Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989. Fréttir__________________________________________________ Nýju skutlúgumar á Nönnu VE vekja efasemdir: Lúgur á skipum ættu að vera sem fæstar segir Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri Togskipið Nanna VE, sem sökk út af Reynisdröngum á þriðjudags- kvöld, var með tvær skutlúgur sem 4 Nanna VE við bryggju ettir að skip- inu var breytt. DV-mynd Ómar er nýjung hér á landi. Skipið fékk sjó inn um þessar lúgur þegar það fórst. Skipið var endursmíðað í Portúgal og kom til landsins í janúar síðast- liðnum og hóf þá veiðar. Sjómenn, sem DV hefur rætt við, eru fullir efa- semda um þessar skutlúgur. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri var inntur álits á málinu en að sjálfsögðu voru þessar lúgur settar á skipið með leyfi Sighngamálastofnunar. „Það er ekkert í okkar reglum sem bannar að skutlúgur séu settar á skip. Ég vil að sjálfsögðu ekkert tjá mig um þetta mál fyrr en að loknum sjóprófum. Hins vegar er það stað- reynd að ýmiss konar lúgur eru á skipum en mín persónulega skoðun er sú að þær ættu að vera sem allra fæstar á hverju skipi. Magnús sagði að þegar leyfi var veitt fyrir þessum skutlúgum hefði þess verið krafist að fjórir stórir lens- brunnar væru á dekkinu og jafn- framt afkastamikil dæla. Það kæmi væntanlega fram við sjópróf hvort þessi búnaður hefði brugðist og eins hitt hvort lúgan á efra dekki hefði líka verið opin. Allt skipti þetta miklu máli. S.dór Verðhrun af mannavöldum á þýska fískmarkaðnum: Ráðuneytismenn hlusta ekki á neinar aðvaranir - og veita leyfi og hvetja menn til vonlauss gámaútflutnings, segir Ari Halldórsson umboðsmaður „Það var búið að vara menn heima á íslandi viö þessu en þeir ráðuneyt- ismenn í utanríkisráðneytinu hlusta ekki á neinar aövaranir. Þeir úthluta mönnum leyfum til gámaútflutnings og hvetja menn til útflutnings þvert ofan í ráðleggingar að utan. Siglingar skipanna eru aUtaf ljósar enda ákveðnar með löngum fyrirvara. Það var skref fram á við og meðan Lands- samband íslenskra útvegsmanna hafði þessi mál á sinni könnu var ástandið miklu betra. Þá var hlustað á aðvaranir og málin þróuðust með öðrum hætti en þessi vitleysa í dag. Nú er ekkert mark tekið á aðvörun- um okkar. Við höfum ekkert legið á að gefa því allar upplýsingar en þrátt fyrir ráðleggingar okkar er ekkert eftir þéim farið. Þegar viö segjum að óhætt sé að senda 10 til 15 gáma sem hámark í viðbót við þau skip sem selja, þá er dembt á okkur yfir 40 gámum. Ég skil ekki hvers vegna maður er að eyða tíma í að skrifa þeim telefaxskeyti eða yfir höfuð að eyða peningum í sendingarkostnað til þeirra þegar ekkert mark er á okkur tekið,“ sagði Ari Halldórsson, fiskumboðsmaður í Bremerhaven, um það hrikalega verðhrun sem orð- ið hefur á íslenskum fiski á þýska markaðnum. Ari sagði að verðið núna væri hreinlega á núlh. Fiskurinn færi á lægsta leyfða verði. Hann sagði að menn úti hefðu beðið um að ekki yrði sendur út ufsi, vegna þess að svo mikið bærist af honum með heima- skipum úr Norðursjó. Samt sem áður væri hrúgaö á markaðinn ufsa frá íslandi sem ekkert verð fengist fyrir. „Það er alveg ljóst aö það vantar gagnkvæmar upplýsingar um mark- aðinn og aö stjórnvöld á íslandi hætti að skipta