir ganga út á það að fjárveitinganefnd eigi aö vera úrskuröaraðili. Það gengur ekki. Það er Alþingi íslend- inga sem er úrskuröaraöili. Fjárveit- inganefnd er ekki ætlað aö ráða því hvert peningar fara - enda væri það fráleitt." í gærmorgun var rætt um það á fundi fj árveitinganefndar að fá úr- skurð frá prófessor í stjórnlagafræð- um við Háskóla íslands. Ólafur sagði að viö heföum sams konar ákvæði og Bandaríkjamenn í stjómarskrá sinni. Þar heföi Ronald Reagan staöiö frammi fyrir þeirri staðreynd aö þingið heföi ekki viljað láta hann hafa þá peninga tU ákveðinna verk- efna sem hann heföi viljað fá. „Heldur þú aö þaö heföi ekki veriö þægUegt hjá honum að hringja í fjár- málaráðherrann og óska eftir auka- fjárveitingu? Valdiö er bara ekki hjá honum. Hér á landi hafa menn sagt sem svo að þegar þingiö sé búið að samþykkja séu greiðslumar orðnar löglegar. Það er alveg rétt en það breytir því ekki að þegar greitt var voru þær kolólöglegar." Ólafur segir aö eina ráðið sé að fjáraukalög séu lögð fram um leið og fjárlög og síðan aftur áður en þing fer í sumarfrí. Þannig eigi ekki aö þurfa að greiöa neitt úr ríkissjóði án þess að heimUd sé fyrir því. -SMJ Draumurinn gæti ræst - segir Lillí Karen Wdowiak, sigurvegari Ford-keppninnar „Ætii maður búist ekki aUtaf innst inni við því að einhver annar sigri,“ sagði LiUí Karen Wdowiak eftir að úrslit Ford-keppninnar urðu Ijós í gærkvöldi. „Ég verð því aö segja að þetta kom mér á óvart. Við vorum allar mjög ólíkar og það var ekki nokkuö leiö aö vita hveija BUl Ford myndi velja. Mig langar mjög mikiö til að starfa við fyrirsætustörf og frænka mín, Helga Melsted, var búin að segja mér að þetta væri besta leið- in til að koma sér áfram,“ sagöi Lillí Karen. Þess má geta að Helga Melsted, fyrrum sigurvegari Ford-keppninn- ar, og Lillí Karen era systraböm. „Ég vona aö draumur minn um fyrir- sætustörf rætist með þessum titli. Þetta gæti breytt lífi mínu,“ sagði Lillí Karen. - En hvaöan kemur eftimafn þitt? „Það kemur frá PóUandi. Faðir minn er pólskur í föðurættina en ís- lenskur í móöurættina. Fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna á stríðsárunum þar sem hann fæddist. Ég er einnig fædd í Bandaríkjunum en fluttist til íslands nokkurra mán- aða gömui,“ sagöi Lillí Karen. Foreldrar hennar em Valborg Bjamadóttir og Ludvik Duke Wdow- iak. Lillí Karen starfar í bakaríi í Gnoðarvogi. Hún hætti námi til að safna peningum áður en haldið yrði út í hinn stóra heim. Tíu stúlkur tóku þátt í úrslitunum og að minnsta kosti þijár þeirra, fyr- ir utan Lillí, vom beönar að senda fleiri myndir til Ford Models um- boðsskrifstofunnar í New York. Það gæti þýtt að þær fengju störf næsta sumar á vegum Ford. Lillí Karen mun taka þátt í keppninni Su- permodel of the World sem fram fer í Bandaríkjunum í ágúst. -ELA Sú leiða villa kom fram í grein- mni Sjónarhornið i gær, að sagt var, aö fruravarp um launavísi- tölu, sera saltað hefiir verið, væri komið frá Jóni Sigurðssyni við- skiptaráöherra. Hið rétta er, að írumvarpiö er komið frá forsæt- isráðherra Viöskiptaráöherra er beöinnafsökunar á þessari vtiiu. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.