sér af þessum málum, enda ráða þau ekki við þau. Fyrir utan það að samkvæmt alþjóðasamningum hafa þau ekki leyfi til að skipta sér af fiskútflutningnum og ekki getu til þess heldur," sagöi Ari Halldórsson. Hann sagði að útlitið fyrir næstu viku væri alveg eins. Þá hafa 6 skip leyfi til að selja og mætti gera ráð fyrir aö þau verði með um 1200 lest- ir, mest karfa. Ofan á þetta á svo að setja á markaðinn um það bil 400 lest- ir af gámafiski og afleiðingin er áframhaldandi verðhrun. S.dór Stjórnleysi veiðanna er ástæðan fyrir auknum gámaútflutningi - segir Helgi Reynisson hjá Gámavinum 1 Vestmannaeyjum „A sama tima og fiskvinnslan á íslandi á í slíkum erfiðleikum að vinnslustöðvar eru ýmist lokaðar eða reknar með hálfum afköstum er engin stjómun á fiskveiðunum. Skip- in veiða og veiða en geta svo ekki losnað við aflann með öörum hætti en setja hann í gáma eða að skip sigli með aflann, þau sem til þess hafa leyfi. Menn vita ósköp vel að ef ekki fara meira en 1000 til 1200 tonn á viku á þýska markaðinn fæst hámarks- verð. Allt sem er fram yfir það verð- ur til að lækka veröið. Samt senda menn út,“ sagði Helgi Reynisson hjá Gámavinum í Vestmannaeyjum um þaö hrikalega verðhrun sem oröið hefur undanfarið á þýska fiskmark- aðnum vegna offramboðs frá íslandi. Helgi sagði að þeir hefðu fengið að vita hjá utanríkisráðuneytinu aö 380 lestir færu á þýska markaöinn í þess- ari viku og þvi hefðu Gámavinir að- eins sent einn gám. Annar afli var seldur til fiskvinnslustööva hér heima. Hann sagði að ef hann hefði vitaö um allt þaö magn sem fór á markaðinn hefði hann engan gám sent út þvi allir gátu vitað að þetta myndi valda verðhruni. Marías Þ. Guðmundsson, sem vinnur með utanríkisráðuneytinu að gámaleyfisveitingum, sagði að á þýska markaðinn í þessari viku hefði komið fiskur frá Noregi sem ráðgjaf- ar ráðuneytisins vissu ekki um. Þar að auki hefði hitabylgja, sem gengið hefur yfir Þýskaland, haft sitt að segja varöandi fiskverðið. Marías sagði að miklu meira væri sótt um að flytja út en leyfi fengjust fyrir. Nefndi hann sem dæmi að sótt hefði verið um leyfi til útflutnings á 3020 lestum til Bretlands í þessari viku en leyfi var veitt fyrir eitt þúsund lestum. S.dór Veröhnmið á þýska markaðnum: Fyrst og fremst vegna vorhitanna - segir viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins Skýring viðskiptadeildar utan- ríkisráðuneytisins á veröhruninu á fiski frá íslandi í Þýskalandi und- anfarið eru fyrstu vorhitamir þar út. Þórður Ægir Óskarsson, blaða- fulltrúi ráðuneytisins, sagði í sam- tali við DV að það væri reynsla síð- ustu ára að þýski markaðurinn þyldi þetta fiskmagn á fóstunni. Það sem nú hefði gerst væri að hit- inn í Þýskalandi heföi rokiö upp og fólk hlaupið til og tekið grilliö fram og fisksala við það dottið nið- ur. Hann sagði að ekkert sérstakt yrði gert af hálfu ráðuneytisins til að takmarka gámaútflutninginn um næstu helgi. Menn vissu aö þetta væri alltaf ákveðin áhætta og yrðu að taka henni ef þeir ætluðu að spila meö. Hann sagðist í gær hafa rætt við menn á þýska mark- aönum og þeir heföu talið að mark- aðurinn í næstu viku myndi þola það magn sem þá fer utan. S.dór Vera sýnir á Austfjörðum Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Leikhópurinn Vera hér á Fá- skrúðsfirði frumsýndi nýlega Sletti- rekuna, breskan gamanleik með al- varlegu ívafi, í félagsheimilinu Skrúö viö góðar undirtektir leikhúsgesta. Leikstjóri er Finnur M. Gunnlaugs- son leikhúsfræðingur. Næstu sýningar leikhópsins verða í Staðarborg, Breiödal, fimmtudag, Herðubreið, Seyöisfirði, laugardag og Félagslundi, Reyðarfirði, sunnu- dag. Allar sýningamar hefjast kl.21. ' Sandkom dv Fair vilja ódýran bjór Verölagöld- urhúsannaá bjómumer afarmismun- andi.Dæmi eru umaðglasiðsé seltáheilar300 krónur.Þrátt fyrirsvohátt verð er bjórinn keyptur og drukkinn af bestu lyst. Einxúg er til dæmi um að bjórinn sé seldur til muna ódýr- ari. Sandkom hefur frétt af einu veit- ingahúsi sem selur glasið á 175 krón- ur. Þrátt fyrir að verðið sé ekki hærra er salan nánast engin. Þess bcr að geta að staðurinn er ekki þekktur fyrir vínveitingar eða veislurétti. Um er aö ræða hamborgarastað í út- hvcrfi. Eigandi staðarins er gáttaður á hversu lítið af bjór hann selur - þegar verðið á bjómum er ekki hærra enraunbervitni. Gamalten skemmtilegt símagabb Fyrirnokkuð mörgum árum gerðutveirfé- lagaraðgamni sínuaðplata fólkígegnum slma. Pélagarn- irhringdui símanúmer semþeirvöldu skipulagslaust úr símaskrá. Þeir sögðu þeim sem svöruðu að þeir væru aðhringjafrá skrifstofúland- læknis. Þeir sögðu að skæð inntlú- ensa væri í Reykjavík og báðu við- komandi að mæla sig á hálftíma fresti og hringja niðurstöðurnar á næstu lögreglustöð. Flestir trúðu félögun- um og bmgöust vel við óskum um mælingar og tilkynningarskyldu á niðurstöðum. Lengi á eftir var mikið hringt til lögreglunnar til að tilkynna um hitastig - sem oftast var um 37 gráður. Vélsleði í lyfjapróf Mikilvél- sleðakeppni varhaldiní Mývatnssveit umhelgina. 1 : AA-tlokkisigr- aðiungur Ak- ureyringur semókPolaris i sleða.Keppi- nautar hans vom ekki ánægðir að keppni lokinni og töldu að Akur- eyringurinn og sleðinn hans hefðu haft rangt við. Þeir kröfðust þess aö sleðinn yrði krufinn og skoðaður af kunnáttumönnum. Keppinautamir töldu víst að sleðanum hefði verið breytt og því svindlað í keppni óbreyttra sleða. Sleðinn var tekinn i sundur stykki fyrir stykki. Þrátt fyrir mikla rannsókn fannst ekkert at- hugavert við sleðann. Það varð þvi ekki nýtt Ben Johnson hneyksli í keppninni eins og þeir tapsáru höfðu óskað. Hvemig blað er Þjóðviljinn? . Möröur Árnason, rit- stjóri Þjóðvilj- ans.varmikið reiðurium- ræðuþættiá Stöð2þarsem ræddvarhugs- anlegsamcÍH- ingBlaða- prentsblaðanna. Mörður hafði flest á homum sér. Hann talaði um erfiða markaðsstöðu síns blaðs og amiarra. En hvað er það sera gerir stööu Þjóð- vOjans svo slæma? Þaö kemur fram í viðtali sem Mogginn átti við Úlfar Þormóðsson, formann útgáfustjómar Þjóðviljans. „Grundvöllurinn fyrir blaðið eins og það er 1 dag, krafllítið og máttvana, er ekki til staðar, en ef blaðið fengi kraft og raátt, væri sann- arlega þörf fyrir slfkt blað.“ Og síöan bætir Ulfarvið: „Egeraðtalaum þess lags blað, sem fólk vill kaupa, þarf að kaupa og veröur að kaupa, ef að þaö ætlar að fylgjast meö. Þann- ig blað er Þjóðviljinn ekki í dag, og ég held að ástæðan fýrir þvl aé ekki skuldir, þetta er spuming um hand- bragðogtalfærl“ Umsjón: Sigurjón Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.